Jón Arason biskup Þetta er grein eftir mig ! ekkert C/P


Jón Arason-Biskup að Hólum


Jón Arason biskup á Hólum var fyrstur Íslendinga að innleiða prenttæknina hér á landi. Jón var biskup kaþólsku kirkjunnar. Jón Arason hafi vildi nýta sér prentlistina í baráttu sinni við lúterska ,,villutrúarmenn’’ og við bakhjarl lútherskunnar á Norðurlöndum, Konung Danmerkur. En svo er að það var þveröfugt við þá þróun sem átti sér stað á tímum Jóns biskups í mörgum héruðum Evrópu þar sem helsta vopn Lútherstrúarmanna í útbreiðslu hinnar nýju trúar var einmitt prentverkið.
Það var lögleidd ný trú í Skálholtsbiskupsdæmi á Öxárþingi eins og Gissur Einarsson og konungur óskuðu eftir þar var þeim svarinn hollustueiður. Tuttugu og sex prestar tóku upp hina nýju trú. Náði þessi trú ekki til Hólabiskupsdæmis svo Íslendingar höfðu tvenns konar lög.
Jón Arason fór ríðandi til Bjarnarness með mikinn flokk vopnaðra manna til að taka eigur sem honum höfðu verið ánafnaðar með bréfi frá konungi sem hljómaði á þessa leið: ,,Ég Kristján ||| og ríkisráð mitt höfum komist að þeim úrskurði að Jón Arasyni og erfingjum hans megi eiga þessar eignir sem hann hefur keypt og skilvíslega goldið Friðriki konungi |, allar jarðir er voru dæmdar til krúnunnar í máli Teits Þorleifssonar árið 1527. Þannig að kaupbréf Ögmundar biskups er hér með ógilt.’’
Danir reyndu að telja Jóni Arasyni hughvarf Pétur Palladíus Sjálandsbiskup skrifaði Jóni Arasyni bréf sem hljómaði á þennann veg: ,,Ég Pétur Palladíus Sjálandsbiskup vil bjóða þér Jóni Arasyni sættir konungs og að halda biskupstigninni ef þú tekur Lúthers trú.’’
Fimmtudaginn 6.nóvember 1550 var allt fólk í Skálholti kallað saman og fangarnir þrír leiddir í fram, þeir Jón Arason og synir hans. Umboðsmaður Dana, Kristján skrifari, las yfir þeim sakagiftir í sautján liðum í heyranda hljóði og kvað síðan upp dauðadóm.