Formáli

Hér á eftir mun ég fjalla um grunn þess að herferðirnar og ránsferðiranr hófust á bretlandseyjum áður en Ísland var byggt og meginástæðna fyrir því að víkingarnir gerðu það sem þeir gerðu, einnig mun ég segja nokkuð um heimalöndin á þessum tíma og framyfir landnám Íslands.
Ég tek margt milli árann 400 alveg til miðalda varðandi víkinganna og skandinavísku þjóðirnar.

Grunnurinn

Það má segja að grunnurinn hafi verið lagður fyrir ránsferðir til bretlands árið 410AD.
Árið 410AD sendi Honorius keisari Rómar rómar-bretum bréf sem m.a. sagði ,,leitið til eigin varna”. Um þessar mundir fóru seinustu rómversu herfylkin frá bretlandseyjum.

Þegar allt þetta gerist hefja svo saxar innrásir sínar frá meginlandi evrópu (normandí) og að allri suðurströnd bretlands (wessex héraðs).
Hundrað árum síðar í kringum 500AD hafa saxar nú komið sér almennilega fyrir í suðurströnd bretlands eftir að hafa alveg yfirrunnið gömlu rómversku strandvirkin þá stjórnað af óskilgreindum bretum.

Þetta er tímabilið er bresku þjóðirnar hafa myndast hver með sín yfirráðarsvæði. Þessar þjóðir voru piktar í austnorðurhluta bretlands, skotar í norðaustur írlandi og norðvestur skotlandi, írar í öðrum hlutum írlands, mersíumenn í kjarna suðurhluta bretlands, norðymbríumenn í miðnorður bretlandi (norðymbríu-héraði) og eins og áður sagt saxar í suðurhluta bretlands með gjörvalli suðurströndinni.



-Nú hef ég lagt grunninn.
Svona fara árin og bretland breytist lítið frá þessum landamærum að árinu 793AD þegar hlutirnir ætla bara að versna fyrir bresku smáþjóðirnar, þ.e.s. víkingarnir voru komnir.

Víkingarnir heimsækja Bretland fyrst

Fyrstu víkinga ránsferðirnar hófust þannig að víkingarnir komu snöggt inn firðina áður en nokkur tók eftir þeim til að vara við.
Það fólst allt í skipunum sem voru langt á undan sinni samtíð í sjótækni.

Þetta voru nokkuð stór og rúmleg skip sem komu oft mörg saman eða eitt og sér og þurftu enga höfn þar sem þeir lögðu upp í fjörur, þetta gerði allan muninn því að þannig komu þeir óséðir skyndilega og öllum á óvart sem að var eitt af því sem gerðu þessa tíma óttaslegna fyrir breta.

Þegar boð um árásir víkinga ná til þess landstjóra eða konungs sem einkar sér héraðið verða víkingarnir löngu farnir aftur til sinna heimalanda, Noregs og Danmerkur með allan ránsfengin.

Heimalöndin-NOREGUR-DANMÖRK-SVÍÞJÓÐ

Noregur: Ég ætla að byrja á Noreg þar sem að langflestir Íslendingar eiga mest af sínu blóði þaðan þó að blöndunin sé mikil.
Noregur á þessum tíma var í rauninni eitt þróaðasta landið hvað uppbyggingu og þéttbýli varðar, dreifbýli var mikið á tímum víkinganna og þess vegna nefni ég þetta.

Norsku víkingarnir herjuðu aðallega á norður og norðvesturströnd bretlandseyja og tóku meðal annars á sitt vald Hjaltlandseyjar og Orkneyjar stuttu norður af bretlandi og gátu notað þetta sem hálfgerðar bækistöðvar áður en þeir réðust á megineyjuna.

Eitthvað er til um að danir hafi líka notað sumar þessara eyja.
Norsku víkingarnir höfðu verið að ráðast á bretlandseyjar í um 2 aldir áður en margir okkar forfeðra komu til landsins.


Danmörk: Dönsku víkingarnir hófu sínar víkingaferðir á sama tíma og norsku, þeir herjuðu á syðri hluta landsins og suðvesturhluta þess aðallega.
Dönsku víkingarnir stóðu sig kannski best varðandi landnám og landtöku vegna þess að þeir vorun einu víkingarnir sem fóru ekki bara og rændu og fóru svo til baka heldur sigruðu þeir raunar allt england á vissum tíma um 900AD-1100AD voru mjög stórir hlutar núverandi englands undir dönskum kóngi.

Þar má nefna það er enski kóngurinn Harold Godwinson réðst gegn víkingunum í herferð sem átti að flæma þá úr landi, ég ætla að nefna nokkra bardaga eins og bardaga (1066AD) nærri víkinga borginni Jórvík í englandi (York), þar sem víkingarnir voru sigraðir af Harold.

Seinna eftir mikla göngu Harold við jaðrar ríkis síns var hann sigraður af William bastarði af Normandy við Hastings (Battle of Hastings), þessi bardagi var mjög mikilvægur sigur saxanna frá normandí þar sem bardaginn hafði mikil áhrif á her Harolds og tryggði söxum lengi lendur í Bretlandi þar til langt seinna er þjóðirnar fara að blandast í englandi.

Svíþjóð: Svíar herjuðu að mestu á austur evrópu og þá staði sem núna eru eystrasaltslöndin og hluta af því sem núna er vestur rússland í gegnum finnland og eystrasaltið. Þeir voru ekki eins mikið í sigursælum landvinningum eins og danir heldur frekar áhlaup og ránsferðir, þó náðu þeir náðu á sitt vald eystrasaltslöndunum um tíma.

Ástæðurnar

Margir halda að ástæðurnar fyrir hegðun víkinganna og fyrir árásum þeirra á Bretland sé bara útaf trú þeirra á Óðinn og hvað gerðist fyrir þá sem dóu úr veikindum eða elli í stað bardaga (kvöldust í hel til eilífðar).

Sannleikurinn er samt í rauninni að víkingarnir voru ekkert sérlega trúaðir á sína æsina. Oft var ásatrúin frekar eins og hjátrú og siðir hjá mörgum.
Að sjálfsögðu voru til mjög heiðnir menn en ég vil segja að aðal ástæður árásanna voru aðrar.

Ástæðurnar voru frekar þær að Skandinavísku heimalöndin voru mjög ófrjó og það leið langur tími áður en hægt var að plægja akra.
En þjóðirnar voru að vaxa og aðeins var til nægur matur fyrir þá sem til voru, eina leiðin fyrir þessar þjóðir að stækka og dafna um leið væri að taka mat annars staðar, nema land og dreifa jafnvel íbúðartölunni annars staðar.
Einnig gerði norræna fólkið sér grein fyrir því að það hafði háa og sterkbyggða karla sem hentuðu vel fyrir stríð, þetta og þorsti fyrir ævintýri er það sem dreif víkinganna áfram. Það var bæði nauð og nýting tækifæranna sem þeim gafst.