Ekkert land í heiminum hefur verið eins stórt í heild sinni án nýlenda og engir menn hafa verið eins valdamiklir og Rússnesku keisararnir. Þessir menn voru þekktir fyrir grimmd sína og völd. Rússneska keisaradæmið hafði alltaf verið frumstætt land en óendanlega stórt. Það höfðu alltaf búið frumbyggjar þar sem Rússland er en landið var stofnað fyrst árið 862 þegar Rúrik sem var sænskur víkingur byrjaði að byggja þorpið Novogrod eða Kænugarð. Svo byrjaði menningin uppfrá því. Novogrod fólkið lifði þarna og víkkaði við sig. Á árunum 965 - 967 náði það landinu Kahzar sem er austasti partur Rússlands vestan við úralfjöll. Novogrod fólkið lifði svo í stríð og friði þarna og fóru m.a. í stríð við Svía nokkrum sinnum er þeir réðust inní landið. En uppúr 1350 átti landið undir stöðugum árásum frá Mongólum og um 1430 náðu Mongólar að komast alla leið til Austur-Evrópu eða þar sem Ungverjaland er núna. Þegar þeir voru sigraðir byrjaði keisaradæmið að blómstra aðeins en það hélt áfram að vera frumstætt á alla vegu. Á þessum tímum var Mosvuvirkið eða Kreml tilbúið og nú kallaðist ríkið Moskvuríki. Keisararnir voru nú grimmir menn sem höfðu aðsetur sitt í Kremlkastala í miðri moskvu.Grimmastur þeirra var Ivan grimmi sem myrti meira að segja son sinn. Rússneskir landkönnuðir stækkuðu landið enn frekar og náði það eins og það var stærst frá Finnlandi til Alaska. Á stjórnarárum Péturs Mikla breyttist Rússneska Keisaradæmið úr einangruðu og vanþróuðu ríki í eitt af stórveldum Evrópu. Pétur Mikli var mesti og besti keisari Rússlands og gerði hann mikið fyrir landið. Hann fæddist árið 1672 og varð einvaldur árið 1696.Hann fór til margra Evrópuríkja og kynnti sér mál með vexti og vann meira að segja í nokkra mánuði í hollenskri skipaverksmiðju, dulbúinn sem óbreyttur verkamaður. Er hann kom heim breytti hann Rússlandi til hins betra. Hann vissi að Rússland þyrfti á höfn að halda sem var ekki ófær vegna íss á veturnar svo hann bætti herinn mikið og fór í stríð við Svía sem endaði með yfirráðum Rússa yfir Eistrasaltsríkjunum. Þá byggði hann Pétursborg þar og kallaði hana “vesturglugga sinn”. Hann gerði Pétursborg að höfuðborg enda var hún janframt mikilvægasta hafnarborg landsins. Annar mikill leiðtogi Keisaradæmisins var Katrín mikla. Hún réð yfir Rússlandi frá 1762 til 1796. Eins og Pétur vildi hún auka vestræn áhrif í landinu. Hún efndi til ófriðar við Tyrki 1774 og 1792 við Svía í því skyni að leggja lönd undir Rússa. Hún krafðist einnig mikils hlutar Póllands þegar því var skippt upp.Leiguliðar og smábændur í Rússneska Keisaradæminu voru mjög illa settir. Oftast þurftu þeir að herða svo um hungurólina til þess að greiða okurháa skatta að þeim lá oft við hungursneið. Þeim sem kvörtuðu var refsað harðlega. Uppreisn árið 1773 var bæld niður með harkalegum hætti til þess að hindra að slíkt komi fyrir aftur. En það gerðist aftur. Árið 1887 var maður sem reyndi að drepa Alexander 3, líflátinn og þá gerðist bróðir hanns, Lenín nokkur marxisti og stofnuðu Marxistar eða Bólsévikar til byltingar geggn Rússnesku Kesarafjölskyldunni árið 1905. Hún mistókst og Lenin var sendur í útlegt til síberíu. Fyrri heimstyrjöldinn skall á árið 1914 og þá efldust óánægjuraddir smábænda og verkafólks. Lenín snéri aftur heim úr útlegðinni árið 1917 og þá var gert áhlaup á Vetrarhöllina í Pétursborg sem var aðsetur Keisarans, þ.e. Nikulásar 2, og var hann tekinn fanga. Lenín tók við stjórn landsins og samdi frið við Þjóðverjana. Árið 1918 var keisarafjölskyldan skotin og árið 1922 var Keisaradæmið lagt niður og Sovétríkin kommúnísku stofnuð.
Es rasseln die Ketten, es dröhnt der Motor,