Víetnamstríðið var háð á árunum 1965-1975.
Þegar að Víetnamar höfðu fengið sjálfstæði undan frökkum árið 1954, var landinu skipt í tvo ríki. Norður-Víetnam sem að kommúnistar stjórnuðu og hins vegar Suður-Víetnam sem hafði stjórn sem að Frakkar studdu. Hin síðarnefnda stjórn var kölluð Saigonstjórnin, eftir höfðuborg Suður-Víetnam. Hún var þekkt fyrir spillingu og var því ekki vinsæl meðal almennings.
Í Suður-Víetnam voru þó hersveitir Víetkonga, (sem að voru Suður-víetnamskir kommúnismar) sem að börðust gegn stjórninni þar og vildu sameina landið aftur undir einni stjórn, stjórn Norður-Víetnam. Þessar hersveitir nutu síðan stuðnings frá Norður-Víetnam með Ho Chi Minh í fararbroddi og báðir aðilar fengu síðan hjálp frá Sovétríkjunum fyrrverandi og Kína.
Bandaríkjamenn sem að ávalt hræddust kommúnismann, vildu ekki að Víetnam félli í hendur hans vegna þeirrar ástæðu að líklegast myndu nálæg lönd fara sömu leið. Bandaríkjamenn fóru því að styðja Stjórnvöld Suður-Víetnam eftir árið 1960 með ýmsum hætti og fóru svo að taka beinan þátt í stríðinu. Þeim barst síðan hjálp frá meðal annars Suður-Kóreu sem að sendu hersveitir þeim til aðstoðar.
Þrátt fyrir tækni Bandaríkjamanna í hernaði var bardaga umhverfið í Suður-víetnam ekki venjulegt fyrir Bandaríkjamenn. Barist var í frumskógum og voru andstæðingar betur þjálfaðir heldur en Bandaríkjamenn og einnig á heimavelli. Mannfallið var gífurlegt og létust um 58.000 þús Bandaríkjamenn, rúmlega ein milljón Suður-Víetnama og allt að ein milljón Norður-Víetnama.
Bandaríkjamenn reyndu allt sem að þeir gátu til að losna við þetta bardagaumhverfi sem að var þeim svo erfitt og úðuðu skóganna með eiturefnum úr lofti, sem að eyddu laufum trjánna. Enn í dag er mikill hluti landsins skóglaus vegna þess.
Þrátt fyrir slæmt gengi, héldu þeir áfram að rembast eins og rjúpa við staurinn og voru lengi að átta sig á því, eða vildu ekki viðurkenna það, að þeir voru flækir í óvinnanlegt stríð.
Sjónvarpið sá til þess að í fyrsta skipti í sögunni voru beinar lýsingar og myndir frá stríðsvellinum. Þess vegna upplifði almenningur í öðrum löndum, allar hörmungarnar betur en utanaðkomandi fólk hafði áður gert. Stríðinu var allstaðar mótmælt harðlega í heiminum og mikil pressa sett á Bandaríkjastjórn að hætta öllum hernaði í Víetnam. Almenningi bæði í Bandaríkjunum og annarstaðar fannst hernaður Bandaríkjastrjórnarinnar líkjast helst hryðjuverkum. Sem dæmi nefna að allar sprengjurnar sem að þeir létu dynja á Víetnam voru 4 sinnum meira heldur en Þýskaland hafði orðið fyrir frá bæði Bretum og Bandaríkjamönnum í allri seinni heimstyrjöldinni.
Þrátt fyrir mótmæli heima og að heiman, héldu Bandaríkjamenn áfram stríðsrekstinum og vildu ekki játa sig sigraða. Árið 1973 voru þó haldnar friðarræður í París um þetta stríð sem að hafði samt eiginlega aldrei verið lýst yfir og samið var um vopnahlé. Bandaríska herliðið var kallað frá Víetnam skv. Skilmálum vopnahlésins en í allri Víetnam var enn barist í um tvö ár í viðbót, vegna ítrekaðra brota á vopnahléinu sem að hvort ríki um sig kenndi hinu um.
Bandaríkjamenn voru þó ekki búnir að gefast alveg upp og héldu áfram að styrkja stjórn Suður-Víetnam efnahagslega í þeirri von að þeir gætu unnið stríðið sjálfir.
Það fór þó ekki þannig og árið 1976 var Víetnam sameinað undir stjórn Norður-Víetnam eftir stórsókn Norður-Víetnama.
Orsök þess að Bandaríkjamenn töpuðu þessu stríði, eða drógu sig úr því, tel ég vera að þeir voru orðnir of vissir með sig. Þeir voru vissir um að þetta væri ekkert mál fyrir þá með allan besta tæknibúnað sem að þessi tími hafði upp á að bjóða. Þeir reiknuðu ekki með því að þótt að Norður-Víetnamarnir og Víetkongar hefðu kannski ekki eins góðan vopnabúnað og þeir voru þeir á heimavelli og kunnu að nota sér skóganna í sína þágu. Þeir voru snöggir, góðir í að fela sig og komu Bandaríkjamönnum oft að óvörum er þeir voru á leið í fylkingum í skógunum. Svona skæruhernaði voru Bandaríkjamenn ekki vanir og gátu ekki tekist á við hann. Ef að þetta stríð væri í dag er ég þó viss um það að þeir stæðu aðeins betur að vígi núna en þeir gerðu á þessum tíma þökk sé enn betri tækni. Þó er ómögulegt að segja til um hvort að þeir gætu unnið svona stríð í dag, þar sem að oft er hægt að leika á tækni eins og hitaskynjara og fleira í þeim dúr og Norður-Víetnamar væru líklegast einnig betur búnir. Annars er endalaust hægt að pæla í svona og við skulum bara vona að við komumst aldrei að því hvert okkar hefur rétt fyrir sér í svona pælingum :)



_____________________________________________ _______________________
Og þessar voru heimildir mínar…svona svo að þið haldið ekki að ég sé bara að bulla :)

Alfræði unga fólksins
Örn og Örlygur 1994
bls 568

Íslands- og mannkynssaga NBII: Frá lokum 18. aldar til aldamóta 2000
Gunnar Þór Bjarnason og Margrét Gunnarsdóttir
Nýja bókafélagið 2001
_________________________________________________ ___________________

Hope you guys enjoy! :)
kveðja Alexei
“No bastard ever won a war by dying for his country. He won it by making