Siðaskiptin Ég var að finna gamla ritgerð úr 7. bekk um siðarskiptin á ákvað að senda hana inn á huga. Ekkert skítkast takk ég var aðeins 12 ára þegar ég gerði þetta.

Marteinn Lúther fæddist árið 1483. Hann var þýskur munkur og guðfræðingur.
Lúther komst að því að það ver ekkert minnst á að guði þótti gott að fólk settist að í klaustrum og gerðist munkar og nunnur. Kaþólska kirkjan bannaði prestum að giftast. En hann fann ekkert um að guð vildi það. Lúther var kennt að fólk sem var gott og guðlegt í lifanda lífi yrði dýrlingar eftir dauðann og það var hægt að biðja til þess eins og guðs. Þetta fannst Lúther vera fjölgyðistrú en fjölgyðistrú var bönnuð í biblíunni. Í kaþólsku kirkjunni er mikil trú á helga dóma það eru hlutir eins og bein úr dýrlingum, flís úr krossi krists og líkneski ar krist og fleiri helgum mönnum en lúther fannst þetta vera skurðgoðadýrkum. Auk þess fann Lúther ekki neitt um af fólk ætti að hlíða páfanum í Róm hann ver ekki einu sinni nefndur þar. Lúther vildi að biblían væri á máli sem fólk skyldi en hún var á latínu og fáir sem skyldu hana. Lúther kom af stað heryfingu með því að bjóða furstum að verða yfirmenn kirkjunnar. Furstarnir tóku því vegna þess að þeir fengu landareign kirkjunnar. Þannig varð til í mörgum furstadæmum Þýskalands sérstök lútherstrú í ríkiskirkjum öðru nafni þjóðkirkja einnig þekkt sem siðaskipti sem þýðir trúarskipti. Lútherstrúin breiddist út um Norðurlöndin. Nokkrir Íslendingar sem fóru í skóla í Þýskalandi voru mjög hrifnir að kenningum Lúthers. Tveir þeirra Oddur Gottskálksson og Gissur Einarsson settust að á biskupssetrinu í Skálholti og héldu skoðunum sínum leyndum fyrir biskup. Oddur byrjaði að þýða Nýja testamenntið á íslensku og notaði til þess Þýska þýðingu eftir Lúther. Hann sat inní fjósi svo að biskupinn fann hann ekki Biskupinn í Skálholti var orðinn gamall og sjónlítill og stakk upp á því að Gissur tæki við af honum. Annað hvort var hann grunlaus um skoðanir hans eða ver sammála honum. Brátt fóru umboðsmenn konungs fóru að reyna að koma af stað siðaskiptum en án árangurs. Konungsmönnum fannst þá að minnsta kosti að þeir gætu lagt undir sig eignir kaþólsku kirkjunar. Foringi mannana hét Diðrik og var hirðstjóri. Konungur lofaði Diðrik að hann ætti að fá eignir viðeyjaklausturs lánaðar. Því fór Diðrik út í Viðey rak munkana í burtu rændu öllu sem þeir gátu. Nokkru seinna ætlaði Diðrik austur að ræna Kirkjubæjarklaustur og Þykkvabæjarklaustur. Þá safnaði ráðsmaðurinn þar liði og drap alla Danina. Ráðsmaðurinn kenndi Ögmundi biskupi um að hafa drepið Diðrik. Nýi hirðstjórinn lét menn á alþingi samþykkja lútherstrú í Skálholti. Jón Arason var biskup á Hólum og neitaði að taka upp Lútherstrú.
Maður að nafni Daði Guðmundsson hafði fengið eignir Helgafelsklaustur lánaðar. Konungur bað Daða um að handtaka Jón. Jón fór með Birni og Ara sonum sínum og 90 manna liði til að drepa Daða. Daði hafði svipað stórt lið. Jón og synir hans voru handteknir og Hálshöggnir stuttu síðar. Siðaskiptin höfðu mikil áhrif á Íslenskt samfélag t.d. lestur og nám.