Hér er lífshlaup hinnar merku konu Kleópötru drottningar Egyptalands. Vægast sagt stiklað á stóru og efalaus einhverjar heimildir sem halda fram einhverju allt öðru en ég er ný búinn að flytja fyrirlestur um hana sem fékk góðar viðtökur svo þetta ætti að vera ágætis sýnishorn af hver hún var. (Þetta er bara svona u.þ.b. það sem ég talaði um í fyrirlestrinum)
Endilega komið með ábendingar og leiðréttingar samt

Kleópatra fæddist í Egyptalandi árið 69 f.Kr. og dó 30 f.Kr. Faðir hennar var ekki mikill foringi og drykkjusjúklingur með meiru. Hann átti 6 börn en bara tvö með eiginkonu sinni. Það voru tvær stelpur sem báðar voru látnar þegar hann féll frá. Áður en hann dó var hann búinn að koma því svo fyrir að Kleópatra (17) ætti að giftast bróður sínum, Ptolemus (14) og áttu þau að ríkja saman í Egyptalandi.
Það kemur nú ekki öllum saman um hvort þau hafi nokkurn tíman verið gefin saman í hjónaband en þau að minnsta kosti bjuggu saman lengi vel.
Hún laumaði sér á fund Júlíusar Sesars og heillaði hann upp úr skónum með sinni þokkafullu framkomu. Eftir það hafði hún hann í vasanum.
Sesar dreymdi um heimsveldi, í Kleópötru fann hann verðugan bandamann. Hún skyldi ráða yfir auðæfum Austurlanda.
Kleópatra og Sesar áttu rómantískt samband allt til dauða Sesars. – hlátur Kleópötru ómaði í höllinni daga – og nætur 
Margar og mikilfenglegar lýsingar eru til af töfrandi persónuleika drottningarinnar.
- Hún var staðföst, hugrökk og greind.
- Hún hafði það sem Sesar hafði sóst eftir í öllum konum: Fegurð, seiðmagn, gáfur, greind og öllu framar anda æskunnar sem náð hafði fullum þroska þrátt fyrir ungan aldur.
- Hún hafði fallegustu rödd sem Sesar hafði nokkurntíman heyrt.
- Samtalshæfileikar hennar.


Hennar er minnst fyrir margt – mis fallegt.
Dóttir sólarinnar og systir mánans, fegurð hennar og töfrar búa enn í manna minnum, nær tvöþúsund ár frá dauða hennar.
Enginn hefur komist fram úr henni í munaði og eyðslusemi.
Hún var grunuð um bróðurmorð og ýmiskonar andstyggilega glæpi en samt bjó ástin alltaf í henni og í grennd við hana.
Útlit er fyrir að Kleópatra hafi litið á Sesar sem eiginmann sinn, þau voru alltaf alveg eins og hjón.
Kleópatra og Sesar eignuðust barn saman, drenginn Sesaríon og fékk hann eftirnafn Kleópötru, Ptolemeus, erfingi tveggja mikilla ætta.
Eftir að Sesar var búinn í stríði fékk Kleópatra boð um að sigla til Rómar, sem og hún gerði, og kom með magnaðasta fylgdarlið sem Rómverjar höfðu séð.
Hún settist að í bústað Sesars á Tíber-bökkum, var opinber fylgdarkona hans.
Sesar var drepinn af Brútusi og félögum, Kleópatra vissi að hún var óvinsæl í Róm og ákvað að sigla aftur heim til Egyptalands.
Kleópatra var búin að eitra fyrir bróður sínum svo að hann var dauður þegar hún kom heim, og gerði hún sig og son sinn yfirráðendur í Egyptalandi.
Markús Antoníus (ríkjandi í Rómarveldi) bað Kleópötru um hjálp, hún varð ánægð með Antóníus og gerði allt til að heilla hann og gera hann að sínum.
Með samtalshæfileikum sínum, greind og aðdráttarafli (og kannski smá víni) tókst henni að fá Antóníus í lið með sér til drepa systur hennar og mann sem vann með henni. Systirin ætlaði að stofna til samsæris gegn Kleópötru.
Kleópatra og Antóníus stofnuðu félag “Hinna óviðjafnanlegu lifenda” þar sem markmiðið var að skara hver fram úr öðrum í óhófslifnaði, verndun lista og mennta og allra lysisemda líkama og sálar. Gott félag krakkar!
Rómaveldi var komið á hálan ís og Antóníus gerði samning við Oktavíanus og þeir skiptu heiminum á milli sín. Antóníus snéri aftur við í munaðarlíferni með Kleópötru.
Kleópatra eignaðist barn með Antóníusi.
Tíminn leið og allt var komið í klessu hjá Antóníusi, samskipti hans við vínguðinn Bakkus urðu honum að falli, hann missti allt. Kleópatra þoldi það ekki og varð reið.
Mikil orrustua var hafin við Actium árið 31. f.Kr., Kleópatra, Oktavíanus og Antóníus öll fyrir sínum her. Undarlegt hvernig þessi orrusta endaði, allt í einu snéru 60 skip Kleópötru í burtu, enginn veit af hverju.
Kleópatra vildi ekki verða þræll Oktavíanusar og reisti sér þess vegna grafhýsi, stórt og glæsilegt í grennd við Isis-hofið, þangað sem allir dýrgripir hennar voru fluttir.
Antóníus var svikinn af liði sínu. Hann frétti að Kleópatra væri dáin og reyndi að fremja sjálfsmorð með því að detta á sverð. Hann dó ekki af sárum sínum og frétti svo að Kleópatra væri ekki dáin. Hann grátbað um að fá að sjá hana.
Antóníus dó umvafinn örmum Kleópötru.
Oktavíanus ætlaði giftast Kleópötru og svíkja hana svo, en hún sá við honum.
Hún ákvað að fremja sjálfsmorð með stíl. – Eins og gyðjurnar dæju.
Hún hélt sína síðustu veislu – ein, eftir að hafa baðað sig í dýrmætum ilmvötnum og klæðst konungskrúða sínum.
Hún fékk senda fíkjukörfu frá þrælum sínum sem hún vissi að var eiturslanga í. Hún tók slönguna upp, þrýsti henni að brjósti sínu, nærri því ástsamlega. Síðasti kvistur á ættmeiði Ptolemenanna sofnaði værum svefni – að eilífu.
Eftir dauða Kleópötru rættist valdadraumur hennar. Róm aðhylltist menntir og menningu Alexandríu.
Oktavíanus sat í hásætinu, ekki Sesaríon, því að Oktavíanus lét drepa Sesaríon – keisaradæmið var ekki nógu stórt fyrir tvo Sesara.