Bifröst.
Á hverjum degi þá riðu Æsirnir yfir Bifröst,allir nema Þór-
hann þurfti að vaða yfir ár í staðinn-til Urðar brunns til
að halda þing.

Brúin sem stundum var kölluð Ásbrú,var sögð vera umlukin eldi
til að halda þeim frá sem ekki voru þess verðugir að koma inní
Ásgarð.

Snorri segir að Bifröst sé regnboginn og það rauða sem að við
sjáum í honum séu logarnir.
Einnig talar hann um það að Heimdallur standi vörð við þann
enda sem er himinn meginn.

Þó svo að Bifröst hafi verið talin sterkasta brú allra brúa
þá mun hún að lokum hrynja,
það mun gerast á meðan Ragnarök standa yfir.Synir Múspels leyddir
af Surti munu ríða í gegnum Dimmaskóg og fara yfir Bifröst.

Grimm skráði nyður gamla kristna trú sem segir að regnboginn
muni ekki lengur sjást sökum heimsendis, og virðist það vera
komið frá Ásatrú.

Samkvæmt bók sem heitir, Star Names their Lore and Meaning,
þá héldu víkingarnir að Norður ljósin væru vofur liðinna
stríðsmanna á leið til Valhallar.

Hvort sem að Bifröst var séð sem Norðurljósin eða Regnboginn
þá var það brúin á milli heimana.
Ósnotur maður