Adolf Hitler Adolf Hitler var Austurríkismaður að uppruna. Árið 1913 fór hann til München í Þýskalandi og bjó það um hríð.
Þegar fyrri heimstyrjöldin byrjaði gekk Hitler í þýska herinn og var þar sæmdur járnkrossinum. Stríðinu lauk með tapi Þjóðverja og þá voru stofnaðir margir stjórnmálaflokkar í Þýskalandi. Hitler gekk í Nationalsósíalistaflokkinn, þessi flokkur var þjóðernissinnaður og sósíalískur. Hitler varð fljótt einn helsti forystumaður flokksins og fór að breyta upphaflegu stefnuskrá flokksins eftir sínu eigin höfði.
Flokkur Hitlers varð brátt ofberðis og byltingarflokkur, hann tók gyðingaofsóknir á stefnuskrá sína því hann taldi gyðinga vera orsök alls hins illa í þjóðfélaginu. Hitler var allltaf mjög andvígur Versalasamningnum.
Árið 1923 gerði Hitler bandalag um byltingartilraun við hershöfðingjann Ludendorf. Lögreglan bældi niður byltinguna og Hitler fór í fangelsi þar sem hann skrifaði bókina Mein Kampf sem var grundvallarrit nazismans.
Í kosnigunum til ríkisþingsins árið 1924 unnu nazistar 32 þingmenn, næstu árin tapaði flokkurinn miklu fylgi.
Þegar kreppan skall á var stjórn jafnaðarmanna við völd undir stjórn Hermanns Müllers en hún var ráðalaus og aðgerðalítil í þessum erfiðleikum. Þá fór alþýðan að hlusta á nazistana sem lofuðu að afnema atvinnuleysi og reka hina duglitlu stjórn frá völdum. Þetta ár þ.e. 1930 var þingrof og nýjar kosningar og í þessum kosnungum fengu nazistar 107 þingsæti, þeir fengu um 6 ½ milljón atkvæði og voru þá næst stæsti flokkur þingsins. Eftir þessar kosningar var tekið tillit til nazistanna og Hitlers í stjórnmálum.
Árið 1932 vour þrennar mikilvægar kosningar, fyrst voru forsetakosningar þar sem gamli forsetinn hann Hindenburg sóttist eftir endurkjöri þrátt fyrir háan aldur, en Hitler bauð sig fram á móti honum. Hindenburg fékk 19 milljónir atkvæða en Hitler fékk 11,4 milljónir. Um sumarið fóru fram kosningar til ríkisþings og unnu nazistar sinn stæðsta sigur þeir fengu 230 þingsæti af 609. Í næstu kosningum misstu nazistar 2 milljónir atkvæða og svo virtist sem að fólk væri hætt að trúa þeim og í næstu kosningum misstu þeir 40% atkvæða. En Hitler gafst ekki upp á að ná völdum því að seinna var hann gerður að kanslara Þýskalands.
Sumarið 1932 myndaði von Papen minnihlutastjórn. Honum tókst að koma á kyrrð í landinu að verulegu marki og í nóvember kosningunum hlaut flokkur hans mikinn hluta af fylgistapi nazista. Þá hugðist von Papen láta enn meira að sér kveða og bæla niður fyrir fullt og allt ofbeldisaðgerðir nazista og kommúnista og leitaði eftir samstarfi við Schleicher í þeim tilgangi að koma á banni nazista og kommúnista. Schleicher hafnaði samstarfinu. Von Papen snéri sér þá til Hitlers og bauð honum samstarf. Hann kom Hitler í samstarf við fjármálamenn eins og Hjalmar Schacht sem síðar varð ríkisbankastjóri Þýskalands. Svo fór að Schleicher tóks ekki að mynda stjórn en flokkar von Papen og Hugenbergs gerðu bandalag við Hitler. Þann 27 janúar 1933 lét Hindenburg hafa eftir sér að hann skyldi aldrei fela ?austurríska liðþjálfanum? stjórnarmyndun. Þremur dögum seinna var hann neiddur til að gera það. Foringjar þeirra flokka sem höfðu gert bandalag við Hitler og komu honum í embætti kaslara gerðu sér ekki grein fyrir því hvílíka ógæfu þeir höfðu leitt yfir Þúskaland og alla heimsbyggðina. Bráðum voru nazistar yfirráðandi alls ráðandi í Þýskalandi.
Eftir að hitler náði völdum fór hann að byggja upp einræði sitt þrep fyrir þrep. Á skömmum tíma tókst honum að ýta öllum andstæðingum sínum til hliðar. Margir flýðu land, sumir voru drepnir og aðrir sendir í fangabúðir nazista þar sem að þeir dóu. Þann 30 janúar árið 1933 varð Hitler kanslari Þýskalands. Hitler hélt hins vegar áfram á leið sinni til algers einræðis. Þegar ríkisþingið kom næst saman lét hann leggja fyrir það frumvarp um heimildarlög til að halda stjórn sinni en samkvæmt þeim fékk stjórnin heimild til þess að stjórna með einræði, þ.e. án afskipta þingsins næstu fjögur árin. Þannig náði Hitler marki sínu, hann var orðinn einræðisherra í Þýskalndi.