Árni Magnússon - Æviágrip Sælir Hugarar

Hérna er smá ritgerð sem ég gerði um daginn í sögu. Ég á kvað að senda hana hingað til að fræða fólk aðeins um störf Árna Magnússonar. Það hefur ekki verið send inn grein áður um hannnn og þess vegna ágætt að fólk fræðist örlítið um þennan merka Íslending.

Árni Magnússon var frumkvöðull í handritasöfnun. Í þessari grein ætla ég að fjalla um líf hans og starf. Hann safnaði aðallega norrænum handritum, mest hér á landi. Hann flutti þau flest út til Kaupmannahafnar og afritaði handritin þar.

Æska

Þann 16. nóvember 1663 fæddist Árni Magnússon, faðir hans var Magnús Jónsson sem gegndi prestsembætti að Kvennabrekku í Miðdölum í Dalasýslu. Og móðir hans var Guðrún dóttir Ketils Jörundarsonar prófasts í Hvammi. Bræður Árna voru Gísli, en hann dó ungur, Jón fæddur 1662 og Magnús fæddist árið 1669. Rúmum tveimur árum eftir fæðingu Árna eignaðist Magnús faðir hans barn utan hjónabands og missti prestembættið við Kvennabrekku. Þannig að Magnús þurfti að leita annað til að framfleyta fjölskyldunni. Magnús og Gurðrún hafa eflaust ekki treyst sér að hafa alla syni sína hjá sér á þessum tíma og var Árni fluttur til afa síns og ömmur, séra Ketils og Guðlaugar foreldra Guðrúnar.

Menntun

Fyrsta menntunin sem Árni hlaut var hjá Katli afa sínum, sem var einn lærðasti maður landsins. Fyrst lærði Árni að lesa íslensku af bók aðeins 6 vetra gamall og veturinn eftir lærði hann latínu. Aðeins tíu vetra gamall var Árni farinn að læra grísku, einnig undirstöðuaðferðir reikningslistar.
Árið 1680 fóru Árni og Jón bróðir hans saman í Skálholtsskóla. Jón mun hafa verið líkari föður sínum, kvensamur en Árni rólyndari, einbeittari og dugmeiri.
Eftir tveggja ára skólavist veiktist Jón af ótilgreindum veikindum, og þurfti hann því að hætta skólavist og var hjá foreldrum sínum árin 1682 – 1683. Það kann að hafa valdið því að Árni fékk að fara utan með föður sínum en ekki Jón. Árni var þá orðinn útskrifaður úr Skálholtsskóla og ætlaði í háskólann. Árni innritaðist í Hafnarháskóla 25. september 1683 sem Arnas Magnæus. Árni var tvö ár við almennt guðfræðinám. Skilyrði útskriftar var að prédika í sérstakri Garðskirkju. Undir þetta próf gekkst Árni árið 1685 og stóðst það.

Fyrsta starfið

Árni átti möguleika á að fara til baka til Íslands í von um embætti en var þá þegar kominn í starf sem átti hug hans allan. Hann fékk starf sem aðstoðarmaður konugslegs fornfræðings sem var Thomas Bartholín, þetta var árið 1684. Og fólst það aðalega í að þýða íslensk handrit.

Handritasöfnunin

Árið eftir, eða 1685 fór Árni til Íslands að safna handritum. Fyrstu handritin sem hann eignaðist voru þrjár lögbækur frá miðri 14. öld. Það voru Ljárskógabók, Staðarfellsbók og Belgdalsbók. Einnig fékk hann fjölmörg handrit lánuð til að afrita. Söfnunin vatt upp á sig ár frá ári og náði hámarki í upphaf 18. aldar. Smán saman varð til safn hjá Árna í Kaupmannahöfn, Árnasafn, og varð stærsta safn íslenskra handrita, sem til var. Á sama tíma og Árni ferðaðist um landið og skrifaði jarðabók, en það hafði honum verið falið eins og fram kemur hér á eftir, safnaði hann handritum. Þau voru í mjög misjöfnu ásigkomulagi. Til dæmis fann Árni blaðsíðu úr Sturlungasögu, frá því um 1400, sem hafði verið notuð í sauma snið fyrir vestisbak. Áður en ferð Árna um landið lauk hafði hann náð að sanka að sér 55 kistlum af skinnhandritum, pappírsuppskriftum og fornum skjölum. Einnig má til gamans geta að Árni Magnússon varð síðar sögupersóna í skáldsögu eftir annan þjóðþekktan Íslending, ritskáldið Halldór Laxness, og var Árni þar kallaður Arnas Arnæus og fléttast handritasöfnun hans inn í söguna. Er eftirminnilegt þegar Arnas dró Snæfríði Íslandssól inn í kot á Akranesi í leit að gömlu handriti. Þá sagði Snæfríður “vinur hví dregurðu mig inní þetta skelfilega hús.”

Hjónaband

Árni Magnússon og Mette Magnussen giftust þrátt fyrir mikin aldursmun, Mette var 64 ára og Árni 45 ára,og var þá 19 ára aldursmunur á þeim. En þau giftust 16. maí 1709 í Kaupmannahöfn. Sagan segir að Mette hafi verið mjög rík og Árni hafi gifst henni til að geta haldið áfram handritasöfnun sinni.

Jarðarbókin

Jarðabókarnefnd hét nefnd sem skipuð var 25. arpríl 1702, af Friðriki IV Danakonungi. Í þessari merku nefnd voru Árni Magnússon og Páll Vídalín. Verkefni þessarar nefndar var að fara um allt Ísland og taka niður nákvæma lýsingu hverrar bújarðar, gildi þeirra og ástand. Einnig að láta færa fram ýtarlega rannsókn á högum landsmanna, og semja tillögur til umbóta á mörgum sviðum. Verkið stóð til 1714, sökum styrjaldarástands í Evrópu komst bókin ekki til Danmerkur fyrr en 1720. Jarðabókin var gefni út af hinu íslenska fræðifélagi í Kaupmannahöfn í 11 bindum á árunum 1913 – 1943. Handrit jarða lýsinga í Múla- og Skaftafellssýslum urðu þó eldinum mikkla 1728 að bráð.

Bruninn í Kaupmannahöfn 1728

Að kvöldi miðvikudags 20. október 1728 kviknaði eldur í húsi vestarlega í Kaupmannahöfn. Vindur stóð úr suðvestri og eldurinn barst yfir miðborgina. Daginn eftir var eldurinn kominn í háskólahverfið. Árni trúði því ekki að eldurinn myndi ná til bókasafns síns og treysti á brunalið borgarinnar. En þegar hann sá að eldurinn myndi ná til bókasafnsins hófst hann handa við að flytja bækur og handrit í öruggt húsnæði. Ekki náði Árni þó að flytja allt sem var á safninu en mikinn meirihluta. Rúmlega 400 hundruð bókum var bjargað, en 12 skinnhandrit brunnu. Í þessum mikla bruna brann að minnsta kosti þriðjungur borgarinnar til kaldra kola, eða um 3000 hús. Rúmlega 16 þúsund manns misstu heimili sín.

Stofnun Árna Magnússonar

Stofnun Árna Magnússonar heitir handritastofnun Íslands oftast nefnd Árnastofnun. Árnastofnun er háskólastofnun með sérstaka stjórn og sérstakan fjárhag, hún var stofnuð með lögum 1962. Hún heyrir undir mentamálaráðuneyti og ríksistjórn Íslands. Í Árnastofnun eru varðveitt skjöl, og handrit úr safni Árna Magnússonar auk annara heimilda. Tveimur merkum handritum var skilað við hátíðlega athöfn í Reykjavík 21. apríl árið 1971, það voru, Flateyjarbók og konungsbók Eddukvæða, sem varðveitt voru í Konunglega bókasafninu í Danmörku. Var það upphafið á því að fá handrit heim til Íslands

Ævilokin

Árni Magnússon andaðist 7. janúar 1730 eftir mikil veikindi aðeins tveimur árum eftir brunann mikla. Útför Árna fór fram frá Þrenningarkirkju 12. janúar 1730. Mette andaðist 15. september 1730 og var grafin hjá manni sínum.

Lokaorð

Ég komst meðal annars að því hversu mikilvægt starf Árni Magnússon vann, með því að safna öllum þessum handritum og varðveita þau. Án Árna vissu Íslendingar eflaust ekki jafn mikið um uppruna sinn og sögu. Einnig má til gamans geta þess að mánudaginn 20. október 2003 eru liðin 275 ár frá upptökum brunans í Kaupmannahöfn.


Vonandi að þið hafið fræðst örlítið.

Kv. Vedde