Þetta er gömul ritgerð sem ég átti síðan í 6. bekk eða eitthvað

Grein þessi er um þýska herinn og þýskan hershöfðinga sem hét Walter Model. Model reis til æðstu metorða í þýska hernum og varð markskálkur. Það er merkilegt því að hann var ekki að gömlu þýsku valdaættunum, svo kölluðum junkerum, en það var gamli prússneski bændaaðalinn, sem hafði von fyrir framan nafnið sitt.

Það sýnir að Model var enginn meðalmaður. Hann fæddist 24. jan 1891 í bænum Gentheim nálægt Magdeburg. Forfeður hans voru lúterskir og höfðu verið kennarar mann fram af manni, ekki hermenn.

Því miður vitum við ekki nógu mikið um Model persónulega því að hann brenndi alla sína persónlegu pappíra ,þegar dró að lokum síðari heimstyrjaldinnar. Við vitum samt að hann gekk í menntaskóla í Efurt þar sem hann skaraði fram úr í latínu , grísku og mankynssögu. Í febrúar árið 1908 komst Model í þýska herinn fyrir áhrif frænda síns. Næstu tvö árin voru mjög erfið því þjálfunin sem þýskir nýliðar fengu var mjög hörð og ekki allir sem þoldu hana. Model var oft kominn að því að gefast upp en hann seiglaðist og að þjálfuninni lokinni var hann orðinn fullgildur hermaður og frábær reiðmaður. Þann hæfileika ræktaði hann með sér alla tíð.

Nú var Model orðinn liðþjálfi og hann ætlaði sér stærri hluti í þýska hernum. Það tækifæri kom þegar Fyrri Heimsstyrjöldin braust út árið 1914. Model barðist á vestur vígstöðvunum og sýndi mikið hugrekki og særðist í orustunni við Sedan í maí 1915. Hann var sæmdur járnkrossinum af Oscar von Preussen. Prins einn af sonum Vilhjálms II. keisara tók hann undir verndarvæng sinn. Frá þeirri stundu var frami hans í hernum tryggur og hann brást aldrei trausti yfirmanna sinna. Hann gekk nú í herforingjaskóla þýska hersins en særðist aftur fljótlega eftir að hann kom á vígstöðvarnar. Hann var nú sæmdur Járnkrossinum með sverðum. Nú var Model fluttur af vígstöðvunum í aðalstöðvar hersins. Þar starfaði hann við góðan róm allra til stríðsloka 1918.

Í stríðinu hafði Model sýnt og sannað að þar fór maður sem mikils mátti vænta af, af því spöruðu yfirmenn hans sumir ekki við hann hrósið. Model tók ekki neinn þátt í þeim miklu póltísku hræringum sem gegndu yfir Þýskaland í lok fyrra stríðs og alla tíð gætti hann þess að hafa ekki afskipti af stjórnmálum. Raunar lagði hann áherslu á og predikaði fyrir undirmönnum sínum hinar gömlu þýsku dyggðir um trú og fósturjörð. Hann lét þjóðernissinna (nazista) ekki kúga sig í þeim efnum.

Nú var Model farinn að umgangast menn á æðstu stöðum eins og t.d. Ludwig Beck foringja þýska herráðsins og séra Nimöller, (lútherska prestinn og kafbátsforingjann, sem síðar stjórnaði andófi gegn Hitler), sem skírði börn Models.

Annar vinur Models var von Lossberg hershöfðingi, en af honum lærði hann gífurlega mikið um varnarstríð.

Model var nú að verða hinn dæmigerði þýski hermaður sem ekki lét stundargróða eða stjórnmál hafa áhrif á skoðanir sínar, en hugsaði fyrst og fremst um hag Þýskalands og hvernig honum yrði best borgið í hörðum hins viðsjárverða tíma.

Áður var minnst á áhuga Models á sögu og árið 1929 gaf hann út ritgerð um von Gneisenau, þar sem hann hælir hinum prússnesku herforingja á hvert reipi og bendir ungum mönnum á hann sem góða fyrirmynd.
Á millistríðárunum reis Model jafnt og þétt í tign (það gerðist afar sjaldan hratt í þýska hernum) og árið 1938 var hann gerður að hershöfðingja. Model fékk það orð að hann væri mjög harður húsbóndi en sanngjarn. Hann bast ekki vinaböndum við samstarfsmenn sína og tamdi sér mjög siði gömlum prússnesku herforingjanna, sem hann dáði mjög. Hann tók t.d. upp þann sið að ganga alltaf með einglirni. Þetta varð til þess að margir héldu að Model væri prússi. Alltaf reyndi hann eins og hann gat að vera hermönum sínum góð fyrirmynd, hvort sem það var í klæðaburði eða hugrekki. Model var alltaf í fremstu víglínu og alltaf þar sem mest mæddi á. Hann tók þátt í innrásinni í Pólland og stóð sig þar svo vel að honum voru falin ábyrgðarsrörf í Berlín. Einnig var hann gerður að yfirherhöfðingja. Þegar innrásin í Sovétríkin var gerð í júní árið 1941 var Model þar í fremstu víglínu við stjórn skriðdrekahers. Hvarvetna skaut Model óvini sína skelk í bringu og hafði hvarvetna sigur. Alls ekki án fórna og mest mæddi á honum sjálfum, hann var oft við það að veikjast vegna ofþreytu.

Þetta varð til þess að Hitler fór að líta á Model sem –slökkviliðsmann- sinn þ.e. hann kallaði Model alltaf til þar sem þýski herinn var í vandræðum. Það skipti ekki máli hvort það var Rússlandi eða Frakklandi, Model var treyst til að bjarga málunum og aldrei brást hann trausti yfirmanna sinna eða föðurlandinu.

Model var gerður að hermarskálki árið 1944 og hafði þá hlotið öll æðstu heiðursmerki þýskalands fyrir frækilega og óeigingjarna þjónustu í þágu föðurlandsins, þar sem heill Þýskalands var alltaf höfð að leiðarljósi. Eftir innrás bandamanna í Frakkland og sókn þeirra í átt til Berlínar og sókn Rússa úr austri mæddi gífurlega mikið á Model og að vanda brást hann ekki.

Í apríl 1945 var Þýskaland að falli komið. Otto Moritz Walter Model vann þá e.t.v. sína mestu hetjudáð er hann komst með her sinn út úr herkví bandamann í Rín. En nú var þrek Models á þrotum og hann var búinn að átta sig á því að stríðið var tapað. Það hefði verið ólíkt Model að gefast bara upp og láta taka sig til fanga. Hann velti framtíðinni fyrir sér og komst að þeirri niðurstöðu að það eina sem hann gæti gert væri að enda líf sitt eins og hermanni sæmir. Laust eftir hádegi þann 12. apríl 1945 kallaði hann á þrjá nánustu aðstoðarmenn sína og sagði þeim frá þeirri ákvörðun sinni að enda líf sitt. Síðan gekk hann til allra foringja sinna og þakkaði þeim með handabandi þjónustu þeirra og tryggð við þýskaland.

Að þessu loknu gekk hann með aðstoðarforingja sínum Pilling offursta út í skóg og svipti sig lífi með herskammbyssunni sinni. Pilling gróf lík Models á laun en eftir stríð var lík Models flutt og grafið í hermannakirkjugarðinum í Hürtgen skógi.

Þetta er saga mikils hermanns en þó frekar mikils föðurlandsvinar sem þekkti heiður og skyldur sínar betur en flestir.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.