Árið 1698 var dularfullur maður hnepptur í varðhald í Bastillunni í París. Enginn virtist vita nein deili á honum, en fangar fangelsisins voru oftast mikilvægir menn sem að höfðu fallið úr náðinni hjá Loðvíki XIV. Þessi maður hafði verið fangi franska ríkisins síðan 1687 og allann þann tíma hafði andlit hans verið hulið grímu. Maðurinn með grímuna lést árið 1703 en sögusagnir um hann héldu áfram að ganga um franska ríkið. Dauða fangans er lýst í dagbók fangavarðar í Bastillunni, M. du Junca á þessa leið: ,, Síðastliðna nótt, 19. nóvember, um klukkan tíu, lést í herbergi sínu óþekkti fanginn sem hefur verið hulinn svartri léreftsgrímu síðan hann kom hér árið 1698. Hann hafði ekki kvartað undan neinum alvarlegum veikindum og andlát hans bar svo brátt að að prestur fangelsisins náði ekki að veita honum síðasta sakramentið. Í skýrslum var nafn hans (augljóslega falkst) ritað M. de Marchiel.“
(cadytech.com)
Árið 1711 minntist Palatine prinsessa, mágkona konungsins, á söguna um fangann í bréfi til frænku sinnar. Hún sagði vera hugsað mjög vel um fangann en tvær skyttur fylgdu honum hvert fótmál tilbúnar að taka hann af lífi ef hann fjarlægði grímuna. Hann borðaði með grímuna, svaf með grímuna og dó að lokum með grímuna, sagði hún einnig í fyrrnefndu bréfi. Jafnvel innan hirðarinnar var nafn hans á huldu.
Heimspekingurinn og skáldið Voltaire var hnepptur í varðhald í Bastillunni árið 1717. Hann dvaldi þar í næstum ár og sagði vinum sínum að hann hefði rætt við fólk sem hafði þjónað hinum dularfulla fanga. Í bók sinni öld Loðvíks XIV(1751) segir Voltaire að fanginn hafi verið neyddur til að bera grímuna frá 1661, þegar hann var í haldi á St. Marguerite. Fanginn var ungur, hávaxinn og mjög myndarlegur. Hann var klæddur í fegurstu klæði og naut þess að spila á gítar. Í seinni skrifum sínum gefur Voltaire vísbendingar um mögulegt nafn fangans. Að sögn Voltairs var maðurinn um sextugt þegar hann lést og var skuggalega líkur einhverjum frægum manni. Frægasti maður Frakklands á þessum tíma var Loðvík XIV sem að var einnig á sextugsaldri. Annar rithöfundur, Joseph de Lagrange-Chancel, bjó í Versölum á valdatíma Loðvíks XIV og var fangelsaður á St. Marguerite árið 1720 hélt því fram að Benigne Benigne d'Auvergne de Saint-Mars, landstjóri St. Marguerite kæmi öðruvísi fram við grímuklædda fangann og kallaði hann „Prinsinn minn“.
Sögur um fangann stangast oft á. Sumir rithöfundar halda því fram að hann hafi borið svarta flauelsgrímu en ekki járngrímu. Etienne du Junca sem var annar valdamesti maður Bastillunnar sá fangann aldrei án flauelsgrímunnar. Du Junca ritaði í dagbók sína að fanginn hafi verið jarðsettur undir nafninu M. de Marchiel eins og áður sagði. Annar rithöfundur hafði upp á dánarvottorði fangans en þar sagði að nafn hans væri Marchioli og aldur hans hafi verið um 45 ára.
Árið 1789 hélt blaðamaðurinn Frederic-Melchior Grimm því fram að konunglegur þjónn hefði trúað sér fyrir því að Loðvík XIV hafi átt tvíburabróður. Faðir tvíburanna Loðvík XIII óttaðist að bræðurnir myndu berjast um krúnuna svo að hann sendi þann bróður sem fæddist seinna á brott til þess að alast upp í leynd. Drengurinn var færður á heimili yfirstéttarmanns þar sem hann var alinn upp við mikla virðingu og skorti ekkert en honum var aldrei sagt hver hann væri í raun og veru. Sem unglingur sá hann málverk af bróður sínum og komst að leyndarmálinu. Hann var umsvifalaust handtekinn og eyddi því sem eftir var ævi sinnar sem fanginn með járngrímuna.
Það hefur verið sagt að þegar æstur byltingarmúgur réðst á Bastilluna hafi hauskúpa fangans fundist ennþá með grímuna á andlitinu en engar sannanir eru fyrir því að þetta hafi átt sér stað.
Napóleon á að hafa trúað því að hann væri afkomandi hins ólánssama prins en samkvæmt sögusögnum átti hann að hafa gifst dóttur landstjórans af St. Marguerite.
Þess má einnig geta að Alexandr Dumas skrifaði eina frægustu bók sem út hefur komið um þetta efni en talið er að innblásturinn á bakvið þá sögu hafi komið frá afa hans sem að sem barn bjó við hirð Loðvíks XIV. Einnig hefur verið gerður fjöldi kvikmynda byggðar á sögu Dumas. En fanginn með járngrímuna var þriðja bókin um skytturnar þrjár sem að fyrir löngu eru orðnar klassískur hluti bókmenntasögunnar.

Heimildaskrá:
http://www.cadytech.com/dumas/relate d/the_mystery_of_the_iron_mask.asp 20.10.2002

The Man in the Iron Mask
http://www.uip.com/ironmask/theman.htm
20.10.2002

“Dumas, Alexandre, Père” Encyclopædia Britannica
http://search.eb.com/eb/article?eu=31950
October 19, 2002