Yggdrasill,lífsins tré,greinar þess breiða úr sér yfir alla
heimana,og rætur þess ná inní þrjá þeirra.
Nafnið merkir hestur Óðinns (Ygg= Óðinn og Drasill=drösull=hestur).
Sem er dregið af atburðinum þegar að Óðinn reið uppí tréð til að
læra rúnirnar.
Einnig er líka talað um Yggdrasil sem Mímis tré,og Asks tré(Askur Yggdrasill).


Ein af rótum þess nær inní Ásgarð, önnur í heim Hrímþursana, og sú þriðja í Niflheim.
Þetta er samkvæmt heimildum hans Snorra, en í ljóðrænu Edduni,
nánar tiltekið í Grímnismálum þá teygja rætur þess sig í heim Jötnana,
niður til hennar Heljar, og í Miðgarð.

Örn einn trónir efst í greinum trésins og á milli augna hans
er haukur.Þar er líka íkorni að nafni Ratatoskur (sem Tolkien hefur eflaust fengið að láni
sem og svo mörg önnur nöfn úr Ásatrúni) sem fer með boð á milli
arnarins og nöðrunar Níðhöggs.
Níðhöggur er ormurinn sem nagar á rótum trésins.

Í trénu eru líka fjórir elgar sem gæða sér á laufblöðum þess.
Heiðrún geit Óðinns og hjörturinn Eikþyrmir gæða sér einnig á laufum þess.
Með öllu þessu áti sem á sér stað í trénu þá þarf nú einhver að
sjá um að hlúa að því,þar koma örlaga nornirnar við Urðar brunn
undir rótum þess til sögunnar.

Nornirnar hella vatni yfir tréð á hverjum degi viðhaldandi berki
þess hvítum.
Úr trénu kemur hunangsdögg og líka ber sem örva frjósemi kvenna.

Tréð er því túlkað sem lífskraftur/lífsgjöf, og er því ekki
skrítið að fyrstu mannverurnar Askur og Embla eru sögð vera búin til
úr við, svo ekki sé nú minst á manneskjurnar Líf og Leifþrásir sem
koma til með að fela sig í trénu á meðan að Ragnarök standa yfir og
nærast á hunangsdöggini þar til þau geti endurvakið mannkynið.
Ósnotur maður