Þegar talað er um Þýska skriðdreka í seinna stríði þá er yfirleitt einskonar goðsagnaryfirbragð yfir skriðdrekanum panzer VI eða eins og hann var kallaður “Tiger tank”. En átti þessi goðsögn sér einhvern sannleiksmola?
Þessi skriðdreki var byggður á þýskri hönnun frá 1941 og þegar Þjóðverjar þurftu að glíma við rússneska skriðdreka eins og T-34 og KV- drekana þá varð þessi hönnun á Tigernum allt í einu að forgangsatriði hjá Þjóðverjum. Ástæðan var einföld því á blaði var þessi skriðdreki með stærstu skriðdrekabyssu er sést hafði á hreyfanlegum turni með hina rómuðu 88mm byssu sem hóf feril sinn sem loftvarnarbyssu, auk þess var hann með brynvörn allt að 100mm, en það sem er á blaði er ekki alltaf það sem er á vígvellinum! Gallinn við skriðdrekann var sá að hann var mjög þungur um 55 tonn og í þokkabót hafði hann of kraftlitla vél sem of oft brást þegar mest á reyndi. Að auki var hönnunin á drekanum úrelt þar sem hún gerði ekki ráð fyrir að auka þykkt brynvarnarinnar með því að bjaga eða halla brynvörnina svo að 100mm brynvörn gæti virkað sem t.d “120mm” brynvörn svo dæmi sé tekið. Tigerinn var ekki straumlínulagaður og því þurfti brynvörnin ein og sér að verja drekann gegn óvinaskotum án hjálpar frá hallandi hönnun eins og t.d. kemur augljóslega fram hjá Panthernum, panzer V.
Fallbyssan var heldur ekki eins góð og upphaflega mætti ætla því að 88mm kúlann fór ekki nógu hratt. Byssann á t.d. Panthernum skaut einungis 75mm kúlum en þrátt fyrir það þá skaut sú byssa kúlum sínum mun hraðar eða 1000m/sek á móti 840m/sek 88mm byssu Tigersins!
Auk allst ofangreinds var Tigerinn einstaklega óáreyðanlegur, var það einkum lítilli vél drekans að kenna og og mikilli þyngd hans. En ofan á alla þá ókosti sem Tigerinn hafði var sá ókostur honum dýrastur að hann var erfiður í framleiðslu auk þess sem þeim drekum sem komust á vígvellinn var dreift of mikið á hinum löngu Austurvígstöðvum til að geta haft einhver áhrif á gang stríðsins. Einungis 1350 Tigerar voru framleiddir.
Getur verið að hinn goðsagnakenndi Tiger hafi einungis verið drasl? Ég myndi ekki ganga svo langt en ég myndi frekar orða það svona að þessi skriðdreki hafi verið afar lélegur til þess verks sem honum var ætlað og með öllu óskiljanlegt að framleiðsla skuli hafa haldið áfram til ársins 1944.