Seifur var yngsti sonur Kronosar og Rheu. Alveg eins og faðir hans bolaði Seifur föður sínum úr hásæti eilífðarinnar. Þegar Kronos var við það að drepa Úranos föður sinn varaði Úranos hann við því að hans eigin sonur myndi gera Kronosi það sama.

Af hræðslu við spádóm föður síns gleypti Kronos fimm fyrstu börn sín en þegar að Rhea fæddi Seif vafði hún stein inn í teppi og hélt Krónos að það væri Seifur og gleypti steininn, grunlaus um það að spádómur föður hans myndi rætast.

Seifur faldist og ólst upp í laumi þangað til að hann var fullfær um uppfylla örlög sín. Einn daginn sat Seifur fyrir Kronosi á meðan hann var úti að veiða. Seifur sparkaði svo fast í magann á honum að hann ældi upp steininum og fimm systkinum Seifs: Demeter, Hadesi, Hestíu, Heru og Poseidon. Í þakklæti og með virðingu fyrir örlögunum var Seifur nafnlaust kjörinn leiðtogi hinna ódauðlegu.

Hann gerði himininn og fjall toppana af yfirráðasvæði sínu svo að hann gæti fylgst með sköpunarverkinu. Heimili hans er Ólymposfjall þar sem að situr í hásæti sínu og ríkir yfir hinum ódauðlegu. Hann giftis gífurfagurri systur sinni Heru. Hún var afbrýðisöm og hefnigjörn út í ástríður og framhjáhöld eiginmans síns með bæði gyðjum og dauðlegum konum og ullu þau henni endalausum áhyggjum sem olli því að hún beitti reiði sinni þónokkuð á hina dauðlegu.

Þar sem að Seifur var konungur Ólymposfjalls hélt hann uppi lögum, réttlæti og móral, og gerði það hann að andlegum leitoga guðanna sem mannanna. Seifur var fyrst guð Konunganna en seinna þegar að lýðræði komst á varð hann guð dóms, réttlætis og laga. Seifur hefur alltaf verið dýrkaður sem veðurguð og hafa eldingar alltaf verið aðaltákn hans.

Veit að þessi grein er frekar stutt en ef ég ætti að setja inn í hana öll stríð, ástarsambönd börn og önnur afrek yrði hún of löng og því er betra að gera bara aðra grein um það seinna.