Saga Tiger skriðdrekans.

Uppruni Tigersins nær alveg til ársins 1938 þegar áform voru uppi um þróun á stórum skriðdreka sem átti að vera eftirmaður Panzer IV skriðdrekans þýska. Í tilraunaskyni framleiddi Henschel frumgerð sem kallaðist VK3601. Hann var hönnunin sem átti á endanum eftir að mynda undirstöðu Tigersins. Hin frumgerðinn var þekkt sem DW1.

En bæði verkefnin gengu illa þar sem herinn var þegar sáttur við Panzer IV skriðdrekann sem reynst hafði vel í innrásinni í Pólland. Innrásin í Frakkland þar sem Panzer mætti Matildu & Char 1B skriðdrekum bandamanna breytti brátt hugsun hersins og haldið var áfram með áætlunina um þróun Henschel frumgerðinnar.

Um 1941 þegar Þjóðverjar heilluðust af rússnesku skriðdrekunum T-34 og KV1 þá var verkefninu gefinn forgangur enda sköruðu rússnensku skriðdrekarnir fram úr Panzer skriðdrekunum á vígvellinum. Þetta gerði það að verkum að Þjóðverjar byrjuðu að gera meðalstóran skriðdreka sem átti eftir að verða Panther skriðdrekinn (PzKpfw V).

Hitler ákvað að nýi þungi skriðdrekinn ætti að geta borið 88mm flak byssu sem hafði reynst vera stórhættulegt drápstól. Í enda mars 1945 um það leytið sem bandamenn og Rússar grófu sig djúpt inn í uppsetningu tiger skriðdrekans varð hann mjög sjaldgæfur. Þeir gjörsamlega reyndu allt á tiger skriðdrekunum til að forðast algeran ósigur.


Það eru til miklu fleiri uplýsingar um tiger skriðdrekann, bara spurning um að leita á netinu ;)

P.S. Ekkert skítkast!