Inngangur
Sagan gerist að mestu leiti á Íslandi en hún hefst í Noregi. Ég mundi segja að Gísli Súrsson, Auður Vésteinsdóttir, Þorkell (bróðir Gísla), Þorgrímur, Ásgerður og Vésteinn Vésteinsson væru aðalpersónurnar í þessari sögu. Saga þessi hefst í Noregi á 10. öld í dal sem nefndur er Súrnadalur. Þorkell einn skerauki átti þrjá syni og þeir hétu: Þorbjörn sem giftist Þóru, Gísli (ekki Súrsson) og Ari sem var giftur Ingibjörgu. Þorbjörn og Þóra áttu þau Gísla Súrsson, Ara, Þorkel og Þórdísi. kona Gísla var Auður dóttir Vésteins sem bar viðurnefnið austmaður hann var giftur Hildi Bjartmansdóttur og áttu þau annan son sem Hét Vésteinn Vésteinson.
Vargur og Höggormur
Í byrjun sögunnar ætla þeir Gísli Súrsson,Vésteinn, Þorkell og Þorgrímur að ganga í fóstbræðralag en Þorgrímur hættir við að verða fóstbróðir Vésteins og segir að það sé nógu mikið vesen að vera fóstbróðir hinna, þó hann verði ekki líka fóstbróðir einhvers sem er ekki einu sinni skyldur honum. Þá mælir Gísli: “Þó munum vér svo fleiri gjöra” og hættir við allt saman.
Þorkell og Gísli starfa saman á bæ í Haukadal. Gísli er atorkumaður mikill en Þorkeli finnst best að liggja bara í leti og taka sér ekkert fyrir hendur. Einn daginn þegar hann er bara að “tjilla” heyrir hann Ásgerði og Auði vera að tala um farir sínar í ástamálum. Hann heyrir Ásgerði biðja Auði að sníða peysu á Þorkel. Þá segir Auður að Ásgerður mundi ekki biðja sig að sníða peysu á Véstein. Ásgerður viðurkennir að vera ástfangin af honum. Akkúrat þá líta þær í dyragættina og sjá Þorkel standa þar, þungann á brún. Hann segir þá að nú muni einhver deyja. Þegar hann er farinn mælir Ásgerður þessi frægu orð: “Oft stendur illt af kvennahjali”. Þegar hún ætlar að leggjast upp í um kveldið segir Þorkell henni að hún skuli hypja sig. Þá hótar Ásgerður að taka alla peninga þeirra og fara. Þá sættast þau og fara að..ehemm…já. Þegar Gísli fréttir þetta verður honum órótt.
Gísli og Vésteinn bjuggu eitt sinn til medalíu sem þeir tóku svo í tvennt og geymdu sinn helminginn hvor. Ef að hættu bar að höndum átti sá sem vissi af hættunni að senda sinn helming til hins til að vara hann við. Seinna fréttir Gísli að Vésteinn sé kominn til Íslands. Gísli sendir húskarla sína, Hallvarð og Hávarð þegar í stað á mót honum með peninginn. Þeir fara á mis við hann en ná honum svo. Vésteinn var mjög örlagatrúi og þegar þeir láta hann fá medalíuna og segja honum fréttirnar þá segir hann; ”Nú liggja öll vötn til Dýrafjarðar”. Þetta þýddi að fyrst hann var kominn svona langt, þá varð ekki aftur snúið. Há-in tvö þeysa aftur til Gísla og segja honum fréttirnar og verður hann mjög áhyggjufullur. Vésteinn ríður nú til frænku sinnar í Gemlufjalli. Hún varar hann við að halda áfram för sinni og ráðleggur honum að snúa við. En hann þrjóskast við og virðir hana að vettugi. Hann heldur áfram för sinni en allir eru sífellt að vara hann við. Gísla dreymir sífellt drauma um morð Vésteins og er orðinn nokkuð áhyggjufullur.
Nú kemur Vésteinn í Haukadal og dvelur þar um tíma. Eina nóttina gerir óveður mikið. Gísli og menn hans fara út að binda niður heyjið.Þá(dammdammdammdamm) laumast einhver inn með spjót og stingur Véstein og skilur spjótið eftir í sárinu, en spjótið náði í gegn um Véstein og stöðvaðist í rúminu. Ásgerður kemur að honum og skipar Þórði hinum huglausa (þræl hennar) að taka spjótið úr sári hans. Sá sem tekur spjót úr líki verður að hefna fyrir það. Það vildi Þórður ekki og neitaði að taka spjótið úr Vésteini. Ásgerður slær hann þá. Í þeim svifum kemur Gísli inn. Hann verður þungur á brún og tekur sverðið úr Vésteini og kastar því alblóðugu á kistu eina.
Gísli tók að sér að sjá um útförina. Guðríður var send á Sæból að kanna aðstæður. Hún kemur til baka með þá vitneskju að allir hefðu verið á fótum og vopnum búnir, þó sérstaklega Þorgrímur. Gísli sagði að hann hefði búist við þessu.
Eftirmálar
Múgur og margmenni mættu í jarðarförina, þar á meðal Þorgrímur og Þorkell. Þorgrímur mælir; “Það er tíska að binda mönnum helskó og skal ég svo gjöra við Véstein”. Hann bindur skóna vandlega á Véstein, stendur upp og mælir svo; “Ef þessir losna, þá kann ég ekki helskó að binda”. Gísli hafði haft undarlega drauma undanfarið og segir svo frá að hann hafi séð höggorm og varg koma frá einum og sama bænum að myrða Véstein. Þorkell biður Gísla að sættast við sig og gjörir hann svo. Seinna um kveldið halda Bæði Gísli og Þorgrímur veislu og biður Gísli þræl Þorgríms að taka lokurnar frá öllum dyrum eftir að allir eru sofnaðir. Þrællinn spyr hvort Þorkell muni hljóta skaða af og neitar Gísli því. Þá samþykkir þrællinn og heldur samninginn. Um nóttina kemur Gísli að Sæbóli og kemur að ólæstum dyrum og fer inn. Hann þarf að myrða Þorgrím án þess þó að vekja konu hans. Honum tekst það og kemst út með því að fara út um fjósdyrnar. Nú verður Gísli útlagi og flýr með þræli sínum, Þórði (þessi sem ekki vildi taka spjótið úr Vésteini). Hann gabbar Þórð og segir við hann að hann vilji launa honum trúmennsku sína með því að gefa honum kápu sína og frelsi. Þórður verður hinn glaðasti og ríður burt. Mennirnir sem eru að elta Gísla halda auðvitað að þetta sé Gísli en ekki Þórður. Þeir drepa hann. Gísli kemst undan og sækir Auði og byggja þau sér hús í Geirþjófsfirði.

Heimildir: Einhver síða sem ég fann á google.com og bókin Gísla saga Súrssonar

Lokaorð
Þessi bók er mjög fróðleg og spennandi á köflum en höfðar kannski ekki alveg til ungs fólks. Þó er ég mjög feginn að hafa lesið hana því að þetta er jú þjóðararfur okkar Íslendinga og alger nauðsyn að lesa þetta. Einnig fannst mér myndin sem gerð var eftir sögunni og nefnd var “Útlaginn” einkar skemmtileg. Tjah… Þá er þetta víst búið.

Ragnar Sverrisson.