Sælt verið fólkið.

Ég hef verið að skoða sumar greinar hérna og margar af þeim eru afbragðsgóðar. En ég fann enga sem fjallar um pyntingar á miðöldum. Þar sem mér finnst pyntingar eiga stóran þátt í þróun mannkynsins á t.d. trú-og dómsmálum að þá ákvað ég að skrifa smá grein. Hún verður kannski ekki eins glæsileg og hinar en ég mun reyna að gera mitt besta. Enda er þetta fyrsta greinin sem ég skrifa hér í sagnfræði.
Ég veit ekki hvort að ég geti lýst því nákvæmlega en mér hefur alltaf fundist pyntingar vera eitt það ógeðslega sem fylgt hefur sögu mannsins. Jafnvel enn í dag þarf fólk, fórnalömb að sæta pyntingum víða í heiminum.

Ég var að vafra um á netinu og það vildi svo til að ég fann frekar óhugnalega síðu um pyntingar á miðöldum. Sá sem stendur fyrir henni er greinilega áhugamaður því hann hefur haft mikið fyrir því að leita af myndum og við hverja mynd er gerð greinagóð lýsing á pyntingarferlinu og söguna á bakvið pyntingar.
Áður en ég fer út í það að þá langar mig til að fjalla um fórnalömbin sjálf og ef til vill ástæðurnar afhverju þau voru pyntuð og á endanum tekin af lífi. Yfirleitt voru þetta glæpamenn, mótmælendur, trúleysingjar eða jafnvel blásaklaust fátækt fólk. Á þessum tíma máttu þeir minni mega sín því yfirvaldið, kóngurinn og kirkjan gerðu allt til að fá játningar eða nauðsynlegar upplýsingar út úr þeim. Og var það oftar en ekki gert með pyntingum. Fólk játaði yfirleitt strax bara til að losna við þjáninguna, þótt svo að það væri saklaust af öllum kærum. Annað hvort slapp það lifandi frá þessu eða hlaut skjótari dauðadag fyrir vikið eins og hengingu.
En allavega var reynt að láta fórnalambið líða eins mikinn sársauka og unnt var. Þeir sem voru böðlar eða pyntarar þurftu að vera einstaklega færir í sínu starfi. Þeirra starf gekk fyrst og fremst út á það að halda fórnalambinu lifandi á meðan pyntingunum stóð og passa að hitta ekki í mikilvæg líffæri eins og hjartað og lungu. Lagt var upp úr því að fórnalambið myndi deyja hægum og kvalarfullum dauða og vera með meðvitund allan tíman.

Það má segja að hugmyndaflugið hafi verið einstakt þegar kom að því að skapa pyntingartólin. Á síðunni eru margar lýsingar hvernig pyntingin fór fram, teiknaðar myndir af aðgerðinni og ljósmyndir af gömlum varðveittum pyntingartólum. Einnig eru pyntingar flokkaðar eftir löndum.
Hér er lýsing um pyntingaraðferð sem notuð var í Hollandi. Ég skal gera mitt besta að þýða þetta orðrétt en síðan er á ensku:

,,Á meðan þú situr hérna svo skítugur, neitandi um glæpina sem þú hefur skilvíslega verið dæmdur sekur fyrir, að þá munum við gera okkar besta að draga úr krafti þínum. Við höfum ákveðið að dæma þig til dauða… Þar sem þú sýnir engann skilning, leyfðu okkur að fræða þig betur. Þegar hendur þínar og fætur hafa verið bundnir fastir við borð, að þá mun skál úr bronsi sem inniheldur venjulegar mýs verða sett á hvolf ofan á naflann þinn, og þar af leiðandi eru nagdýrin föst inni í skálinni. Lítill eldur verður kveiktur ofan á skálinn sem hitar hana hægt og rólega. Þegar málmurinn hitnar að þá munu nagdýrin í skálinn skynja það og í hræðslukasti til að forðast hættuna munu þau byrja að grafa í einu áttina sem þeir hafa aðgöngu að…Í gegnum húðina á þér. Þau munu grafa sig í gegnum inneflin þín, þau geta sluppið lifandi í gegnum síðurnar á þér og mögulega grafið sig dýpra inn í holrúmið á brjóstkassanum þínum. En á hvorn veginn, þá muntu deyja, og það mun ekki vera fallegur dauðdagi. Því það mun verða blóðmissir, eða lungu og hjarta dragast rólega saman. Svo megi hvert einasta bit og klór bera fram minningu um fölsku uppgerðina sem þú framkvæmdir þennan dag, vitandi að þú ættir að játa þig sekan og þá hefðir þú aðeins þjáðst af snöggum dauðdag snörunnar".

Þetta var ein aðferð að mörgum sem voru beittar til að knýja fram játningu. En geta má að sumar pyntingar og aftökur voru framkvæmdar úti fyrir augum almennings þeim til varnaðar.

Það er margt annað hægt að finna á þessari síðu, en það eru dagbækur, nánar lýsingar frá vitnisburðum, opinberi rannsóknarrétturinn, afmyndanir og fangelsisvistir, pyntingartól á miðöldum/heima hjá þér og í vinnunni og margt fleira.

Allar heimildir eru af þessari einni síðu en slóðin er:

http://www.shootingiron.com/chamber/quaestio/qua estio.htm

Endilega verið svo væn að segja ykkar álit

Takk, cutypie
I´m crazy in the coconut!!! (",)