Þessi grein á ekki að vera stolin úr Albert Einstein bókinni (eins og Hannes Hólmsteinn Gissurason gerði við Halldór Laxness). En þetta er úr henni, ekki beint copy, en ég var að lesa hana og er að endursegja svona brot úr henni, bara svona stuttur pistill.

-

Einstein fæddist í suðurþýsku borgini Ulm (borgin liggur við efstu drög Dónár), kl 11:30 að degi til, hinn 14. mars 1879. Mamma hans (Pálina) horfði skelkuð á höfuðið á honum sem var svo stórt og köntótt að hún hélt að hann væri vanskapaður en svo var ekki. Þegar hann var eldri var mamma hans enn stoltari af honum og batt miklar vonir við framtíð hans. Þegar Einstein var ungur var hann strax byrjaður að sýna skapofsa móður sinnar sem var mikill. Þegar hann var ungur strákur í einkakennslu (áður en hann fór í skóla) kom heimakennari sem átti að kenna honum árið áður en hann fór í skóla og kennaranum fannst hann svo klár að hann vildi láta hann fara beint í 2. bekk. Nokkrum vikum seinna þegar þau urðu eitthvað ósammala (hann og kennarinn) lamdi Einstein kennara sinn með stól þannig að konan hljóp út og kom aldrei aftur (þetta er aðeins eitt dæmi um skapofsa hans). Annars átti hann alveg góða æsku. En þegar hann var aðeins 25 ára gamall setti hann fram afstæðiskenninguna og lagði grunninn á byggingu kjarnorkuvopna. Hann spilaði einnig á fiðlu og sagði það róaði sig til ánægju og yndisauka, það var það sem hélt skapofsa hans niðri.

Foreldrar hans voru Hermann (faðir hans) sem leið fyrir það að hafa aldrei farið í neinn framhaldskóla, og Pálina (móðir hans) var stór og sköruleg. Hún hafði mikil áhrif á hann og var mjög ráðrík kona. En þegar Einstein var spurður út í foreldra sína t.d. hver réði meira á heimilinu, Pálina eða Hermann, svaraði hann stutt og laggott: “Það er ómögulegt að segja” og þegar hann var spurður frá hvoru foreldrinu hann hefði fengið hinar miklu gáfurnar sínar sagði hann jafnstuttlega að sú spurning væri út í hött, og að gáfur hans væru aðeins útaf óhemjulegri forvitni. En þegar það var einungis spurður um föður sinn var hann ekki jafnmikið á varðbergi og þegar hann var beðinn um að lýsa í stórum dráttum föður sínum sagði hann einfaldlega: “Gott skap, þolinmæði, hjarthlýja og persónutöfrar”.

Þegar Einstein var eldri kynntist hann Mílevu Marits þegar þau voru bæði við nám í eðlisfræði í Sviss. Hann giftist henni og voru þau gift á árunum 1903-1919 sem spannaði þýðingamestu árin í lífi Einsteins, þegar hann stóð á hátindi sköpunargáfu sinnar. Samt hefur Mileva verið eins og skuggablóm í ævisögu hans. En um þessar mundir fæddist þeim skilgetin dóttir sem gefin var í fóstur og ekkert var vitað um fyrr en 1987 - hún gæti enn verið á lífi. Hann átti líka tvo syni (sem ég mun fara meira í á eftir). Einstein skildi við Mílevu eftir að hún komst af því að hann væri í leynilegu ástarsambandi við frænku sína (Elsu) sem varð síðari kona hans (mér finnst þetta ógeðslegt en þetta var talið eðlilegt á þeim tímum) og Míleva var alveg niðurbrotin og vildi ekkert með hann að hafa. Þegar þetta gerðist var eldri sonurinn (Hans Albert) 15 ára gamall og varð því mjög beiskur út í förður sinn en yngri sonurinn (Eduard) var sá sem varð verst úti. Tilfinningalegar þrengingar hans á þessum árum leiddu hann út í geðbilun og var hann settur á geiðveikrahæli og Einstein heimsótti hann aldrei. Hann dó við hræðilegar aðstæður innilokaður á svissnesku geðsjúkrahúsi. En samt sýndi Einstein samúð með því að senda allt fé sem hann fékk fyrir Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði (sem er mesti heiður veittur í heimi vísindana), þrátt fyrir grimmd sína.

En Einstein, maðurinn sjálfur, var mikil ráðgáta þrátt fyrir þá miklu viðurkenningu sem hann hlaut meðal vísindamanna, frægð sem hann deildi aldrei með konu sinni þótt hún hafði hjálpað honum með mikið af verkefnum hans.

Þegar atvikið átti sér stað þar sem hann ullaði að myndavélinni í myndatöku var hann mjög lokaður og vildi kalla sjálfan sig á þýsku “Einspanner” sem þýðir einfari. Kanski má segja að hann hafi verið eigingjarn og sjálfhverfur en eru það svo ekki oft einkenni snillinga? Seinna 26. júlí 1973 þegar sonur hans hann Hans Albert dó fannst fullt af ástarbréfum Einsteins í skókassa heima hjá honum en þó hann bæði hataði og elskaði föður sinn hélt hann alltaf bréfunum sem hann sendi Mílevu. Þeir feðgar voru líka mjög líkir þótt hann neitaði því. Allir snillingar deyja rétt eins og allir aðrir en það sem Einstein óttaðist mest var ekki dauðinn heldur sú niðurlæing að vera láta lengja lífið með vélum og dó hann þannig að hann neitaði að fara í bráðauppskurð. Þannig að hann dó út af þvermóðsku, þessi ofbeldisfulli þverhaus en samt rólegi fiðluleikari og merki vísindamaður sem við hugsum öll um þegar talað er um snillinga og snilligáfu.

Endilega svarið greininni og segið ykkar álit.