Í skólanum í fyrra átti ég að skrifa ritgerð um Jón Sigurðsson og hvað mér fyndist um hann svo hér læt ég það bara gossa:

Í þessari ritgerð verður fjallað um Jón Sigurðsson forseta og helstu frelsishetju Íslands. Hvers vegna var hann kallaður forseti og frelsishetja? Það er fjallað um líf hans, nám og starf og sagt verður frá baráttu hans fyrir Ísland. Einnig verður fjallað um eiginkonu Jóns, Ingibjörgu Einarsdóttur og líf þeirra í Kaupmannahöfn.

Jón Sigurðsson fæddist á Hrafnseyri við Arnarfjörð 17. júní árið 1811 og lést 7. desember árið 1879. Foreldrar Jóns voru Sigurður Jónsson og Þórdís Jónsdóttir. Sigurður fæddist 2. janúar 1777 og lést 31. októmber árið 1855. Hann var prestur á Hrafnseyri. Þórdís fæddist 28. ágúst árið 1773 og lést árið 1862. Jón átti tvö systkini, Jens, en hann var rektor í Reykjavík, og svo systir hans Margrét sem var húsfreyja á Steinarnesi við Arnarfjörð.
Ekki er mikið vitað um æsku Jóns Sigurðssonar.
Um fermingaraldur var hann látinn róa hjá föður sínum í verstöð sem heitir Bás, á milli Arnarfjarðar og Tálknafjarðar. Jón átti aðeins að fá hálfan hlut. Það var þannig vegna þess að allir strákar voru kallaðir hálfdrættingar. Jón vildi fá heilan hlut vegna þess að hann hafi unnið jafn vel og allir aðrir. Síðan féll formaðurinn á að gefa honum heilan hlut og var hann þá á jafnmikilum launum og fullorðinn maður.

Jón var ekki sendur í skóla en móðir hans og faðir kenndu honum allt það sem hann þurfti að læra til stútentsprófs. Það var gríska, danska, íslenska, hebreska, trúarfræði, saga, landafræði, stærðfræði og latína. Þetta voru þær greinar sem þurfti til þess að verða prestur. Þegar Jón var orðinn 18 ára gamall var hann sendur til Reykjavíkur til að taka stútentspróf. Prófið fór fram í Dómkirkju prestsins í Reykjavík. Þar var honum haldið þar og spurt var út úr námsefninu.
Nú opnuðust tvær leiðir, ein var að gerast prestur og hin var að fara í háskóla í Kaupmannahöfn. Þá akvað Jón að bíða átektar og næsta ár var hann orðinn skrifari og bókhaldsmaður í búð í Reykjavík. Búðina átti danskur kaupmaður sem var algengast á Íslandi þá en föðurbróðir hans, Einar Jónsson stýrði henni. Þannig kynntist Jón henni Ingibjörgu því Einar var faðir hennar. Á meðan Jón var í Reykjavík hófu hann og félagar hans að gefa út ný félagsrit.
Ingibjörg og Jón trúlofuðust og ári seinna sigldi Jón til Kaupmannahafnar til að fara í háskóla og Ingibjörg varð eftir á Íslandi.

Í háskólanum vildi Jón helst stunda nám í íslenskum bókmenntum og Íslandssögu en það var ekki kennt í staðinn lærði hann málfræði. Hann stundaði námið af kappi í fimm ár en aldrei lauk hann háskólaprófi og hann fékk brátt annað að hugsa um. Í desember árið 1839 kom nýr konungur í Danmörku og Jón hélt að hann væri fúsari til að stofna þing á Íslandi. Og hann lét stofna þing á Íslandi í Reykjavík og á íslensku.
Vorið 1845 hélt Jón áleiðis til Íslands til að sitja endurreist Alþingi fyrir Ísafjarðarsýslu og vitja heimahaganna fyrir vestan.
Um haustið voru þau Ingibjörg svo gefin saman í hjónaband í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þá var hann 34 ára en hún 41 árs.
Frá hinu fyrsta endurreista Alþingi var Jón Sigurðsson aðal maðurinn á þinginu.
Það voru hans skoðanir sem hvað mest mótuðu þingið fyrstu árin. Hann var 10 sinnum kjörinn forseti þingsins og hefur enginn maður gegnt þeirri stöðu jafnlengi.
Árið 1848 afsalaði Danakonungur sér einveldi. Þá birti Jón Hugvekju til Íslendinga og var það stefnuskrá hans í sjálfstæðisbaráttunni, sem flestir Íslendingar fylgdu undir forystu hans. Hér kom Jón fram með hin sögulegu rök, sem urðu eins og rauður þráður í allri hans baráttu, en aðalatriði hennar var að Íslendingar fengju að ráða sér sjálfir.
Hver voru eiginlega rökin sem Jón Sigurðsson notaði:

1.Réttindi Íslands byggðu á Gamla sáttmála frá 1262 sem Íslendingar gerðu við Hákon gamla Noregskonung. Þar gengu þeir í samband við Noreg sem „frjálst land“ með ákveðnum skyldum og réttindum. „Öll stjórn þeirra og lög skyldu vera innlend.“

2.Þegar einveldi Danakonungs komst á 1662 játuðu Íslendingar því.

3.Eftir að Danakonungur afsalaði sér einveldi árið 1848 áttu hin fornu réttindi Íslendinga samkvæmt Gamla sáttmála að taka gildi á nýjan leik.

Danska stjórnin boðaði til þjóðfundar í Reykjavík sumarið 1851. Lagði hún frumvarp fyrir fundinn, þar sem þjóðarréttindi Íslendinga voru höfð að engu. Íslensku fulltrúarnir lögðu hins vegar fram annað frumvarp undir leiðsögn og forystu Jóns Sigurðssonar. Var þar byggt á kenningum hans í Hugvekjunni frá 1848.
Ekki leist konungsfulltrúa, Trampe greifa, á frumvarp Jóns Sigurðssonar og samherja hans og sleit hann því fundinum í nafni konungs. Þá hljómaði setningin sem margir kannast við: „Vér mótmælum allir.“
Á þjóðfundinum tók Jón Sigurðsson endanlega forystu fyrir Íslendingum í baráttu þeirra fyrir auknum stjórnarfarslegum réttindum og hélt henni til æviloka.
Hvers vegna var Jón kallaður forseti? Vegna þess að Jón var kosinn forseti Hafnardeildar Bókmenntafélagsins og var hann þá staddur á skipi á Atlantshafi á leið á þjóðfund. Var þetta gert að honum forspurðum og gegndi hann forsetastarfinu til æviloka. Hann flutti til Kaupmannahafnar árið 1851 og bjó þar alla sína ævi með eiginkonu sinn Ingibjörgu Einarsdóttir á Øster Voldgade 8, en það kölluðu Íslendingar við Austurvegg.
Var það leiguhúsnæði og greiddi Jón fyrir það sem svaraði rúmlega 80 þúsund krónum íslenskum í húsaleigu á mánuði, fyrir utan ljós og hita. Hiklaust má segja að heimili þeirra hjóna hafi verið félagsmiðstöð og athvarf Íslendinga í Höfn meðan þeirra naut við. Jón og Ingibjörg voru barnlaus, en tóku til fósturs og ólu upp Sigurð, systurson Jóns.

Hvers vegna áttu Ingibjörg og Jón engin börn?
Þessi spurning er umdeilanleg en ég held að þeim hafi ekkert langað að eignast barn en þau tóku samt strákinn í fóstur, kanski gátu þau ekkert eignast börn.

Mér fannst Jón hafa haft mikil áhrif á Íslendinga með sjálfstæðið, hann kom af stað hreyfingu með þjóðfundinum og við höfum spunnið meira úr þvíog höfum orðið sjálfstæð með tímanum. En Jón var samt dálítið leiðinlegur með því að hafa skilið Ingibjörgu eftir heima. Hann var samt aðal frelsishetja Íslendinga

Endir

p.s ég fékk 9.0 fyrir þessa ritgerð