Sendi inn þetta bara til gefa ykkur smá innsýn í sögu Mið-Austurland. Gerði þennan fyrirlestur í sögu fyrir ári. Lokaorðin voru úr heimildamynd sem sýnd var í Ríkissjónvarpinu.




Inngangur

Eins og við vitum flest öll eru miðaldir og fram að endurreisnatímabilinu í Evrópu tími Islam og þar með múslima. Landsvæði sem tilheyrðu múslimum var gífurlega stórt og menningin blómstraði á þessum tíma, þá er ég að tala um 7.öld fram að þeirri 16. Vestræn menning eiga mikið að þakka múslimum hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Á meðan Evrópa var ekki merkileg á að líta á þessum tíma, plágur og mikil fátækt var í gangi og það að kaþólikkar voru að hafa sig mikið frammi var ekki til þess að bæta ástandið. Hluti af þessu tímabili eru kallaðar “Myrkru aldirnar” eða “The dark ages”.
Á meðan voru múslimar önnum kafnir við að byggja sitt veldi, hjá þeim risu stórborgir og stórglæsilegar byggingar, flestar moskur, út um allt. Bagdad (nú höfuðborg Íraks) varð miðstöð menningar og þekkingar og streymdu þangað menntamenn og listafólk allstaðar að, skipti litlu hverrar trúar það fólk var. Múslimar tóku upp á því að færa í rit þekkingu forna tíma frá dögum forn-Grikkja, m.a. heimspeki Aristotelesar og Platos, stjörnufræði og stærðfræðiþekkingu o.m.fl. Allt þetta barst svo seinna til Evrópu og Vesturlanda.

Um hvað snérust Krossferðirnar?

Krossferðir voru herferðir kristinna manna gegn múslimum, farnar til að ná yfirráðum yfir borginni Jerúsalem. Fyrsta krossferðin var farin árið 1096 og hinir kristnu hermenn náðu borginni á sitt vald. Síðar náði Saladin soldán völdum í Jerúsalem. Kristnir menn og múslimar réðu Jerúsalem til skiptis. Árið 1291 féllu svo síðustu vígi kristinna í Mið-Austurlöndum og umburðarlyndi tók við af heiftúðinni og hatrinu sem krossferðirnar höfðu ýtt undir. Það voru furstar úr löndum Evrópu sem stóðu fyrir krossferðunum, en trúarofsinn sem tengdist krossferðunum varð til þess að stórir hópar óvopnaðra bænda og barna streymdu til Jerúsalem og dóu tugþúsundum saman.


Hröð útbreiðsla Islam

Var einn afdrífaríkasti atburður miðalda. Á innan við áratug höfðu múslimar lagt Arabíuskaga undir sig og eftir andlát Múhameðs 632 var ekkert lát á útþennslunni. Snemma á 8.öld höfðu arabískir herir náð að landamærum Indlands í austri og voru í þann mund að ráðst inn í Spán úr vestri, drifnir áfram af hugsjóninni um jihad (heilagt stríð). Með stofnum Kalífadæmis Abbasída árið 750 komu múslimar á fót veldi sem var svo auðugt að menningu að engir jarðbúar gátu státað að öðru eins nema Kínverjar. Kalífadæmið réði yfir í Evrasíu á láði og legi og því barst trúin á komandi öldum enn lengra, langt inn í myrkviði Afríku, yfir Indlandshaf og norður til Mið-Asíu.




Krossferðir

“Þeir sáu borgina helgu og voru uppnumdir. Kannski var það þess vegna, þegar þeir streymdu inn um borgarhliðin að það rann á þá ofstækisæði og þeir frömdu þessi hræðilegu fjöldamorð í nafni kristninnar sem setti blett á nafn Kristni meðal múslima og varla nema von”.
Jerúsalem er heilög borg í augum kristinna, gyðinga og múslima. Múslimar lögðu undir sig borgina árið 636. Atburðurinn olli ekki þáttaskilum, múslimar voru tiltölulega umburðarlyndir við fólk af öðrum trúflokkum og leyfðu kristnum mönnum að heimsækja hina helgu borg. Þetta breyttist þegar Seldsjúkar (Tyrkir) tóku Jerúsalem árið 1071 en þeir rændu pílagríma og drápu, að sögn þeirra manna sem snéru aftur til Evrópu á næstu árum. Þetta atvik og að Altakin, egypskur prins, sem í raun var geðveikur ákvað að eyðileggja og jafna við jörðu Kirkju hins heilaga grafar í Jerúsalem, talið að þarna sé Kristur grafinn.
Þetta fyllti mælinn hjá Evrópubúum og Urban páfi annar notaði tækifærið og fékk helstu þjóðhöfðingja og aðalsmenn Evrópu til að halda af stað austur og vinna heilaga landið til baka. Fjölmennur hópur riddara tók krossinn, hélt til Palestínu og hertók Jerúsalem árið 1099. Múslimar voru gjörsigraðir og meðferð krossfaranna gegn þeim bar lítinn vott um kristilegan kærleik, íbúar Jerúsalem voru höggnir í spað án minnstu miskunnar. Til að verja sig frá ásókn múslima eftir að hafa náð völdum í Jerúsalem byggðu riddararnir stóra og óvinnandi kastala sem ennþá standa uppi í dag.
Á meðan þessari dvöl stóð í hina helga landi kynntust kristnir ýmsum munaði en ég kem að því síðar.
Önnur krossferðin var farin um miðja 12.öld, vegna þess að krisnir álitu að múslimar væru farnir að þrengja að sér í Sýrlandi en múslimar unnu mikinn sigur og sóttu í sig veðrið undir lok 12.aldar. Saladin soldánn tókst að ná Jerúsalem til baka af kristnum eftir snilldarlegt herbragð þar sem hann táldreig kristna herinn á einhverja sléttu milli tveggja fjalla og króaði þá af og stráfellti her þeirra. Og orðspor Saladins náði til Evrópu og var vel þekktur og virtur þar.
Svo kom að krossförinni sem Ríkharður ljónshjarta, Englandskonungur, tók þátt í. Áður en að henni kom hafði Saladin boðið ráðamönnum Evrópu að fá Kross krists, múslimar höfðu lítin áhuga á honum eins og gefur að skilja, hann bauð þeim einnig svæði sem tilheyrðu múslimum og bauð kristnum mönnum að koma og vitja hinnar heilugu grafar. En nei, nei, hinir kristnu vildu meira, fóru í krossferð en hún gekk ekki að óskum en kristnir fengu að lokum fyrirheit um að krisnir menn skyldu hafa yfirráð yfir meginhluta Palestínustrandarinnar næstu þrjú árin og að kristnir pílagrímar mættu heimsækja hina helgu gröf ef þeir væru í smáhópum og vopnlausir.







Mikla þekkingu og munaðar að hafa í Austurlöndum

En krossfararnir lærðu ýmislegt af skiptum sínum við múslima, ekki síst reynslu í umsáturstækni. Þeir munu einnig hafa kynnst mun fullkomnari vindmyllum eystra en þekktust á Vesturlöndum og þeir fluttu þessa þekkingu heim með sér. Múslimar aftur á móti lærðu mikið um múrverk af Evrópumönnum. En það sem mestu skipti voru kynni kristinna af ýmsum munaðarvörum sem þeir vildu halda áfram að njóta þegar heim var komið til Evrópu. Aukin sykurneysla hefur verið rakin til þessa og einnig aukin notkun austurlensk vefnaðar, glers og garðávaxta. Margt af þessu þurfti að flytja inn frá Austurlöndum. Við þetta jukust siglingar um Miðjarðarhaf, en einnig vegna straums krossfara og pílagríma til Landsins helga og heim aftur. Siglingar jukust því á Miðjarðarhafi jafnhliða og í kjölfar krossferða og höfðu ekki verið meiri síðan á velmektardögum Rómverja

Lokaorð

Mun vitna í lokaorð myndarinnar sem við sáum um Islam: “Þér eru nú besta samfélag sem mannkynið hefur nokkurn tíma alið af sér, tilkynnir kóranninn þeim sem trúa. Þér sameinið hina réttlátu, útilokið ekki hina ranglátu og trúið á Guð. Islömsk menning og vestræn menning eru sprottin af sömu rótum. Upprunnin í hinum frjósama hálfmána, í eingyðistrú gyðinga og kristinna manna og klassískri menningu forn-Grikkja. Synirnir tveir eru andlega skyldir, í senn líkir og afar ólíkir. Arfleið Islams er samtvinnuð hinnu vestrænu og í huga múslima sem eru meiri en milljarður að tölu, því Islam er næstfjölmennasta trú heimsins, er hún lifandi arfur. Og einn af grundvallarþáttum þess mikilfenglega fyrirbæris sem kallast heimsmenning.”


kveðja
SnoopDogg