Ég sá grein hér um Þýska herinn, og ég tók eftir hvað margir voru á móti þessari grein. Hún var ekki nógu ítarleg og var aðeins of stutt. ….Þetta var ekki móðgun…. Ég skrifaði aðra grein um Síðari heimsstyrjöldina og ég vona að hún verði ítarlegri og allt það.

SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDIN
Upphafið byrjaði nánast strax eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar Versalasamningurinn var gerður. Samningurinn niðurlagði eiginlega Þýskaland þar sem það var lýst ábyrgt fyrir stríðinu og Þjóðverjar þurftu að borga háar stríðsskaðabætur. Stór landsvæði voru líka tekin af þeim ásamt öllum nýlendunum. Allur flotinn var tekinn af þeim og þýski herinn mátti ekki vera stærri en 100 þús. menn.
Allir vonuðu og héldu að Versalasamningurinn myndi verða til þess að það yrðu engin stríð í Evrópu. En það varð einmitt til þess að síðari heimsstyrjöldin varð til.
Á árunum milli stríðanna var mikið um að stjórnir breyttust. Einræðisherrar komu til valda og fasisminn var mikill. Allir héldu að fasisminn væri bestur og allt myndi verða gott meðan hann var. En það varð ekkert úr því. Bandaríkin urðu mjög rík á þessum árum og lánuðu peninga til Evrópu þar sem allt var að fara í vitleysu. Ríkin áttu enga peninga og atvinnuleysið var mikið. Árið eftir að verð á landbúnaði féll í Bandaríkjunum og kreppan var mikil fóru Bandaríkja menn að selja fullt af hlutabréfum á vitlausu verði. En margir misstu allan peninginn sinn út af þessu 24. október 1929 sem er líka kallaður svartur dagur þegar verðið féll á hlutabréfum í New York. Þá hættu peningarnir að koma til Evrópu. Ef að ástandið þar hefur verið vont áður þá varð þetta til þess að það varð enn verra. Miklu fleiri misstu vinnuna þar sem mörg fyrirtæki fóru á hausinn, enda þurftu þau líka peningana frá Bandaríkjunum til þess að halda sér uppi, og fólkið þurfti að búa við lítinn mat, léleg hús og nánast engan heilsugæslu. Milljónir Þjóðverja voru atvinnulausir.
Þá fór Hitler að reyna að taka völdin í Þýskalandi. Hann var nasisti og þoldi ekki gyðinga. Hann lofaði Þjóðverjum að hann skyldi minnka atvinnuleysið og að ef að þau myndu styðja hann yrði allt betra. Fólkið vildi reyna að hafa það sem best og hann var kosinn sem kanslari Þýskalands árið 1933. Hann vildi bara hafa nasistaflokka í landinu og neitaði öðrum flokkum að vera. Ef að einhverjir voru á móti þessu og höfðu hátt um það voru þeir drepnir. Hann stofnaði meira að segja leynilögreglu sem hann kallaði Gestapo til þess að finna andstæðinga nasista. Hann tók yfir allt í landinu. Meira að segja börnin voru neidd til þess að ganga í felög þar sem þau lærðu að hlíða. Þeir tóku líka yfir alla fjölmiðla og kvikmyndir.
Hitler hataði Alla sem voru öðruvísi. Hvort sem það var í útliti, trú, stjórnmálaskoðunum, kynþátti, haldnir ólæknandi sjúkdómum eða kynhneigð. Hann vildi hafa alla menn ljóshærða og bláeygða. Hann reyndi að “framleiða” svoleiðis menn með því að láta ljóshært og blágeygt fólk eignast börn saman en það gekk ekki hjá honum. Hann hefur þá haldið mikið upp á Íslendinga og aðrar Norðurlandaþjóðir því að það voru mikið af Íslendingum ljóshærðir. Hann kallaði þetta fólk Aría og taldi aðra vera óæðri. Og þá sérstaklega gyðinga, sem var skrítið þar sem hann var að einhverjum hluta gyðingur.
Hann notaði líka eitthvað af föngum sínum, eitthvað af þessum “óæðri”, til þess að gera rannsóknir með alls konar lyf á. Þannig var einmitt pensilínið þróað.
Hitler tókst að minnka atvinnuleysið með því að stofna alls konar verksmiðjur. Þó aðalega vopnaverksmiðjur. Það tók enginn eftir því en í rauninni var hann að undirbúa Þýskaland undir annað stríð sem mundi hefna fyrir það síðasta. Allt fólkið í landinu hélt að hann væri bara að gera landið aftur gott.
Hann innleiddi herskyldu aftur og bráðum varð Þýskaland eitt að öflugustu herríkjum í heiminum.
Bandalag var stofnað sem hét Þríveldabandalagið og löndin þrjú í því voru Þýskaland, Ítalía og Japan. Núna var hann tilbúinn í stríðið. Hann byrjaði á því að heimta allt það landsvæði þar sem Þjóðverjar bjuggu á og hin löndin leyfðu það til þess að komast hjá því að fara í stríð við þetta öfluga ríki. En þegar hann var búinn að innleiða nokkur lönd inn í Þýskaland föttuðu aðrar þjóðir það sem hann ætlaði að fara að gera.
Þar á meðal voru Sovétríkin sem Jósef Stalín stjórnaði á þeim tíma. Hann vildi gera friðarsamning við Hiter sem tók því vel þar sem hann átti í erfiðleikum með að verjast úr tveimur áttum. Sovétríkin voru búin að hernema nokkur lönd, þ.á.m. Eystrasaltslöndin, Eistland, Lettland og Litháen og Pólland árið 1940. Þetta sama ár hernámu Bretar Ísland.
Stríðið hófst sennilega fyrir alvöru þegar Þjóðverjar réðust inn í Noreg og Danmörku og svo inn í Belgíu og Holland en þar koma Bretar þeim til hjálpar en það gekk ekkert. Á meðan Þjóðverjar voru að byrgja sig upp af vopnum og safna herliði voru Bretar ekkert að hugsa um það þannig að það varð létt að vinna þá. Hann var nú að vona að þeir myndu semja frið og gefa honum gefa honum land í staðin fyrir að þurfa að berjast því að hann því að hann treysti sér ekki í það. En þeir vildu það ekki.
Bretum tókst að verjast gegn stöðugum loftárásum frá Þjóðverjum og það var það erfiðasta þangað til fyrir Þýskaland. En það var nú ekkert í samanburði við þegar hann gerði árásina á Sovétríkin 1941. Þar voru margir herir sem áttu að verjast hugsanlegum innrásum frá Japönum en fóru þá bara í það að verja Moskvu gegn Hitler.
Þó að Japanir hafi ekki ráðist á Sovétríkin þá réðust þeir á flotastöð Bandaríkja manna í Pearl Harbour á Hawaii. Þar eyðilögðu þeir alla höfnina en útrýmdu ekki öllum bandaríska flotanum eins og þeir stefndu að. Fram að þessu var stríðið aðalega í Evrópu en með árásinni á Pearl Harbour breyddist stríðið út til Japans, Kína og allrar Suðaustur-Asíu þar sem Japanar tóku allt og þá var þetta orðið að heimstyrjöld í staðin fyrir að vera bara stríð í Evrópu.
Nú varð Norður-Afríka líka fyrir stríðinu. Bandamennirnir ætluðu að leggja hana undir sig en gáfust upp. Þá var Japan líka búið að stækka við sig og náðu nú yfir í Austur-Asíu og á Kyrrahafi. Ástralía og Indland voru núna í hættu.
En núna fóru Bandaríkjamenn að komast afram þar sem þeir höfðu verið í mikilli lægð og Þríbandalagið mjög öflugt. Bæði Japanar og Þjóðverjar voru núna að missa allt það sem þeir högðu verið búnir að ná. Bandaríkjamenn unnu Japana. Þeir gáfust þó alveg upp þegar Bandaríkjamenn sendu tvær kjarnorkusprengjur á Hirosima og Nagasaki. Milljónir dóu strax og svo er kjarnorkan svo mikil að hún endist í mörg ár. Ennþá eru mikið vansköpuð og fötluð börn að fæðast á þessum svæðum þar sem kjarnorkan náði til. El-Alamein herinn í Egyptalandi sigraði Þýsk-ítalska herinn í Afríku og Bandamenn náðu Afríku.
Þýskir herir gáfust upp hjá Stalíngrad og fóru út úr Sovétríkjunum.
Bandamenn eyðilögðu her Þjóðverja, bæði kafbátana og svo hröktu þeir Þjóðverjana burtu úr Frakklandi, Belgíu og Hollandi.
Þýskaland hrundi alveg saman þá og gáfust upp 7. maí 1945 enda voru þeir ekki með neinn foringja lengur því að Hitler framdi sjálfsmorð í neðanjarðarbyrgi sínu undir kanslarahöllinni í Berlín 30.apríl 1945.
Talið er að um 300 íslenskir sjómenn hafið fallið í stríðinu. Miðað við hvað það voru fáir í landinu var þetta jafn mikið og þeir sem dóu frá bandaríkjunum.
Eitthvað um tugmilljónir féllu. Hitler átt mjög stórann þátt í því þar sem hann stofnaði margar útrýmingabúðir fyrir gyðinga þar sem hann drap gyðingana með hræðilegum hætti. Eitthvað um 10 milljónir manna frá Austur-Evrópu voru drepnirFangabúðir voru líka stofnaðar í Noregi og þar þurftu menn að vinna frá fimm á morgnanna og svo lengi frameftir við skurðgröft eða í sjúkrasölum. Maturinn var lítll og fólkið var með alvarlegann næringarskort auk þess sem margir óhugnanlegir sjúkdómar voru að ganga.
Shadows will never see the sun