Um tíma leit út fyrir að Þjóðverjar myndu vinna úrslitasigur og kemur upp spurningin hvernig heimurinn hefði litið út, ef svo hefði farið. Persónulega hef ég ekkert mikið pælt í því en væri gaman að sjá skoðanir ykkar ! Ég fann líka þessa áhugaverðu áætlanir um hvernig heimurinn átti að vera hefði þeir ráðið í þessari fjölvabók um Seinni Heymstyrjaöldina og það er gaman að sjá hvernig átti að skipa heimnum. Varsegod . Vill einnig taka það fram að þessar áætlanir voru auðvitað teknar áður en styrjöldin byrjaði ! (af Hitler þá )


Hitler hugðist vissulega koma á nýskipun í Evrópu og öllum heiminum. Það er nokkuð ljóst að viðurkenna átti forræði Japana yfir Austur-Asíu og Ítala yfir Botnalöndunum og austanverðri Afríku og Arabíu. Þjóðverjum voru ætluð yfirráð yfir V-Afríku í tengslum við Frakka og sennilega Kongó í tengslum við Belgíumenn. Gyðingum var ætlað landnám á Madagaskar , þar sem þeir yrðu ekki öðrum til meins. Um eitt skeið lofaði Hitler Rússum yfirráðum yfir Persíu og Indland, en ólíklegt að hann hafi nokkuð meint með því. Flest bender til, að hann hafi ætlað Bretum yfirráðin yfir Indlandi og sunnanverðri Afríku, auk Ástralíu og Kanada.
Hugmyndir um Ameríku voru lítt mótaðar, kannski skyldu Bandaríkjumenn ráða fyrir latnesku Ameríku, ef þeir takmörkuðu áhrif Gyðinga með sér, en líka má vera að hann hafi ætlað Spáni og Portúgal nokkuð hlutverk þar.
Hann virðist hafa haft í hyggju að skipta öllum heiminum þannig niður í skirt afmörkuð áhrifasvæði, svo að ekki kæmi til árekstra, heldur gætu hvítu þjóðirnar unnið að því skipulega að efla nýlendurnar sínar og hefja meira landnám í þeim en áður var dæmi um.
Heima í Evrópu var meginmarkmið hans að undiroka Slafa. Einkum átti Pólland og Rússland að verða gífurlegt útþvenslusvæði. Þjóðverjum er skyldi að lokum leiða til útrýmingar hinna innfæddu.
En meginkjarninn í allri heimsmynd hans var endurfæðing Evrópu í nasískum hugsunarhætti, þar sem útrýmmt væri marxisma og verkföllum, en unnið markvisst að tæknilegum framförum og efnahagslegri sameiningu með bílabrautum og hverskyns velsæld.
Evrópuþjóðir áttu að vera aðall heimsins, og hlíta þýskri forystu en vera mismunað líkt og bandamönnum Rómverja til fornra.
Þannig átti að undiroka Frakka og Belgíumenn,sennilega að innlima Hollendinga og Svisslendinga, en aðrar þjóðir áttu að vera frjálsari,eins og Ítalir, sem skyldu vera eitt af stórveldunum . Það er nú alveg ósýnt, hvort nasistar hefðu getað haldið slíkri heimsskipun uppi til nokkurs langframa. Kannski er hugsanlegt að með meiri hörku og blóðbaði hefði mátt halda nýlenduskipulaginu lengur við, en í heild sinni hefði þetta haft í för með sér viðvarandi styrjaldarástand, neðanjarðarhreyfingar og Víetnamstríð.


Heimildir : Fjölvabók um Seinni heimstyrjaöld. eftir Ronald Heiferman og inngangur eftir Þorstein Thorarensen :D