Che Guevara Þetta á kannski ekki heima sem grein en ég var að lesa hið vígfræga Fréttablað og rak þá í litla grein sem kemur daglega. Svona einskonar miningargreinar um frægt fólk.

Fyrirsögnin var svona: Che Guevara handtekinn

Það var fyrir 36 árum að bólivískur skæruliðahópur undir stjórnmarxístu uppreisnarhetjuna Che Guevara var sigraður af sésveitum bólivíska hersins. Che Guevara særðist í átökunum og tekinn til fanga. Daginn eftir 9 október 1967 , var hann tekinn af lífi.

Þetta var bara flottur maður og margt ungt fólk í heiminum dáir hann. Þar á meðal ég. En ég vildi bara minna ykkur á að það eru 36 ár að hann var tekinn af lífi.

Fyrst þegar ég heyrði um hann og dauða hans var mín kenning sú að CIA hefði drepið hann eins og þeir gerðu við John F. Kennedy en það er bara mín kenning. Maður er með sínar kenningar.
“Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir”