- Upphaf kommúnistahreyfingar –

Þar sem hafa verið smá umræður um Stalín og kommúnisman þá langar mig svona að deila þessum fróðleik mínum með ykkur. Þetta er ritgerð sem ég gerði í skólanum.
Biðst afsökunar á nokkrunm stafsetningarvillum. :)


Það var árið 1917 sem bolsévikar gerðu hina svo kölluðu Októberbyltingu og fór þar maður að nafni Vladimir Iliychs Ulyanovs, betur þekktur sem Lenín, fremstur í flokki. Bolsévikar voru ekki lengi að ræna völdum í Rússlandi og aðhylltust þeir kommúnisma. Hugtakið kommúnismi á rætur sínar að rekja til marxisma á 19.öld. Þetta hugtak notu Bolsévikar til að greina sig frá sósíalistum og auk þess til að leggja áherslu á stuðning sinn við byltingarsinnaðan marxisma. Lenín sagði oft að marxismi væri eins og lífskoðanir sínar og eftir að hann deyr verður til marx-lenínismi. Marx-lenínismi varð fljótt einskonar fyrirmynd fyrir aðra kommúnista um allan heim. Lénínismin boðaði kommúnískan úrvalsflokk, flokk sem skyldi vera rödd verkalýðsins og sem átti að leiða verkalýðinn í vopnaðri byltingu gegn valdastéttinni.

Þessi tíðindi bárust tiltölega fljótt til Íslands. Fljótt byrjuðu nokkrir menn í Alþýðuflokknum að verða fyrir áhrifum en þó aðallega ungir flokksmenn til að byrja með. Það má segja að mál sem hefur oftast verið kallað drengsmál hafi átt stóran hluta í því að marka upphaf kommúnistahreyfingu á Íslandi. Drengsmálið var þannig að Ólafur Friðriksson ritstjóri Aþýðublaðsins var að koma heim úr Rússlandsför sinni þar sem hann hafði setið á þingi hjá Komintern. Í för með Ólafi var ungur drengur að nafni Nathan Friedman en hann var fóstursonur Ólafs. Heilbrigðisyfirvöld voru ekki á þeim skónum að leyfa Nathan að koma inn í landið vegna þess að þau töldu hann vera með alvarlegan augnsjúkdóm. . Það má segja að þetta mál hafi haft pólitískan óþef og Ólafur Friðriksson hélt því fram að þetta væru persónulegar ofsóknir á hann. Skyndilega fannst stjórn Alþýðuflokksins eins og þeim hefði verið stillt upp vegg og að þeir hefðu aðeins tvo valkosti. Valkostirnir voru þeir að annað hvort myndu þeir afhenda unga drenginn þegjandi og hljóðlaust og reyna friðsamlegar leiðir, eða neita að afhenda drenginn, rísa upp og gera byltingu. Það fór þannig að Hendrik Ottósson fór fyrir liði, aðallega skipað ungum jafnaðarmönnum, og ætluðu þeir að koma í veg fyrir að drengurinn yrði tekinn af Ólafi Friðrikssyni. Hópur þessi barðist við lögregluna um örlög Nathans Friedmanns og biðu þeir ósigur. Ólafur var settur í varðhald í kjölfar þessar máls ásamt þeim mönnum sem tóku þátt í þessum deilum. Eftir þetta fannst Ólafi, ásamt róttækum fylgismönnum hans þ.a.m. Hendrik Ottóssyni, að Alþýðuflokurinn hafði brugðist þeim og sökuðu Alþýðusambandið um heigulshátt, að þeir þyrðu ekki að takast á við erkifjendurna, auðvaldið. Ólafur og menn hans ákváðu þó ekki að segja sig úr flokknum, heldur stofnuðu þeir flokk sem kallaði sig Áhugalið um Alþýðu. Félagið starfaði með algerri leynd og markmið þeirra var að yfirtaka Alþýðuflokkinn. Þeir höfðu stofnað einskonar leynilega kommúnistahreyfingu og bækistöðvarnar voru í heimahúsi Ólafar Friðrikssonar, nánar tiltekið í kjallaranum heima hjá honum. Árið 1921 í desember voru félagsmenn áhugaliðsins orðnir 60 talsins. Hendrik Ottósson var mjög róttækur í hugsunum og vildi helst ekki vera í felum með hreyfinguna. Hann vildi að allir myndu vita af þeim. Ólafur vildi hinsvegar fara leynt með þetta. Því markmið hreyfingunar var jú það að yfirtaka Alþýðuflokkinn. Þessar leynilegu áætlanir Ólafs borguðu sig því rúmum þrem mánuðum seinna voru Ólafur og menn hans búnir að sölsa undir sig Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur, eina pólitíska félag Alþýðusambandsins. Liðsmenn Ólafs í áhugaliðahreyfingunni voru í stöðugu sambandi við Moskvu og var þeim boðið á 4. ársþing Komintern. Þetta boð lagðist ekki vel í suma og voru sósíal-demókratar þá sérstaklega á móti því að sendur yrði fulltrúi á alheimsþingið. Á fundi félagsins 11. október 1922 lagði Hendrik Ottósson fram tillögu:
,,Með því, að félaginu hefir borist frá 2. Kommúnista Internationale í Moskvu bréf þess efnis, að því sé boðið að senda einn fultrúa á 4. alheimsþingið sem halda á í Moskvu og hefst 7. nóv. n.k., en þann dag eru liðin 5 ár síðan hin kúgaða rússneska alþýða hristi af sér fötra auðvaldsins, legg ég til að Jafnaðarmannafélagið kveðji til þeirrar farar formann sinn Ólaf Friðriksson ritstjóra. Sé honum einig falið að flytja vorum, skoðanabræðrum og samherjum þar eystra, kveðjur, árnaðaróskir og þakkir fyrir heillaríkt starf í þágu alþýðu allra landa. ”
Þessi tillaga var samþykkt með meira en helmings meirihluta eða 60 atkvæði gegn 28. Þegar tillagan hafði náð í gegn spruttu upp þó nokkrar deilur og voru það aðallega sósíaldemókratar sem voru ósáttir með tillöguna. Jón Baldvinsson tók af skarið ásamt 27 öðrum sósíaldemókrötum og sögðu þeir sig úr Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur. Hendrik Ottósson ásakaði Jón og félaga um að þetta hefðu verið skipulagðar úrsagnir og ákveðnar fyrirfram. Jón Baldvinsson og félagar ákváðu að stofna félag sem bar nafnið Jafnaðarmannafélag Íslands. Bæði jafnaðarmannafélögin störfuðu undir Alþýðusambandi Íslands en JR átti 6 fulltrúa en JÍ átti 4.

Stuttu eftir 11. október byrjaði ágreiningur innan JR að vaxa og varð til þess að Hendrik Ottósson fannst Ólafur Friðriksson vera orðinn linur, að hann væri í raun og veru bara falskommi og ekki nógu trúr stefnunni. Hendrik vissi að Ólafur væri mjög virtur og væri einn áhrifamesti maður verkalýðshreyfingarinnar, þannig það væri eiginlega ekki hægt að bola Ólafi út. Það var svo þann 23. nóvember árið 1922, á meðan Ólafur fór út til Moskvu á hið árlega þingi Komitern, að Hendrik og nokkrir félagar úr JR ákváðu að stofna Félag ungra kommúnista og ákváðu þeir að starfa fyrir opnum tjöldum. Með þessum hætti þurftu þeir ekki að vera velta fyrir sér hvernig þeir gætu losað sig við Ólaf, því með þessum hætti gátu þeir sleppt því að slíta samstarfinu við hann. Þessi klofningur olli töluverðum deilum sem stóðu í þó nokkurn tíma því Ólafur og menn hans vildu stuðla að leynilegri yfirtöku kommúnismans en Hendrik og félagar opinberlega. Þetta var aðal deiluefni þessara tveggja flokka og það var ekki fyrr en eftir nokkur ár að kommúnistar ákváðu að slíta samstarfi sínu við Jafnaðarmannafélag Reykjavíkur. Það hafði verið reynt að stilla til friðar á tímabili og þá var stofnað Fræðslufélag kommúnista en það kom ekki að sök því ungir kommúnistar gátu ekki hugsað sér að vera í samstarfi með hinum vinstri sinnaða arm Alþýðuflokksins. Það var svo árið 1926 að kommúnistarnir stofnuðu Jafnaðarmannafélag Spörtu og lög félagsins gengu út á það að félagið myndi starfa á grundvelli marxismans og vinna að framgangi kommúnismans. Sama ár og flokkurinn var stofnaður sóttu þeir um inngöngu í Alþýðusamband Íslands en það var svo sem ekki erindi erfiðsins því sósíaldemókratar voru þar í miklum meirihluta og höfðu því yfirgnæfandi atkvæðarétt á við kommúnista. Á þessum tímapunkti voru Ólafur Friðriksson og hans menn í JR eiginlega búnir að missa tökin í flokknum og voru orðnir það snauðir að þeir gátu ekki greitt tilskilið þingjald á þeim tíma.
Margir kommúnistar voru farnir að sjá að það myndi ekki takast með þessu áframhaldi að taka yfir Alþýðuflokkin eins og markmiðið hafði verið. En það var ungur maður að nafni Einar Olgeirsson og nokkrir félagar hans sem ákváðu að skrifa bréf til Moskvu. Þetta þótti nú enginn tíðindi hér áður fyrr, ef ungir komúnistar skrifuðu bréf til Moskvu, en þetta þótti merkilegt því bréfið var stílað á Nikolai Búkharín og var hann æðsti maður Komintern á þessum tíma. Í þessu bréfi lýsir Einar því hvernig samvinnan við Ólaf Friðriksson var, að þeim hafi verið meinaður aðgangur að Alþýðusambandi Íslands og að Ólafur væri svo sannarlega ekki ,,lénínisti.” Í bréfinu segir Einar einnig að það sé nauðsynlegt að kommúnistar stofni einn stóran kommúnistaflokk. Seinna á árinu barst svo svar frá Moskvu. Framkvæmdarstjórn Komintern ráðlagði Einari að bíða með stofnun kommúnistaflokks á Íslandi. Þeim í Moskvu fannst kommúnistahreyfinginn heldur fámenn hér á landi og vildu því bíða þar til rétti tíminn, fyrir svona flokk, kæmi. Þeir sögðu Einari og félögum að halda frekar uppi skipulögðum róttækum andspyrnum í Alþýðusambandinu og reyna að afla fylgismanna.
Haustið 1930, á þingi Alþýðusambandsins, dróg fyrst til verulega tíðinda. Þar ákváðu kommúnistar að leggja fram tvær tillögur sem hljómuðu svo: að stofnað yrði sjálfstætt verkalýðssamband og að A.S.Í. skyldi starfa samkvæmt stefnuskrá Profinterns, verkalýðsarms Kominterns. Báðar þessar tillögur voru felldar, í kjölfarið var samþykkt sú tillaga að allir félagar sem væru í jafnaðarmannafélögum yrði gert skylt að undirrita stefnuskrá Alþýðuflokksins. Félögum í öðrum stjórnmálaflokkum var jafnframt bannað að vera í jafnaðarmannafélögum. Kommúnistar voru langt frá því að vera sáttir og gengu þeir út af þinginu, enda var markmiðið að stofna eigin flokk Það var svo ekki fyrr en í byrjun desember að stofnþingið var haldið. Flokkurinn sendi frá sér stefnuskrá og var aðaláherslan lögð á verkalýðsmálefni og var markmiðið að safna hinum vinnandi lýð í stéttabaráttuna. Með þessu ætluðu þeir að sýna verkalýðnum fram á hvernig ríkisvaldinu væri beitt gegn verkalýðnum. Upp frá þessum degi höfðu Íslenskir kommúnistar eignast sinn eigin stjórnmálaflokk, líkt og skoðanabræður þeirra víðast hvar um heiminn.


- Baráttan -

Einvaldurinn hann Stalín var nú búinn að eignast enn einn komúnistaflokk út í hinum stóra heimi og nú á Íslandi. Hafði flokkurinn það markmið að breiða út stefnu komúnismans á Íslandi. Stefna Kommúnistaflokksins hér á landi samræmdist algerlega stefnu Komintern og nægir að líta á lög flokksins til að sjá það. Það var mjög strangur agi innan flokksins og var ekki vel í það tekið ef flokksmenn væru með einhverjar efasemdir í garð kommúnismans. Það má einfaldlega segja það að ef þú varst með aðrar skoðanir en Komintern, þá bar þig að halda þeim fyrir sjálfan þig. Það má segja að Stefán Pjétursson, Haukur Björnsson og Hendrik Ottósson hafi aldeilis orðið á í messunni að gagnrýna stefnu Komitern. Það var svo sannarlega ekki tekið vel í þessa gagnrýni þeirra félaga og var þeim að sjálfsögðu vikið úr flokknum. Ekki voru allir sem þorðu að setja út á stefnuna og voru nær allir íslenskir kommúnistar heilaþvegnir, eins og það væri ekkert í kollinum á þessum mönnum. En ber að hafa í huga að Lenín sagði eitt sinn að það væri aldrei hægt að gera byltingu nema að jafnvægi ríkti í kommúnistaflokknum. Íslensku kommúnistarnir voru enn staðfastir í þeirri trú, að auðvaldið kúgaði verkalýðinn og þess vegna yrði verkalýðurinn að rísa upp gegn auðvaldinu og gera byltingu. Þetta töldu kommarnir vera einu leiðina til frelsis í landinu. Íslensku kommarnir voru hugfangnir af byltingunni sem hafði átt sér stað í Rússlandi og var það drauma-markmið að stofnað yrði heimsríki verkalýðsins. Þar ættu allir að vera jafnir, bæði sósíal demókratar og kommúnistar. Þeir í KFÍ voru vissir um að ef þeir gerðu eins og Komintern sagði myndi landið verða fljótt sjálfstætt.

Íslenskir kommar höfðu gert harða atlögu á tímabili að fá að starfa innan Alþýðufloksins og ætluðu þeir að taka völdin þar. Það fór svo þannig að Stalín fékk sig fullsaddan á að reyna samstarf með þessum sósíaldemókrötum og ákvað því að hart myndi mæta hörðu. Stalín fyrirskipaði svo að ekkert yrði gefið eftir við að ráðast gegn þessum mönnum sem gátu ekki hugsað sér að fara í samstarf með honum og hans kommúnista kumpánum. Íslenskir kommar sem störfuðu innan Alþýðuflokksins tóku ekki alveg jafn djúpt í árina líkt og Stalín gerði, heldur gagnrýndu þeir frekar erlenda sósíaldemókrataflokka.
Það var svo í Þýskalandi að nasistaflokkurinn komst til valda eftir mikinn áróður sem þeir beittu og heilluðu lýðin með. Þýski kommúnistaflokkurinn var mjög öflugur á þessum sama tíma og var búið að reikna með að þeir myndu mjög líkega komast til valda fljótt. Komintern reiknuðu með því að Hitler og félagar myndu nú ekki vera lengi við stjórnvölina í Þýskalandi. Raunin varð allt önnur. Nasistaflokkurinn, með ræðusnilld Hitlers og áróðursmeistarann Josef Göbbels fremsta í fararbroddi, beinlínis heilaþvoði almúginn þar í landi. Þeim Komintern mönnum var ekki farið að lítast nógu vel á þessi mál í Þýskaland, því Hitler hafði sko enginn áform um að leyfa einhverjum öðrum stjórnmálaflokkum að starfa þar í landi og tók hann sig til og bannaði alla aðra stjórnmálaflokka.

Á 7. þingi Komitern árið 1948, var tekið fyrir þetta mál; að nasistaflokkurinn hefði bannað alla aðra stjórnmálaflokka í Þýskalandi. Hitler hafði látið smala saman kommúnistum og annað hvort voru þeir einfaldlega drepnir eða voru sendir í fangabúðir. Stalín þurfti aldeilis að klóra sér í kollinum um hvað skyldi gera í þessu máli því þetta gæti ekki gengið svona. Þess má geta að Trodskí hafði varað við þessu nokkrum árum áður, þá sagði hann að nasistaflokkurinn væri loftbóla sem ætti eftir að springa einn daginn. Komintern og Stalín, sem voru búin að fá sig fullsaddan á sósíaldemókrötum, tóku upp á því, eftir þetta 7. ársþing Komintern, að sósíaldemókratar yrðu ekki lengur aðalóvinurinn. Nú var það þannig að sósíaldemókratarnir voru orðnir þeirra helstu bandamenn gegn fasismanum. Það voru þeir Brynjólfur Bjarnarsson og Einar Olgeirsson sem sátu þetta þing fyrir hönd KFÍ. Þegar þeir komu heim deildu þeir með flokksbræðrum sínum hvað hefði verið rætt um og fundarályktuninn sem var gefin út hljómaði svo: ,,Fundurinn telur að eina leiðin til að verjast þessum auknu árásum innlends og erlends auðvalds, sé sameiginleg og samstillt barátta alþýðunnar. “
Það má segja að Stalín hafi verið lítið skárri en Hitler því hann stóð fyrir hreinsunum og taldi þær vera réttlátar því þær stuðluðu að framgangi kommúnismans. Það er ótrúlegt hugsa til þess að flest allir kommúnistar horfðu framhjá þessum ógnarverkum. Ef við tökum dæmi um hreinsanir Stalíns þá voru af tæplega tvö þúsund mönnum, sem sátu ársþingið árið 1936, ellefu hundruð einstaklingar teknir af lífi á nokkrum árum. Einar og Brynjólfur þekktu til manna sem lentu í þessum hreinsunum. Einn þessara manna var Dani að nafni Arne Pedersen, sem hafði lofað sovéskt réttarkerfi var hann ákærður fyrir ,,trotskíisma” og njósnir. Hann var settur í fangageymslur og þar fékk hann að dúsa þangað til að hann lést úr vosbúð. Það hafa engar heimildir enn fundist um það hvort kommúnistar hér á landi hafi rætt eitthvað um þessar hreinsanir Stalíns. Það gæti líklega stafað af því að hér á landi hafa menn verið dauðhræddir við Stalín og hans kumpána í Moskvu. Það má segja að Stalín hafi gjörsamlega tapað sér og sakaði hina ýmsu menn um njósnir og annað. Það er vitað að margir hverjir sem voru í kringum Stalín hafi verið orðnir ansi pirraðir á honum og jafnvel skipulagt að reyna að ráða hann af dögum.
Áætlað er að ógnaröld kommúnismans, undir stjórn Stalíns, hafi endað líf milljóna manna. Við getum líka varpað þeirri spurningu fram hvort að KFÍ hafi verið eitthvað upplýstur um þessi mál sem gerðust ytra? Persónulega held ég að þeim hafi verið sagt eitt og annað og gleypt við því alveg eins öllu öðru. Réttarhöldin yfir Búkharín og félögum snerust um það að þeir væru njósnarar og meintir svikarar, þeir áttu að hafa njósnað fyrir erlend ríki allt frá Októberbyltingunni. Glöggir menn vissu alveg að þessar ásakanir voru fáránlegar og að játningarnar hefðu verið þvingaðar upp úr Búkharín og félögum.
Morgunblaðið hafði reglulega birt fyrirsagnir um að játningar Búkaharíns og fleiri manna hefðu verið fengnar fram með pyntingum. Íslenskir kommar, jafn heilaþvegnir og áður, töldu þessar fréttir vera fáránlega ýktar og sökuðu Morgunblaðið um lygi. Það var greint síðar frá því að rússnenska öryggislögreglan N.K.V.D. hefði pyntað Búkharín í þrjá mánuði. Þess má geta að fjölskyldu Búkharíns var einnig ógnað á þessu tíma. Þetta mál er enn þekkt daginn í dag og er allavega einn íslenskur maður sem var viðstaddur réttarhöldin og það var Halldór Kiljan Laxness.

Þegar Komintern ákvað að berjast gegn fasismanum, veltu íslenskir kommar fyrir sér hvort þeir ættu að reyna samstarf við Alþýðuflokkinn. Það var svo árið 1936 að KFÍ ákveður að senda Alþýðuflokknum formlegt bréf, þar sem skorað er á Alþýðuflokkinn um hugsanlega samvinnu vinstri afla í landinu. Árið 1938 dró svo til tíðinda því að maður að nafni Héðinn Valdimarsson stofnaði fylgismönnum sínum Sameiningarflokk alþýðu – Sósíalista, skammstafað SAS. Héðinn Valdimarsson hafði verið vikið úr Alþýðuflokknum þetta sama ár fyrir að vera of hlynntur vinstra samstarfi. KFÍ-mönnum var ekki vel við Héðinn en þó gekk KFÍ í SAS. KFÍ-menn fóru bráðlega að grafa undan pólitísku orðspori Héðins, því þeim líkaði ekki við hann, og það fór svo að kommúnistarnir sátu einir um það fylgi sem Héðinn hafði fært flokknum. Það er óhætt að segja að þarna sé sögu Kommúnistaflokki Íslands lokið, en þó störfuðu kommúnistar áfram.


Hér hef ég reynt að fara í það hvernig Kommúnistaflokkur Íslands varð til en það er óhætt að segja að hann hafi átt sér langan aðdraganda. Ég vona að ég hafi útskýrt hugtakið kommúnismi nógu vel og hef ég reynt að sýna fram á það að KFÍ hafi verið stjórnað beint frá Moskvu.
Það er ótrúlegt að hugsa til þess að íslenskir kommúnistar hafi verið svona rosalega heilaþvegnir af stjórnarmönnum í Moskvu. Allar þær upplýsingar frá Moskvu gátu ekki verið rangar og því mætti halda að þeir í Komintern hafi verið guð íslenskra kommúnista. En það var svo sem skiljanlegt að menn hafi ekki þorað að mótmæla Komintern því þá áttu þeir ekki von á góðu.
Það er leiðinlegt að hugsa til þess að oft sé kommúnismin fegraður, jafnvel þótt að það sé áætlað að 85-100 milljón manna hafi látið lífið vegna stjórnarfars kommúnismans í mismunandi ríkjum. Það eru hugsanlega vegna þeirra leiðtoga sem hafa fengið of mikil völd í hendurnar og misnotuðu það. Stundum jafnvel hafa þeir gerst einræðisherrar. Kommúnismin þarf ekki að vera slæmt stjórnarfar, en eins og ég segi að ef svona menn eins og t.d. Stalín komast við stjórnvölina þá er illt í vændum.

————–


Heimildarskrá:


Arnór Hannibalsson: Kommúnismi og vinstri hreyfing á Íslandi. Helgafell, Reykjavík, 1964.

Árni Snævarr og Valur Ingimundarsson: Liðsmenn Moskvu, samskipti íslenskra sósíalista við kommúnistaríkin. Almenna Bókafélagið, Reykjavík, 1992.

Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunar. Mál og menning, Reykjavík, 1980.

Fundargerðabók J.r. 49 fundur 11.okt 1922.

Gils Guðmundsson: Öldin okkar, minnisverð tíðindi 1901-1930. Forlagið Iðunn, Reykjavík, 1950.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Vinstri andstaðan í Alþýðuflokknum á árunum 1926-1930. Fagkrítíska útgáfan Framlag, Reykjavík, 1979.

Ingólfur Á. Jóhannesson: Úr sögu Kommúnistaflokks Íslands. Gefin út á kostnað höfundar, Reykjavík, 1980.

Íslenska alfræðiorðabókin, H-O. Örn og Örlygur, Antwerpen, 1990.

Þór Whitehead: Kommúnistahreyfingin á Íslandi 1921-1934. Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík, 1979.

Vefheimild: Brian Caplan, Museum of communism. Skoðað 24. nóvember 2003.