Fyrri heimstyrjöldin.
Bosnía í lok 20 aldar, daglega berast fregnir af dauðsföllum óbreyttra borgara, Nató virðist ekki fá við neitt ráðið. Sarajevó er sprengd í “tættlur” , Júgósalavía er einn vígvöllur næstu ár og ekki er nú séð fyrir endan á þessum hörmungum. En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem borgin kemst í heimsfréttirnar. Þann 28 júní 1914 gerðist atburður í Sarajevó sem átti eftir að hafa gríðarleg áhrif á Evrópu og allan heiminn. Öll Evrópa breyttist í einn stóran vígvöll með meira mannfalli en nokkur tíma áður, meiri tækni hernaði og meiri eyðileggingu en nokurn tíma fyrr.
Hver er ástæðan fyrir því að þessar hörmungar riðu yfir Evrópu og að stórveldi liðu undir lok og önnur fóru að myndast? Hver er munurinn á ríkjaskipan Evrópu fyrir og eftir heimstyrjöldina. Þessu og mörgu fleiru reynum við að komast að í þessum pistil.

Aðdragandi:
Við upphaf 20 aldar voru þrjú landfræðileg stórveldi í Evrópu. Rússland, Austurríki-Ungverjaland og Tyrkjaveldi. Tyrkland sem hafði haft Balkanskagann sem hluta af sínu veldi í nokkrar aldir voru farnir að missa tökin á þessu svæði, sjálfstæðisraddir voru líka orðnar háværar í ríkjum innan Austurríska Keisaradæmisins. Árið1830 lýstu Grikkir yfir sjálfstæði frá Tyrkjum, og í kjölfarið lýstu Rúmenía, Búlgaría, Svartfjallaland og Albanía yfir sjálfstæði. Rússar sem sáu hag sinn í því að ná meiri ítökum á Balkanskaganum styrktu slavneskar þjóðir í sjálfstæðisbaráttu, til að komast að betri siglingaleiðum um Miðjarðarhaf. Pannslavismi hafði verið ríkjandi á þessu svæði( stefna til að búa til eitt stórt slavneskt ríki) á skaganum og Rússar náðu að nýta sér hann í þágu eigin valda hagsmuna.
Serbar ,sem voru hluti af Austur-Ungverjalandi, voru stórhuga í átt að sjálfstæði og gerðu sér vonir um serbneskt stórveldi. Mikil andstaða var við ríkjandi afl í Serbíu og mikil þjóðernis kennd, andspyrnu samtök sem voru nefnd Svarta höndin voru sterk.
Það sést að það var mikil ólga á Balkanskaganum og var talað um skagan sem “Puðurtunnunna”. En það var á fleiri stöðum í Evrópu sem var hiti og styrr á milli ríkja. Þjóðverjar höfðu hirt Elsac-Lorraine af Frökkum. Og myndaði það mikkla spennu á milli þessa fornu fjenda. Frakkar sem hundrað árum áður höfðu verið sterkasta herveldi í Evrópu voru langeigir eftir dýrð fyrri daga. En eftir frönsku byltinguna hafði hugmyndir um Lýðræðislegt stjórnkerfi “grasserað” um alla Evrópu af ört vaxandi verkalýðshreyfingu. Fólk af sama þjóðerni, tungumál og menningarlega bakrunn hafði rétt á að sameinast í eitt sjálfstætt ríki. Sem er örlítið tvírætt hjá Frökkum því að Elsac og Lorraine voru byggð þýskumælandi fólki sem hafði reyndar vanist því að vera talin til Frakka.
Hernaðarbandalög voru mynduð þvi að þjóðir voru farnir að leyta að hugsanlegum bandamönnum í óumflýjanlegu stríði.
1882 mynduðu Þjóðverjar, Austur-Ungverjar og Ítalir svokallað þríveldabandalag. Sem þýddi loforð um að hjálpa hvor öðru ef ráðist yrði á þá.
Bretar sem höfðu verið öflugir í nýlendu stefnu sinni, höfðu haldið sig við þá stefnu að til að geta varið nýlendur sínar einir þá þyrftu þeir að vera með tvöfalt stærri her en herjir tvegja sameinaðra stórvelda. En þegar flest ríki Evrópu eru farin að vígbúast þá sjá þeir sér bestan hag í því að mynda bandalag, fyrst við Frakka 1904 og síðar við Rússa 1907, þetta hernaðarbandalag var kallaðað samúðar bandalagið.
Eftir iðnvæðinguna kepptist öll álfan við að nútíma væðast. Allt frá landbúnaði til uppbyggingar hers sem væri nogu sterkur til að standast kröfur nútímans. Þetta kapphlaup jók líka á spennuna því öll ríkin voru að reyna að nota tækifærið til að gera sér hagstæðara viðskipta umhverfi en nágranna ríkið.

Upphaf styrjaldarinnar:
Þan 28 júní 1914 var fyrsta skoti fyrri heimstyrjaldarinnar hleypt af er ríkiserfingi Austurríska keisaradæmis var drepin af ungum meðlimi í Svörta höndini sem var sterk andspyrnu hreyfing og barðist fyrir sjálfstæði Serba frá keisaradæminu. Gavrilo Prisno hét hann og fékk hann þann vafasama titil að vera upphafsmaður fyrri heimstyrjaldarinnar, sem er heldur ósangjarn dómur miðað við allt sem hafði gerst síðustu áratugina á undan. Eftir morðið á Franz Ferdinant sáu stjórnmálamenn keisaradæmisins gott tækifæri til kenna Serbnesku ríkisstjórninni um morðið og ráðast á þá og bæla niður sjálfstæðisraddir. Samt sem áður var ríkisstjórn Serbíu ekki tengd Svörtu höndinni. ( Hvert ríki innan A-U var með sína ríkisstjórn, sem heyrði undir hofuðstöðvar ríkisins í Vín ) Nákvæmlega mánuðu eftir morðið á Franz Ferdinant, eða þann 28 júlí, réðst Austurríska keisaradæmið inn í Serbíu . Og þá fór hjólið að snúast og ófyrirsjánleg atburðarrás hefst sem einganveiginn var hægt að sjá fyrir. Rússland sem hafði mikin hag í því að Serbía fékk sjálfstæði, hófu að herbúast með það í huga að hjálpa frændum í suðri. Þá vöruðu þjóðverjar Rússa við því að halda liðsöfnun sinni áfram því að þá myndi Þjóðverjar koma keisaradæminu til hjálpar. Rússar hunsuðu þessa viðvörun Þjóðverja og juku liðsöfnun sína jafnt og þétt. Það varð valdur að því að þann 1. Ágúst lýstu Þjóðverja stríði á hendur Rússum. Sama dag byrjuðu Frakkar að safna herjum sínum saman. 2. águst tilkynti Þjóðverjar hinum hlutlausu Belgum að herlið þeirra muni ráðast á Frakkland í gegnum Belgíska grund. Þessu mótmæltu Belgar og bentu á samning frá 1839, og var undirritaður af Bretum, Frökkum Þjóðverjum og Belgum, sem tryggði hlutleisi Belga ef að hernaðar átök brutust út á milli hinna þjóðanna þriggja. Þetta varð þess valdandi að 4. águst þá vöruðu Bretar Þjóðverja við að brjóta á þessum hlutleysis sáttmála. Þjóðverjar gáfu Bretum langt nef. Sama dag eða 4. águst þá lýsir Bretland strýði á hendur Þýskalandi.
Japanir lýstu síðan stríð á hendur Þjóðverjum 23. ágúst 1914 og Tyrkir gengu til liðs við miðveldin í nóvember 1914, Og síðan Búlgaría í október 1915.


Í sepember 1914 staðfestu aðilar að Samúðarbandalaginu að við samninginn yrði staðist.
Eins og að stendur hér fyrir ofan þá gerðu Þýskaland, Austurríki-Ungverjaland og Ítalir með sér samning um að hjálpa hvort öðru ef að ráðist yrði á þau. En Ítalir héldu hlutleysi sínu í tæpa 10 mánuði eftir að Bretar lýstu yfir striði á hendur Þjóðverjum. 23.maí 1915 braut Ítalía þríveldasamninginn og lýsti yfir stríði við Keisaradæmið. 6. apríl 1917 lýstu Bandaríkin strýði á hendur Þýskalands og urðu þar með síðasta stórveldið til að koma inn í styrjöldina með beinum hætti.

Í upphafi styrjaldar var aðallegar barist á 3 stórum vígvöllum. Suðurvígstöðvunum eða í Serbíu, Austurvígstöðvunum eða í Rússlandi og síðan á Vesturvígstöðvunum sem er Frakkland, Belgía og að Ölpunum. Síðar eftir að Tyrkland hafði orðið aðilli að styrjöldinni þá var barist í Bretlandi, Tyrklandi og Mesopótamía( sem var undir Tyrkjum á þessum tíma), með Ítölum hafði orðið til vígstöðvar á landamærum austurríki og Ítalíu ásamt norður-Grísku landamærunum sem Búlgarir börðust á.

Serbnesku Vígstöðvarnar: Í Serbiu voru aðalbardagarnir á fyrstu 2 árum stríðsins, eða 1914 og 1915. Austurríki-Ungverjaland réðst inn í Serbíu og lögðu þar nokkur héruð undir sig, herjir Austurríkissmanna voru hrakknir seinna aftur fyrir sín eigin landamæri. En þar stoppaði her Serbíu og hélt sig þar og herjaði ekki inn í hið víðflæmda ríki Austurríki-Ungverjalands. Suðurvígstöðvarnar urðu mjög rólegar þar til að Búlgarir gengu til liðs við keisardæmið í október 1915. Bandamenn ( Bretar, Frakkar, Rússar, Ítalir, Japanir, Serbar ofl.) höfðu þá gert leyni samning við ríkisstjórn hina hlutlausu Grikkja um að leyfa herjum Breta og Frakka að lenda á Grikklandi og komast þannig beint inn í átökin á Balkanskaganum. Eftir að Búlgarir tóku að berjast við hlið miðveldana í suðri útrýmdu þeir að stæðstum hluta Serbneska/Breska/Franska hersins og hröktu leyfar hans upp til Montenegro, Albaníu og eyja á austur miðjarðarhafi.

Í ágúst 1914 fóru Rússar á stað með 2 herfylkingar inn í Austur-Prússland og fjórar inn í Galicíu sem var Austurrískt hérað. Í Prússlandi barðist Rússneski herin við fámennan her þjóðverja, og eftir að hafa sigrað stóran hluta af Austur-Prússlandi barst Þýsku herfylkjunum liðstyrkur. 30. águst sygruðu Þjóðverjar bardagan um Tannenberg sem að sneri við þessari frammþróun Rússa og í September 1915 höfðu Þýsku herirnir rekið Rússa út úr Pólandi og eystrasaltslöndunum og tekið sér stöðu á öllum landbúnaðar vígstöðvum Rússa. Til að sporna við þessu þá kallaði Rússar herdeildirnar fjórar sem höfðu ráðist inn Galicíu og unnið þar töluvert landsvæði. En eftir bardagan um Prússland þá hafði Rússar misst svo marga menn og hergögn ofl að þeir voru gátu ekki spilað stórt hlutverk í styrjöldinni eftir þetta ásamt því að 1917 þá varð stjórnarbylting í Rússlandi undir stjórn Lenín og sovétríkin verða til í kjölfarið.

Á Vesturvígstöðvunum var barist af fullum krafti frá ágúst 1914 til nóvember 1918. Hvorki jafn harða bardaga né með eins gífurlegu mannfalli hafði heimurinn séð. Á 800 kílómetra langri og 4 kílómetra breiðri víglínu skiptust herlið bandamanna og miðríkjana um að sækja fram og aftur á þessari mjóu og löngu landræmu.
Allar stríðsáætlanir Þjóðverja byggðust upp á því að sigra Frakkland á sem skemstum tíma og með littlum mannskap. En senda allan Austurríska-Ungverska og lítin hluta Þýska hersinns til að berjast við viðbúni árás Rússa úr austri (Í gegnum Prússland). Áætluninn var að fara í gegnum Belgíu með hraði. Síðan átti að nýta hraða þýska herin með því að sækja hratt inn í landið, hörfa síðan, umkringja og drepa. Árásarplan Þjóðverja var líklegt til að virka framan af. Þeir lömuðu Belgíska herinn og á nokkrum dögum og síðan inn í Frakkland. Sigruðu Franska herinn í Charleroi ásamt 90,000 manna Bresku herliði í Mons. Eitt annað sem Þjóðverjar gerðu fljótlega eftir að herlið þeirra hafði ráðist inn í Frakkland var að ná aftur Loirraine. Breskt og Franskt herlið flúðu nú aftur að ánni Marne. Þegar þarna var komið við sögu þá fóru ráðamenn í París að verða hræddir um að höfuðborginn væri að falla þannig að ákveðið var að flytja ríkisstjórnina til Bordeux í suður-Frakklandi. fyrir bardagan um Marne þá hafði Generáll Þjóðverja misst hluta af sínum her í helgarfrí(vegna þess að ráðamenn í Þýskalandi trúðu því að sigur hafði verið unnin á vesturvígstöðvunum) og dreyft herfylkjum það mikið að þegar Frakkar réðust á þá þá hörfaði öll þýska herliðið aftur að ánum Aisne, Somme og Arras. Gríðarlegt mannfall varð í þessum 3 bardögum og til að mynda þá misstu Bretar á fyrsta deigi sextíuþúsund hermenn, dauða og slasaða.
Eftir þetta eða í lok árs 1914 þá var víglínan frá Sviss til Norðursjó, eða 800 km. Skotgrafa hernaðurinn á vesturvígstöðunum, þar sem sumar skotgrafirnar lágu svo þétt saman að innan við 100 metrar liggja á milli Frannskra og Þýskra skurða. Svo þétt að menn gátu heyrt spjall á milli hermanna óvinana. Á næstu 3 árum flakkar átaka línana fram og til baka um allt að 4 km. Bylting varð í þýskalandi sem olli því að samið varð um vopnahlé 11, nóvember 1918 kl 11 að morgni. 75 milljónir hermanna hofðu þá verið kallaðar til til að berjast fyrir land sitt. Níu milljónir hermanna látist, 20 milljónir særðar, fall óbreyttra borgara meira enn í nokkru öðrustríði
Á vesturvígstöðvunum var viss bylting í hernaði og mikið hlutum sem aldrei áður höfðu verið notaðir í stríði, til dæmis chlorine gas
Þjóðverjar notuðu chlorine gas í bardaganum um Ypres í Belgíu og urðu afleiðingarnar það hörmulegar að eftir stríðið samþykktu flest ríki heims að nota aldrei efnavopn í stríði.

Lok stríðsins og eftirmáli.
1919 mættu fulltrúar þeirra 32 þjóða sem töldust til bandamanna og þar með sigurvegarar stríðsins á friðarráðstefnu í Paris. Það sem stendur upp úr frá þessum fundi er svo kallaður Versalasamningur. Versalasamningurinn kvað á um að Þjóðverjar hafi borið ábyrgð á heimstyrjöldinni og þeir neyddir til að borga himin háar skaðabætur til bandamanna. Versalasamningurinn var seinna oft notaður sem dæmi um hvernig á ekki að semja um frið. Hafa margir sagt að þeir sem sömdu Versalasamningin hafi neytt 1940 kynnslóðina til að fara í stríð. Samningurinn var þannig gerðu að auðvelt var fyrir öfgahópa eins og Nasisma og Fasisma að afla vinnsælda. Eftir stríðið er Evrópa í sárum og þeir sem töpuðu stríðinu í gríðarlegri kreppu. Almenningur í Þýskalandi gagnrýnir ríkisstjórnina og öfgahópar verða vinnsællir og nokkrum árum seinna nær Nasistaflokkurinn völdum undir forystu Adolfs H.
En núna er ég sit við tölvuna mina og er að leggja loka hönd á þetta verkefni mitt þá get ég nú ekki annað enn velt því fyrir mér hvort þessar 2 styrjaldir sem háðar voru á 20. öldinni hafi breytt lífi mínu. Á þessi hraða framþróun sem heimurinn hefur gengið í gegnum síðustu 80-100 ár stríðinu ekki margt að þakka?