D-Dagur

Klukkan 6 þann 6. júní árið 1944 réðust bandamenn inn í Normandí. Innrásarherinn nam 175.000 mans. Þessi dagur verður alltaf í minnum hafður sem dagur frelsisins.

Eftir leifturstíðið árið 1940 átti Hitler og Nazistaveldi hans alla vestur Evrópu. Jafnvel þó að Hitler næði Frakklandi og herjaði á Bretland með stanslausum loftárársum á Bretland, neituðu Bandaríkjamenn að ganga í stríðsátökin. Það var ekki fyrr en Japanir réðust á Perluhöfn 7. desember 1941 að Bandaríkjamenn fóru í stríð við öxulveldin. Í marga mánuði höfðu Rússar beðið Winston Churchill, forsætisráðherra Breta um nýjar vígstöðvar. Bretar höfðu orðið illa úti eftir ófarirnar í Frakklandi 1940 og gátu ekki einir ráðist inn í meginland Evrópu.

Það var ekki fyrr en að þjóðverjar og Ítalir sögðu Bandaríkjamönnum stríð á hendur eftir skyndiárásina á Perluhöfn að hægt var að gera ráðagerðir um innrás inn í meginland Evrópu. Bandaríkjamenn höfðu um langt skeið reynt að aðstoða Breta með skipa flutningum frá Bandaríkjunum. En þótt að Roosevelt forseti reyndi að sannfæra þjóð sína um að Þýskaland væri óvinurinn, þá vildi þingið hvorki styðja Bretland með vopnum né heraðstoð. Eftir skyndiárásina breyttist allt. Í byrjun 1942 komu fyrstu Bandarísku hermennirnir til Bretlands. Flutningur á mönnum og vistum varð fljótt gífulegur og menn voru orðnir vissir að þetta yrði mesta innrás frá sjó allra tíma. Áætlanir um Overlord urðu á skömmum tíma til og ákveðið var að ráðast á fimm strandir í Normandí í Frakklandi. Dulnefni þeirra voru: Utah, Omaha, Gold, Juno og Sword. Bandaríkjamenn áttu að lenda á Utah og Omaha, Bretar á Gold og Sword og að lokum áttu Kanadamenn að ráðast á Juno.
5. júní var innrásarherinn að manna skip og lendingarbáta en um kvöldið voru loftdeildinar sendar fram.

Innrás loftdeildanna

Kvöldið fyrir D-dag réðust loftdeildirnar fram. Nálægt 20.000 mann voru sendir með fallhlífum niður í Normandí. Bandarísku loftdeildirnar, þær 101., 82. og 6. Breska voru sendar til að eyðileggja virki og fallbyssur, og gera leiðina greiða fyrir landherinn sem átti að koma nokkrum klukkustundum síðar. Jafnvel þótt talið væri að mannfall yrði um 75% , fannst Dwight D. Eisenhower, yfirmanni innrásarhersins að það yrði að gera leiðina greiða svo að að aðal innrásarherinn kæmist klakklaust inn í Normandí.

Ekki fór innrásin úr loftinu sammkvæmt áætlun. Margir af fallhlífaliðunum dreifðust með vindi víða um Normandí. Margir hermenn misstu vopn sín og þurftu að ná þeim frá dánum félögum sínum. En þrátt fyrir að herflokkar fallhlífarliða væru blandaðir frá ýmsum herdeildum náðu þeir þó að ná að framkvæma flest af þeirra ætlunarverkum. Eftir að innrásarherinn kom frá ströndunun nokkrum klukkustundum síðar var verk fallhlífarliðanna fjarri búið. Blönduðu sveitirnar héldu áfram að aðstoða innrásarherinn að takmarkinu. Takmarkið var hafnarborgin Cherbourg.

Omahaströnd

Helvíti á jörð

Vitað var að landöngurnar myndu ekki verða léttar, en þó fór landgangan á Omahaströnd mjög illa. Landgöngudrekarnir sukku í sundinu og hermenn úr 29. og 1. herdeildum reyndu með erfiði að komast upp að skotvirkjunum og berjast við þjóðverjana. Ástandinu var lýst svo hræðilega fyrir herstjórnendum Bandaríkjamanna að íhugað var að kalla liðið til baka. En loksins tóks hermönnunum að yfirbuga Þjóðverjana. Mannfall Bandaríkjana má rekja til þess að á þessum degi var strandæfing hjá Þjóðverjunum, og þar af leiðandi voru þeir miklu undirbúnari fyrir árás.

Eftir að bandamenn höfðu náð ströndunum hófu þeir að flytja menn og bryndreka í land. Eftir margra daga átök í Normandí var ljóst að Þjóðverjar myndu tapa stríðinu. Rússar byrjuðu að sækja að Þýskalandi, Bretar og Bandaríkjamenn sóttu að Rín. Um þetta leyti áttuðu stríðsaðilar sig á að Þjóðverjar myndu tapa stríðunu. Þótt að þjóðverjar börðust til enda reyndust orð Erwin Rommels sönn, að stríðið í Evrópu myndi ráðast á ströndunum.