Æska og uppvöxtur Adolfs Hitler

Þessi ritgerð fjallar um æfi Adolfs Hitler fram að lokum fyrri heimstyrjaldarninnar. Að skrifa um þetta tímabil Hitlers gæti gefið manni nýjar hugmyndir um það hvernig hann varð síðar í lífinu.

Adolf Hitler fæddist þann 20. apríl 1889 í bænum Braunau í Austurríki, nálægt Þýsku landamærunum. Faðir hanns hét Alois Hitler og var bæði gáfaður og framagjarn tollgæslumaður. Móðir Adolfs hét Klara Hitler og var þriðja kona Alois. Þau voru bæði komin frá fátækri bændafjölskyldu.

Alois var mjög strangur faðir og barði Adolf ef hann óhlýðnaðist. Alois var mjög áhugasamur um að Adolf gengi vel í lífinu. Adolf gekk mjög vel í barnaskóla og þá leit út fyrir að hann ætti fyrir sér langa skólagöngu. Hann var mjög vinsæll hjá öðrum krökkum og fólk dáðist af leiðtoga hæfileikum hans. Hann var mjög trúaður sem barn og á tímabili var hann að hugsa um það að verða munkur.

Þegar hann byrjaði í Gagnfræðiskóla breyttist allt. Hann var ekki lengur eins hár á prófum og Adolf var ekki heldur eins vinsæll og hann var í barnaskólanum. Honum þótti gaman að skipa öðrum krökkum fyrir og þess vegna var hann bara með yngri krökkum. Uppáhalds leikirnir hanns voru að leika stríð. Hann hafði mestan áhuga á list og ætlaði að verða listamaður. Þegar hann sagði föður sínum frá þessu varð Alois bálvondur og samband þeirra endaði í rifrildi sem lauk ekki fyrir en Alois dó 1903.
Hitler var bara 13 ára þegar faðir hans dó. Dauði hans gerði fjölskyldunni ekkert illt fjáhagslega, því þau fengu rífleg eftirlaun frá ríkinu.

Klara Hitler var mjög góð og blíð kona og átti til að dekra Adolf. Hún reyndi líkt og Alois að fá Adolf til að sýna náminu meiri áhuga en það var árángurslaust og einkunir hans héldu áfram að vera lágar. Þegar hann var 15 ára gekk honum svo illa í skólanum að hann þurfti að endurtaka árið aftur. Hann langaði ekki að gera það og náði að samfæra móður sína um að leyfa honum að hætta í skólanum. Hann hélt upp á það með því að verða fullur en honum þótti það svo lítilsvirðandi reynsla að hann hét því að drekka aldrei framar. Hann hélt því heiti til æfiloka.

Þegar hann var 18 ára fékk hann greiddan arf eftir föður sinn. Hann tók peningana og flutti til Vínar þar sem hann ætlaði að læra list. Hann sótti fyrst um hjá listarskóla Vínar en var neitað þar. Síðan sótti hann um hjá arkitektaskóla Vínar en var neitað þar líka. Hann gat ekki hugsað sér að segja móður sinni að honum hefði verið neitaður aðgangur í tveimur skólum og þóttist vera nemandi í Vín.

Klara dó úr krabbameini árið 1907. Adolf tók þessu mun verr en þegar faðir hans dó. Sagt er að hann hafi alltaf verið með mynd af Klöru og talið er að hann hafi dáið með hana í hendinni. Sem elsta barn fékk hann eftirlaun föður síns greidd. Hann hafði núna nóg af peningum og eyddi mestum af tíma sínum í að labba um Vín og skoða hús, fara á söfn og teikna.

Árið 1909 átti Adolf Hitler að fara í Austurísk-Ungverska herinn en hann hataði Austurríki svo að hann hunsaði kallið. Það tók yfirvöldin 4 ár að ná honum en þegar hann fór í læknisskoðun 1914 var honum hafnað því hann var talinn of veikburða.

Þegar fyrri heimstyrjöldin braust út gékk Adolf í þýska herinn þar sem hann varð sendiboði. Hann var mjög ánægður með að stríðið byrjaði vegna þess að það gaf honum nýtt tækifæri og þakkaði guði fyrir það. Honum var oft lýst sem skrítnum persónuleika sem átti það til að standa skyndilega upp og halda ræður um hvað gyðingar og Marxistar væru ömurlegir. Honum gekk vel sem sendiboða og fékk 5 orður, þar á meðal Járnkrossinn fyrir hugrekki. Þó að hann hafi fengið margar orður náði hann ekki langt í hernum því að hann var svo skrítinn.

Adolf Hitler blindaðist í gasárás frá Bretum og endaði stríðið á sjúkrahúsi. Hann náði sér og fékk sjónina aftur en þá hafði Þýskaland gefist upp. Hitler varð mjög þunglyndur. Og það voru tímabil þar sem hann gat ekki hætt að gráta. Hann eyddi mestum sínum tíma uppað vegg á sjúkrahúsinu og talaði ekki við neinn.

En á ný hafði Hitler mistekist.

Sigurður Mölle