Rómverjar (tími stáls,copars,stríðs og lækninga) Hef ég verið að kynna mér sögu rómverja,og ákvað ég að skrifa hér littla grein um þá.
Voru þeir þekktir vegna gríðarlegs herafla og lækninga þótt ótrúlegt megi virðast.Höfðu þeir líka það er flestar þjóðir höfðu ei og það var menntun sem þeir lögðu mikla áherslu á.Ætluðu þeir að verða eitt af sterkasta herveldi heims og tókst þeim það á tímabili vegna klóks herforingja er bar nafnið Julius Cesar.Var hann aðal leiðtogi rómverja og í kjölfar kom drottningin Kleópatra.Voru rómverjar eins og ég sagði áðan afar mikið í lækningum og ætla ég hér að skrifa smá um það.
Rómverjar lögðu fyrst og fremst áherslu á persónulegt hreinlæti, baðhús fyrir almenning voru algeng, götuhreinsun var skylda og vatnspóstar og frárennsli sem komu í veg fyrir sjúkdómsfaralda. Fátækum var séð fyrir læknisþjónustu og var læknir skipaður í hina ýmsu borgarhluta. Rómverjar þóttu vera til fyrirmyndar í almennum heilbrigðismálum.Eldri Rómverjar notuðu mjög frumstæðar lækningar, þeir dýrkuði fjölda guða sem sérhæfðu sig í lækningum. Rómverjar báru litla virðingu fyrir læknastéttinni og töldu það vera fyrir neðan sína virðingu að stunda lækningar. Af þeim ástæðum voru lækningar oft stundaðar af þrælum. Grískir læknar sem vildu stunda lækningar í Róm urðu að þola tortryggni og fjandsemi og var varað við þeim. Júlíus Caesar veitti að lokum grískum lækni dvalarleyfi í Róm.Grískir læknar fengu að stunda lækningar sínar á afmörkuðum svæðum í Róm, þeir urðu vinsælir, frægir og ríkir. Gallen, sem var uppi 130-200 e.Kr. var þeirra þekktastur. Hann byggði lækningar sínar á kenningum Hippokratesar þ.e. bætt mataræði, nudd og notkun á margvíslegum lyfjum. Þekktastur varð hann þó fyrir ritstörf sín, um 500 bækur eru eignaðar honum. Gallen greindi m.a taugakerfið og flæði blóðsins. Hann varð læknir Markúsar Áreliusar 35 ára gamall og var síðasti mikilhæfi gríski læknirinn í Róm.Gríski heimspekingurinn Theophrastus (300 f. Kr.) ritaði fyrstur um grasafræði. Þar greinir hann plöntur í þrjá flokka, þ.e. í tré, runna og jurtir (sem. fella lauf að hausti ) en aðeins tvö rit hans, af 200, hafa varðveist í latneskri þýðingu.Um 300 árum síðar eða á 1. öld e. Kr. kemur annar grískur grasafræðingur fram á sjónarsviðið, Dioscorides og var aðal viðfangsefni hans grískar jurtir. Hann skilgreindi 600 jurtir í flokka, eftir ilmi, til matargerða og til lækninga. Lýsing hans á jurtum og lækningarmætti þóttu svo einstæðar að þær voru notaðar í Evrópu í 15 aldir eða fram að 1500.Rómverjar rituðu á latínu um garðrækt og ávaxtarækt á 1. og 2. öld e. Kr. en þeir þóttu ekki koma fram með neinar nýjungar umfram það sem Theophrastus hafi gert. Plinius hinn eldri ritaði “Historia naturalis” alfræðibók í 36 bindum með verkum 146 rómverskra og 127 grískra höfunda og af þeim voru 16 bindi tileinkaðar plöntum.