Það er ekki hægt að segja að afrek Ítala í Spáni eða Eþiópíu hafi verið eitthvað til að hrópa húrra fyrir, þar gerði þó herinn það sem Mussolini hafði ætlast til af honum, þ.e. að vinna. Flugher Ítala stóð sig vel í Spáni og reynslan af báðum stríðunum fól í sér að staðlaði rifill hersins var of kraftlítill (6,5mm) og að skriðdrekar þeirra voru of berskjaldaðir gegn þungri mótspyrnu enda allir þeirra drekar svokallaðir “light tanks” með oft bara vélbyssum en líka of lítilli 20mm fallbyssu sem ekki var óalgengt á þessum tímu fyrir stríð. Innrásin í Frakkland 1940 er ekki frásögu færandi enda gultu Ítalir afhroð í þeim átökum en þó skiljanlega því þeir voru að gera innrás yfir Alpanna en á blaði leit þetta enganveginn vel út. Innrásin í Albaníu reyndist auðveldari. En meginn mistök Mussolini var að dreifa kröftum hersins of mikið. Ítalar réðu hreynlega ekki við að gera innrás í Grikkland og Egyptaland í sömu mund. Báðar þessar herferðir enduðu með ósköpunum og ekki batnaði ástandið fyrr en Hitler sá hverskonar ógöngur þetta voru og sá að hann varð að hjálpa bandamanni sínum með því að hertaka Grikkland og senda her til hjálpar Ítölum í Líbýu. En og aftur þegar Rommel var að gera góða hluti í Norður-Afríku þá þurftir Mussolini að dreifa kröftum sínum aftur og senda stóra heri til hjálpar Hitler á austurvígstöðvunum.
Ítalski herinn galt fyrir mjög lélega strategíska stjórnun frá Róm sem gerði herinn að tvístruðum einingum sem aldrei gátu saman safnast í alvöru her og hernaðaraðgerðir. Auk þess var herstjórn hersins afleidd enda samansafn af mishæfuð hershöfðingjum sem komu úr flokknum! Gott dæmi um það er þegar ítalskur hershöfðingi sem stóð í ströngu við að hamla gagnárásir Grikkja í Albaníu hafnaði hernaðaraðstoð frá Róm vegna þess að þá vissi hann að herinn yrði of stór og hann ekki lengur æðsti yfirmaður hans heldur annar hershöfðingi með fleiri stjörnur en hann. Einnig mætti nefna yfirmann allra herja ítala í Líbýu sem hélt að skipun Mussolinis væri grín þegar hann sagði honum að ráðast inn í Egyptaland. En þrátt fyrir að Ítalir gultu afhroð á austurvígstöðvunum, enda höfðu Þjóðverjar grisjað stórskotalið þeirra vegna orrustunnar um Stalíngrad auk þess sem þessi her var enn í sumarskónum sínum þá börðust þeir vel við El Alamain og í allri Norður-Afríku eftir að Rommel tók við stjórn herjanna þar. Þeim fór að berast betri skriðdrekar og skriðdrekabönum auk annara vopna eftir 1941. Ítalski hermaðurinn barðist líka vel gegn ofurefli á Sikiley en eftir það var herinn í raun ekki til í þeirri mynd er hann hafði verið. Afríkuherinn, austurherinn og her þeirra á Sikiley var horfinn. Eftir stóð skuggi af þeim upprunalega her er hafði marserað um Róm og í kjölfar reyndu herforingjar þeir sem eftir voru að losa sig úr bandalagi við þjóðverja en sú tilraun endaði með endalokum Ítalska hersins og hernámi Þjóðverja.