Hérna er ritgerð sem ég er að gera í skólanum mínum um víg Vésteins og datt mér í hug að setja hana hérna á huga.

Allt byrjar þetta á Þórsnesþingi þar sem Gísli og Þorkell Súrsynir, Þorgrímur Goði og Vésteinn Vésteinsson voru saman á þingi.
Haukdælir voru miklir menn og völdu frekar að vera inn í húsi(tjaldi)
og drekka í staðinn fyrir að vera á þinginu sjálfu. Þá kom maður til þeirra að nafni Arnór og segir að þetta sé asnalegt hjá þeim að hanga frekar inni heldur en að koma á þingið og þá segir Gísli að þeir munu koma því hann vill ekki að fólk tali svona um ætt sína. Þarna sést greinilega að Gísli er alltaf að hugsa um heiður ættarinnar og hann vill ekki að það komi svartur blettur á ætt sína. Þegar þeir fara svo af þinginu þá spyr maður að nafni Þorkell auðgi Gest sem var forspár maður af því hvað haukdælir verði áfram góðir vinir og svaraði hann að samband þeirra mundi slitna eftir 3 sumur!
Þetta frétta Haukdælir og stingur Gísli þá strax upp á því að þeir gangi í fóstbræðralag og er þetta aftur dæmi um að Gísli vill halda heiðri ættarinnar og vinskap þeirra. Þeir skáru þá upp túnþöku og blönduðu blóði og mold saman, en í miðri athöfn þá dregur Þorgrímur goði sig úr hópnum og segist ekki vilja fara í fóstbræðralag við Véstein og þá dró Gísli sig líka út úr þessu. Þetta er fyrsta tilraun til að sporna forlögunum en það tókst ekki í þetta sinn. Eftir þetta verða Þorgrímur goði og Þorkell meira saman og Vésteinn og Gísli meira saman. Gísli og Auður kona hans og systir Vésteins búa á Hóli en Þorgrímur goði og kona hans Þórdís sem er systir Þorkells og Gísla búa á Sæbóli með Þorkatli.
Nokkru eftir þetta fara Vésteinn og Gísli á einu skipi til Noregs en Þorgrímur og Þorkell á öðru skipi til Noregs líka. Gísli og Vésteinn voru 100 daga á leiðinni og lentu í óveðri en náðu á bjarga öllu sínu. Ferð Þorgríms og Þorkells gekk vel á alla staði og voru þeir aðeins fáar vikur á leiðinni.
Í Noregi hittu Gísli og Vésteinn mann að nafni Skeggja – Bjálfi. Hann fer með þeim til Danmerkur og verða þeir ríkir á þeirri för. Eftir eitthvern tíma í Danmörku segir Vésteinn að hann þurfi að fara til Englands og hafa samband við gamlan vin sinn sem segir að allur vinskapur sé búinn á milli þeirra. Fer þá Gísli og býr til gull pening sem var búið að skipta í miðju og lét hann Véstein fá annan helminginn en hann hélt hinum. Gísli sagði að þessi peningur væri einskonar viðvörun að hætta væri í nánd.
Fer Vésteinn núna til Englands en Gísli fer aftur til Íslands og er hann á Hóli í nokkurn tíma. Einn dag voru Auður og Ásgerður að tala saman um hverjum þær voru hrifnar af áður en þær giftust sínum mönnum og sagði Ásgerður að hún hefði verið hrifinn af Vésteini áður en hún hefði gifst Þorsteini og þetta heyrði Þorsteinn. Þetta kyndaði mikið undir dráp Vésteins því Þorsteinn var hræddur um að Vésteinn tæki Ásgerði af henni því Vésteinn var mikill maður og þetta sýnir líka hvað Þorsteinn var óöruggur með sjálfan sig. Nokkru eftir þetta kemur frétt til Gísla um að Vésteinn sé að koma til Íslands frá Englandi. Vésteinn sendir strax þræla sína, Hallvarð og Hávarð með peninginn sinn og segir hann þeim að finna Véstein og seigja honum að hann meigi ekki koma til Hóla.
Þeir fara á hestum sínum en fara á mis við Véstein en ná honum á endanum og láta hann fá peninginn og hann sér að þeir passa en hann lætur það ekki stoppa sig og mælir: “nú falla öll vötn til Dýrafjarðar og mun ég þangað ríða enda er ég þess fús… Þegar hann var kominn upp að Gemluvatni fékk hann aðra viðvörun sína og hann fékk þá þriðju þegar hann kom við á Þingeyri þar sem hann hitti manninn Þorvald Gneista, en Þorvaldur sagði honum að hætta biði hans á Hólum en hann lét það ekki stoppa sig. Þetta sýnir hvað Vésteinn er mikill maður og hann lætur örlög bara ráða ferðum.
Núna fer Vésteinn til Hóla og færir Gísla gjafir en fer einnig út í Sæból og ætlar að færa Þorkatli og Þorgrími vænlegar gjafir en Þorkell neitar að taka við þeim. Nótt eina skellur á mikið óveður og fara allir út til að binda þakið niður nema Auður, Vésteinn og Þórður hinn huglausi sem er þræll Gísla, en þau halda áfram að sofa. Allt í einu er Grásíðuspjóti stungið í gegnum magann á Vésteini og sagði hann þá aðeins eina setningu: “hneig þú mér”(bls.). Auður vaknaði við þetta og öskraði vakti hún Þórð og sagði honum að taka spjótið úr Vésteini en sá sem tekur morðvopnið úr líki honum er skyldugt að hefna fyrir drápið. Hann neitar að taka það úr vegna þess að hann er svo huglaus. Kemur Gísli inn og sér þetta og tekur hann spjótið í burtu.
Nokkru eftir það segir Gísli við Auði konu sína að hann sé að fara að hefna fyrir víg Vésteins. Hann gengur yfir að Sæbóli en dyrnar eru opnar því að Geirmundur þræll Þorgríms hjálpaði Gísla, en það er vegna þess að þorgrímur var nýbúinn að slá hann því hann vildi ekki gera vinnu sína. Gísli fór inn og slökkti á lömpunum og fór beint að rekkju Þorgríms og stakk hann með Grásíðu þannig að hann dó. Gísli slapp léttilega því það var gleðiskapur í húsinu og allir voru fullir.
Fólk var með sögusagnir um að Gísli hafi drepið Þorgrím en enginn gat sannað það. Einn vetur voru leikir í gangi og í hita leiksins samdi Gísli vísu um að hann hefði drepið Þorgrím og þetta heyrði Þórdís og sagði hún Berki bróður þorgíms og manni sínum en hann giftist Þórdísi eftir að Þorgrímur dó. Út af því að þorgrímur er goði og þess vegna var Gísli dæmdur í útlægð.

P.s. Þeir sem ætla að stela þessu af mér meiga minnast á mig eitthverstaðar á mig. svona t.d. í heimildarskrá eða eitthvað, kannski lokaorð
Lallz