Snemma í styrjöldinni vildu Roosevelt Bandaríkjaforseti og Bandaríska herráðið (The Joint Chiefs of Staff) gera innrás í Evrópu, þar sem þeir töldu sýnt að Þýskaland yrði ekki sigrað með loftárásum eingöngu. Stalín studdi þessa áætlun dyggilega, enda hefðu nýjar vígstöðvar létt mikið sókn Rússa til vesturs, sem þegar var hafin og hófst reyndar eftir ósigur Þjóðverja í orustunni við Kursk 1943.

Breska herráðið lagðist algjörlega gegn þessum áætlunum og taldi að sóknin til Þýskalands yrði auðveldust með innrás og sókn norður um Ítalíu.
Eftir miklar deilur milli Breta og Bandaríkjamanna og að lokinni ráðstefnu í Casablanca 1943, féllst Churchill á að taka þátt í innrás í Frakkland sem gerð yrði um mitt ár 1944.

Slík innrás er gífurlegt fyrirtæki og krefst mikils og nákvæms undirbúnings. Fyrst af öllu þurfti að tryggja nægilegan flota flutinga- og verndarskipa til að taka þátt í innrásinni, ásamt því að koma flotanum fyrir til að skipa mannskap og tækjum um borð. Suður-England varð fyrir valinu.

Innrásarherinn saman stóð af:

5.300 skipum og innrásaprömmum
150.000 hermönnum
1.500 skriðdrekum
12.000 flugvélum

Þessi herafli taldist vera átta herir og kallaðist áætlunin Operation Overlord Einnig var sett upp 1. herþyrpingin (Army Group) svokölluð, en hún var bara til í látustunni, úr krossviði og pappa, flugvélar, skriðdrekar, bílar og hús, en allt var gert sem raunverulegast, t.d. öll loftskeyti og símskeyti, til að villa um fyrir þjóðverjum, hvar hin raunverulega innrás yrði gerð.

Bandaríska hershöfðingjanum Eisenhower var falinn yfirstjórn innrásarinnar, en enski hershöfðinginn Montgomery sá um herstjórnina.



Þjóðverjar voru ekki óviðbúnir og höfðu grun um að innrás yrði gerð í Frakkland. Þeir höfðu ellefu heri eða um 60 deildir til varnar, þar af 11 vélaherdeildir, samtals um hálfa milljón manna og auk þess byggðu þeir gífurlega öflug varnarvirki Festung Europe. Yfirstjórn þýska hersins var í höndum Hitlers, en á vettvangi stjórnuðu þeir Gerd von Rundstedt
marskálkur (til gamans má geta þess að hann var rekinn fjórum sinnum, en alltaf kallaður til starfa aftur) og Erwin Rommel marskálkur, sem frægastur var af herstjórn sinni í N-Afríku.

Því miður báru þessir tveir miklu herforingjar ekki gæfu til þess að vera sammála um hvernig best yrði staðið að vörnum í Frakklandi. Von Rundstedt var viss um að innrásin yrði gerð við Calais, enda studdu skýrslur njósnara þá skoðun. En þar var að verki blekkingin mikla 1. herþyrpingin, sem afvegaleiddi Þjóðverja, sem ekki voru að fullu viðbúnir innrásinni og urðu of seinir til þess að flytja lið á staðinn þegar þeim varð ljóst hvar innrásin var gerð. Um eitt voru þeir Rundstedt og Rommel sammála, hafnir máttu alls ekki falla í hendur óvinarins og honum yrði að mæta sem næst innrásarstaðnum.

Áætlun bandamanna hljóðaði uppá eitt hundrað þúsund hermenn á fyrsta sólarhringnum og eina milljón manna eftir einn mánuð. Herinn skyldi fluttur á skipum, með flugvélum (fallhlífalið) og með svifflugum.
Innrásardagurinn var ákveðinn 6. júní 1944 og skyldi innrásin hefjast með mikilli skothríð herskipa og loftárásum bandamanna á stöðvar Þjóðverja í Norður-Frakklandi. Einnig var varpað 12.000 þúsund hermönnum úr 101. fallhlífasveitinni (Band of Brothers) niður yfir Normandí skammt frá ströndinni. Þessir hermenn áttu að eyðileggja varnir og flutingaleiðir Þjóðverja.

Innrásin var mjög háð því að veður yrði gott, því ekki var hægt að sigla innrásarprömmunum yfir Ermasundið ef öldugangur væri mikill. Þegar að innrásinni kom var veður vont og kom til tals að fresta öllu saman. En það er ekki einfaldur hlutur að fresta heilli innrás, svo að Eisenhower tók þá ákvörðun að láta slag standa, þó hann vissi að teflt yrði á tæpasta vað. Klukkan þrjú aðfararnótt 6. júní 1944 hófu herskip og flugvélar miklar árasir á Normandí, innrásin var hafin.

Bandamenn mættu miklu meiri mótspyrnu en þeir reiknuðu með og urðu Bandaríkjamenn fyrir gífurlegu mannfalli í landgöngu sinni á stöðum sem þeir kölluðu Utah-strönd og Omaha-strönd.
Þegar bandamenn höfðu náð fótfestu á ströndinni settu þeir upp stórar flotbryggjur til að auðvelda uppskipun á mannskap og tækjum. Til gamans má segja frá því að Bandaríski herinn í Evrópu drakk þrjár milljónir flaska af Coca Cola á dag. Birgðaflutningarnir voru visst vandamál vegna þess að þýskir kafbátar léku enn lausum hala á Atlantshafi.

Næstu mánuði gekk sókn Bandamanna mjög hægt og mannfall var enn gífurlegt. Þessi hluti stríðsins er kallaður Bardagarnir um limgerðin, sem dregið er af landslagi og gróðri í Norður-Frakklandi.

Þegar Þjóðverjar sáu að Frakkland var að falla, hófu þeir undirbúning að nýrri sókn í Ardennafjöllum. Sumir sagnfræðingar halda því fram að sú sókn hafi verið ein snjallasta aðgerð stríðsins og er þó af nógu að taka.
Einu ári eftir innrásina var Hitler látinn og Þýskaland fallið og í rústum.
Ég mun ekki láta kúa mig af fíflum heimsins. Og ég veit að ég stafset ekki vel.