Smá samantekt á Óðni.

Óðinn, einnig þekktur sem Alfaðir,Ygg,Bölverk,og Grímnir.
Óðinn er einna helst þekktastur fyrir að vera leiðtogi ásana,
en auk þess þá þarf hann líka að sinnna öðrum skildum sem eru
meðal annars að vera guð striðs,ljóða,visku, og dauða.

Hallir hans eru Glaðheimar,Valaskjálf, og Valhöll.
Hásæti óðinns Hlíðskjálf, er í Valaskjálf.
Það er í því hásæti sem hann getur séð yfir allan heiminn

Í Valhöll náði hann sér í sinn skamt af dauðum stríðsmönnum,
þeir kallast Einherjar,þeir eru útvaldir af valkyrjum.

Valkyrjurnar báru fram mjöð sem flæddi gat endalaust
úr spenum Heiðrúnar,geit Óðinns.Þær buðu einnig uppá kjöt af
geltinum Sæhrími,sem kokkurinn Andhrímir undirbjó og sauð í
stórum potti sem heitir Eldhrímir.Gölturinn vaknaði svo aftur til
lífs fyrir næstu máltíð.Eftir að hafa étið nægju sína þá
fóru stríðsmennirnir út og börðust uppá líf og dauða.
Þeir voru að sjálfsögðu endurlífgaðir aftur fyrir næstu veislu.
Öllir þessir bardagar eru í raun æfing fyrir Ragnarök.
Þá mun Óðinn leiða her sinn af Einherjum tignarlega fram.

Óðinn á spjót er nefnist Grungir sem aldrei hefur mist af marki sínu,
hann á líka boga sem getur skotið tíu örvum í hverju skoti.Einnig á
hann hring er nefnist Draupnir,þetta er galdra hringur,hann fjölgar
sér nífalt á hverri nóttu.Það er þessi hringur sem að Óðinn lagði
á líkbrenslu sonar síns Baldurs og það er líka úr þeirri brenslu sem
að hann snéri aftur til Óðins frá undirheimum.
Og ekki má gleyma Sleipni.Sleipnir var einna mest í uppáhaldi hjá Óðni.
Sleipnir hafur átta fætur og getur flogið.

Sleipnir er getinn undan honum Loka,Loki hafði dulbúið sig sem
meri og tælt hest sem tilheirði risa.Sá hestur hét Svaðilfari
og get ég sagt ykkur frá því í annari sögu.
Sleipnir getur líka ferðast til Undirheima.
Óðinn á líka tvo úlfa,Geri og Freki heita þeir,og líka tvo
hrafna, Hugin og Munin.Á hverjum degi sendi hann hrafnana
sína út í heim til að safna saman þekkingu og upplýsingu fyrir sig.

Óðinn fórnaði sjálfum sér fyrir þekkingu með því að hanga á lífs trénu,
Yggdrasil,sem þíðir hestur Yggs.Ygg er eitt af nöfnum Óðinns og hestur
er myndlíking fyrir gálga.Þar lærir hann rúnirnar.Aðra fórn færði hann líka
hún var fyrir visku og lét hann annað augað fyrir hana.Hann gaf það frá sér til
að geta drukkið Mímis brunni,sem bjó yfir mikilli visku.
Vegna þessa sér fólk hann oftast fyrir sem eineygðan.
Honum er líka líst sem manni með með skikkju,gömlum,að hann sé með langt grátt skegg,
og að hann sé með barma stórann til að hylja andlit sitt og
hans eina auga.

Örlög Óðinns eru þau að hann mun deyja á Ragnarökum;Fenris úlfur
gleypir hann.Þó svo að hann viti örlög sín þá kaus hann að taka
þeim með oppnum örmum og taka þátt í komandi bardögum.Og sína
þar með hið sanna eðli stríðsmannsins.Hann er Guð stríðsmanna og
konunga ekki hins venjulega manns.
Ósnotur maður