Panzerkampfwagen IV F1, eða Panzer IV F1 eins og ég segi, var síðasti Panzer IV með stuttri 75mm fallbyssu, ætlaðari til þess að skjóta sprengjukúlum á hús, fótgöngulið, skriðdrekavarnarfallbyssur, o.s.frv. Þá var það hlutverk Panzer III að eyðileggja skriðdreka, en hann var hannaður fyrst með 37mm og seinna 50mm skriðdrkavarnarbyssur. Í byrjun árásar Þjóðverja á Rússland voru aðal skriðdrekar Rússa léttir drekar eins og T-26. Seinna þegar Rússar komu með þyngri T-34 og KV-1, dugaði 50 mm fallbyssa Panzer III ekki nema í stuttu færi og ómögulegt var að nota stuttu byssuna á Panzer IV.

Það var þess vegna sem Þjóðverjar hönnuðu Panzer IV F2, framleiðsla hófst í Mars 1942. Hann var með langri 75mm KwK 40 L/43 ætlaðari til að eiðileggja skriðdreka, en hún gat eiðilagt T-34 á löngu færi. 200 voru framleiddir áður enn næsta gerð tók við.


Næsta gerð var gerð G. Á honum voru svo sem ekki margar nýjungar, ekki eins og á gerð H. Panzer IV H kom fram í Apríl 1943. Hann var með ný og sterkari drifhjól og nýja KwK 40 L/48 fallbyssu sem gat skotið í gegnum 97mm þykt stál á 1000m færi og 64mm á 2000m færi. En aðal nýjungin voru 6mm “utaná liggjandi” brynplötur á hliðunum. En þær hafa þann eiginleika að þegar fallbyssukúla hefur borað sig í gegnum hana springur hún utan á skriðdrekanum í stað þess að hún bori sig í gegnum brynvörnina á skriðdrekanum og springi innaní honum.Panzer IV H var sennilega besta gerðin af Panzer IV og var allavera sú mest framleidda, en als voru framleiddir 3774

Síðasta gerðin af Panzer IV var gerð J. fjöldaframleiðsla á henni hófst í Júní 1944. Á þeim tíma voru þýskar verksmiðjur undir stöðugum loftárásum bandamanna. og þess vegna, til þess að spara og flýta fyrir, var gerð J hannaður með handsnúnum turni og í stað vélbúnaðarins var stærribensíntankur. handsnúni turnin snérist auðvitað hægar heldur enn hinn vélsnúni. Framleiðsla á honum stóð framm í Mars 1945 en þá höfðu alls 2970 Panzer IV J verið gerðir.

Eftir: Jón Þorbjarnarson

Heimildir aðalega á: http://www.achtungpanzer.com