Ég veit allt um að það hafa komið 3 aðrar ritgerðir um sama efnið á þetta ágæta áhugamál en ég vill fá ykkar álit á þessari ritgerð kæru hugarar og ekkert skítkast takk.

Inngangur

Í þessari ritgerð ætla ég að reyna að varpa ljósi á víg Vésteins, ástæðum vígsins, eftirmálunum og hver drap hann. Ég vona að þú fáir meiri og betri skilning á víginu eftir að hafa lesið þessa ritgerð.

Fóstbræðralagið

Gísli Súrson, Vésteinn, Þorkell og Þorgrímur voru á Þórsnesþingi eitt sumarið. Þorkell auðgi spurði Gest Oddleifsson sem var forspár hvort að Haukdælingarnir, Gísli, Vésteinn, Þorkell og Þorgrímur ættu eftir að halda áfram að vera svona nánir og góðir vinir. Gestur sagði að það myndi slitna upp út vináttu þeirra eftir 3 ár. Haukdælingunum var sagður spádómurinn og til að koma í veg fyrir að hann rættist þá ákváðu þeir að ganga í fóstbræðralag. Þeir fara undir torfþöku sem þeir höfðu skorið og þegar þeir ætla að blanda blóði þá hættir Þorgrímur við og segir að það sé nógu erfitt fyrir sig að ganga í fóstbræðralag við Gísla og Þorkel þó að hann fari ekki að gera það við Véstein líka. Þá neitar Gísli að ganga í fóstbræðralag við mann sem vill ekki vera fóstbróðir Vésteins.



?Oft stendur illt af kvennahjali?

Auður og Ásgerður voru að sníða peysur á menn sína þegar þær fóru að tala um hverjum þær voru hrifnar að áður en þær giftust. Ásgerður sagðist hafa verið hrifin af Vésteini áður en þau Þorsteinn giftust og þegar hún sagði þetta stóð Þorkell í dyrunum og heyrði samtalið og spáir að einhver muni deyja. Þá sagði Auður ?Oft stendur illt af kvennahjali?. Um kvöldið þegar þau ætla að fara að sofa þá neitar Þorkell að sofa með Ásgerði, þá segist hún ætla að skilja við hann svo að þau sættast.
Þetta atvik hefur ýtt mikið undir víg Vésteins þar sem að Þorkell var hræddur um að Ásgerður yfirgæfi hann fyrir Véstein.



?Nú falla öll vötn til Dýrafjarðar?

Gísli frétti að því að Vésteinn væri kominn til landsins frá Englandi. Um leið og Gísli frétti þetta sendi hann húskarla sína þá Hallvarð og Hávarð til að vara hann við að koma til Hólar. Til að Vésteinn tæki mark á viðvörunni þá sendi Gísli hálfa peninginn með. Þegar þeir ná loksins Vésteini þá vara þeir hann við og láta hann fá peninginn. Hann van með hinn helminginn, ber þá saman og sér að þeir passa en lætur það ekki stoppa sig og segir ?nú falla öll vötn til Dýrafjarðar?
Vésteinn fer til Gemlufjalls og hittir þar Lútu frænku sína sem varar hann við. Næst fer Vésteinn til Þingeyrar. Þar hittir hann Þorvald gneisti og Þorvaldur segir við hann: ?vertu var um þig?. Vésteinn fer framhjá Sæbóli, Rannveig og Geirmundur sjá hann og vara hann við.
Þarna sést hvað Vésteinn var mikill forlagatrúi þrátt fyrir að hafa fengir 4 viðvaranir um að fara ekki á Hóla fer hann samt.


Vígið

Nokkrum dögum fyrir vígið á Vésteini hafði Þorgrími nef sem var góður járnsmiður verið boðið til Þorkels og Þorgríms. Þorkell hafði áður fengið
Grásíðu frá Gísla og lét Þorkell, Þorgrím smíða spjót út brotum Grásíðu.

Það var mikið óveður þessa nótt og það rigndi það mikið að þakið lak. Gísli vaknaði og sagði öllum að fara út að bjarga heyjunum, næstum allir fóru með Gísla út til heyjanna. Vésteinn bauðst til þess að fara með en Gísli vildi að hann yrði eftir. Þræll Gísla, Þórður huglausi og Auður voru einnig eftir á bænum.
Einhver kom inn og gekk að rúmi Vésteins og stakk hann með spjóti. Vésteinn fann að hann var stunginn og sagði ?Hneit þar? og eftir það gekk morðinginn út. Vésteinn reyndi að standa upp en hann datt niður, dauður. Við það vaknar Auður og kallar á Þórð huglausa og bað hann um að taka spjótið úr Vésteini (en sá sem að tók vopn úr sári þess látna þótti skyldugur til að hefna hans). Þórður sem var mjög líkhræddur þorði ekki að koma nálægt líkinu. Gísli kom þá inn og sá hvað var að gerast og bað Þórð um að stilla sig. Gísli tók sjálfur spjótið úr sárinu og kastaði því í kistu eina sem var nálægt. Síðan bjó hann um lík Vésteins að þeirri siðvenju sem var á þessum tíma.


Gísli sagði við Guðríði fóstru sína að fara á Sæból og gá þar við hvað menn voru að aðhafast og segja sér það síðan hvað var þar að gerast. Guðríður fer á Sæból og þar eru allir vaknaðir og voru Þorgrímarnir og Þorkell vopnaðir. Þorgrímur spyr hana hvað sé að frétta og hún segir frá vígi Vésteins þá svarar Þorkell: ?Tíðindi myndi oss það hafa þótt eina stund? en Þorgrímur segir að þeir verði að veita honum virðingu og gera jarðarför hans sem besta og heygja hann. Þeir báðu Guðríði að segja Gísla að þeir kæmu til hans í dag. Hún fer heim og segir Gísla að Þorgrímur hafi verið í öllum herbúnaði, Þorgrímur nef hafði exi og Þorkell hafði sverð, einnig voru allir vakandi og sumir vopnaðir. Gísli sagði að það mætti búast við því.

Útförin
Gísli býðst til að heygja Véstein á sandmel við Seftjörn. Það voru margir viðstaddir útförina meðal annars Þorkell og Þorgrímur. Þorgrímur segir: ?Það er tíska að binda mönnum helskó þá er þeir skulu ganga á til Valhallar og mun ég það gera við Véstein.? og svo bætir hann við ?Eigi kann ég helskó að binda ef þessir losna? Þorkell spyr Gísla hvernig Auði liði um bróðurmissinn, Gísli sagði að hún væri harmi losna.
Gísli segir frá draumunum sínum, í þessum draumum eru vargur og höggormur sem koma frá sama bæ og drepa Véstein. Ástæðan af því að Gísli sagði þetta ekki fyrr var sú að hann vonaðist að þessir draumar rættust ekki.

Hefndin

Eina nóttina segir Gísli, Auði að hann ætla að gefa hesti Þorkels auðga og biður hana um að opna fyrir sér þegar hann kemur aftur. Hann finnur Grásíðu og fer á Sæból. Þar voru allir sofandi, Gísli fer að rúmi Þorgríms og Þórdísar og drepur Þorgrím. Mikið uppþot varð á bænum en allir voru ölvaðir svo að það var ekki mikið gert. Gísli fór aftur heim og Auður opnaði fyrir honum en hann sagði henni ekki hvað hann gerði.
Grunur er um að morðingi Þorgríms væri enn á bænum en að lokum áttuðu þeir sér á að morðinginn var farinn. 60 manns fóru frá Sæbóli til Hólar. Þórður hinn huglausi sér hópinn koma að bænum og varar alla við. Þorkell sá óhreina og blauta skó Gísla og ýtir þeim undir rúm Gísla.
Þegar Gísli fréttir að vígi Þorgríms þá segir hann ?Skammt er þá milli illra verka og stórra?.
Vegna þess að Þorgrímur var goði þá var Gísli sendur í útlægð.
Gísli hefur kannski vitað að Þorkell hefur hugsanlega verið samsekur en hann drap hann ekki vegna þess að þeir voru bræður.

Lokaorð

Þó að það sé ekki alveg vitað hver drap Véstein þá er það líklegast að það hafi verið Þorgrímur eða Þorkell. Ástæðurnar eru þessar:
Þorgrímur og Þorkell létu Þorgrím Nef gera spjót úr Grásíðubrotunum og Vésteinn var veginn með því spjóti.
Þorgrímur neitar að ganga í fóstbræðralag með Vésteini.
Þegar Ásgerður og Auður voru að tala saman um hverjum þær voru hrifnar af áður en þær giftust, þá sagði Ásgerður að hún var hrifin af Vésteini áður en hún giftist Þorkel.
Þegar Gísli sendi Guðríði fóstru sína á Sæból þá voru allir vopnaðir og Þorkell var með sverð, tilbúinn að draga það úr slíðrinu einnig voru Þorgrímarnir vopnaðir og í herklæðum.
Þorkell spurði Gísla hvernig Auði liði, þetta hefur hann líklega gert til að Gísla myndi ekki gruna hann um morðið
Mín kenning er að Þorkell hafi drepið Véstein kannski að þeir voru óvinir útaf einhverju sem kom ekki fram í bókinni og samtal Auðar og Ásgerðar var kornið sem fyllti mælirinn, en þetta er bara mín kenning.

Eyjó