Flestir hér hafa mestan áhuga á Seinna Stríði en mér finnst allt svo margtuggið um það að hálfa væri nóg og hef því meira pælt í því Fyrra.

Ég var að horfa á þátt um það á History Channel og alltaf lærir maður eitthvað nýtt. T.d. vissi ég ekki að þýskir skemmdarverkamenn eyðulögðu mjög stóra skotfæra/sprengiefnageymslu á Black Tom eyju við New York borg 1916. Þetta voru 6 mánaða framleiðsla sem átti að fara til Rússlands og voru lætin slík að rúður brotnuðu í NYC og Frelsistyttan varð fyrir sprengjubrotum. Það uppgötvaðist ekki fyrr en mörgum árum seinna að þetta hafi verið skemmdarverk.

Talandi um sprengingar, þá stunduðu báðir herir á Vesturvígstöðvunum að grafa undir víglínur hinna og sprenja upp tugi tonna af sprengiefni í von um að brjótast í gegn. T.d. sprengdu Bretar 1916 undir þýsku skotgrafirnar við Messine Ridge og grófust þar um 10.000 þýskir hermenn, margir líklega lifandi.

1916 gerðu Franskir hermenn uppreisn sem stóð í um 6 vikur og veikti víglínur þeirra mjög (Frakkar eiga Bretum og Bandaríkjamönnum að þakka björgun frá Þjóðverum tvisvar á síðustu öld, en hvar eru þakkirnar ?)og hefðu Þjóðverjar haft fulla vitneskju um þetta hefðu þeir getað unnið stríðið.

Margir velta fyrir sér hvernig hefði farið ef að Hitlers Þýskaland hefði unnið, mér finnst forvitnilegra frá pólitísku sjónarmiði hvað hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu unnið Frakka og síðan samið frið. Það hefði líklega verið ágætt, Frakkar hefðu þurft að borga e.h. bætur, og Nasisminn hefði líklega ekki orðið til enda byggðist hann m.a. á hatri vegna vopnahlésskilmálanna. Auk þess hefði Rússneska keisaraveldið hugsanlega haldið velli og við hefðum losnað við hina hrikalegu kommúnistatilraun.

P.S. Svo mæli ég með því að vefstjóri leyfi ekki linka hér eins og viðbjóðslegar áróðurssíður nýnasista eins og waffenss.com