Gísli Súrsson

Gísli Súrsson er talin ein af mestu hetjum Íslendingasagnana. Hann reynir allt hvað hann getur í gegnum söguna að bjarga heiðri ættarinnar. Í Noregi þegar fréttist að maður að nafni Bárður hafi verið í tygjum við Þórdísi systur hans fer Gísli og drepur hann eftir að faðir hans, Þorbjörn, hvetur hann til þess. Við þetta tækifæri byrjuðu ósættir Gísla og bróðir hans Þorkells sem var vinur Bárðar. Synir Bárðar hefna hans en Gísli og Fjölskylda flytur til Íslands. Gísli fær viðvörun um ósætti milli hans, Þorgríms, Vésteins og Þorkells þannig að hann reynir að bjarga málunum með því að fá þá alla til að sverjast í fóstbræðralag. Það gengur vel í fyrstu en svo vill Þorgrímur ekki gerast fóstbróðir Vésteins og þess vegna neitar Gísli að verða fóstbróðir Þorgríms. Hann reynir að forðast missætti þegar Vésteinn var á leið til hans í veislu og sendir sendiboða til að vara hann við. Vésteinn ákveður samt að halda áfram og það leiðir af sér að Vésteinn er veginn að næturþeli. Gísla grunar að Þorgrímur og Þorkell hafi unnið verkið. Gísli sem er síhugsandi um að passa uppá heiður ættarinnar fer og hefnir Vésteins með því að drepa Þorgrím. Hann hugsar ekkert um að hann sé mágur hans. Gísli er dæmdur í útlegð vegna þessa. Hann breytist mikið í útlegðinni og þar ráða miklu tvær draumkonur. Önnur er góð og veitir honum styrk en hin er ill og spáir honum dauða. Þessar tvær draumkonur eru fulltrúar tveggja mismunandi trúarbragða: Kristni og ásatrú. Gísli er ekki lengur höfðingi og fólkið sem hjálpar honum er fólk af lægri stéttum t.d. ambáttir og þrælar. Sem dæmi um það má nefna var þegar hann flúði frá Hergilsey með hjálp frá þrælinum Svart og ambáttarinnar Bóthildar. Gísli er farinn að hneygjast mjög til kristni og það sést á því þegar Þorkell bróðir hans er drepinn. Þá er hann því fegnastur að þeir náðu að flýja til Noregs þar sem hann gat ekki náð til þeirra. Þrátt fyrir þetta setur Gísli ekki fyrir sig manndráp því hann drap sex menn af þeim fimmtán sem ráðast á hann í lokabardaganum.
Gísli breyttist mikið á þessum árum sem sagan gerist. Hann þroskast úr hrokafullum höfðingja sem lætur slátra frekar vitlausum þræl til að bjarga eigin skinni í útlaga sem ber virðingu fyrir fólki af lægri stéttum og er ekki eins ákafur og áður að hefna. Ástæðan fyrir þessu er að fólkið sem reyndist honum best voru þrælar og ambáttir. Þau hjálpuðu honum þegar hann átti í erfiðleikum á meðan höfðingjar eins og bróðir hans vildi ekki rétta honum hjálparhönd ef það kæmi honum í vandræði.