Hernám Íslands Eftir að Þjóðverjar höfðu hertekið Danmörku og Noreg, og voru þannig komnir með frábæra aðstöðu fyrir kafbátahernað á Atlandshafi, sáu Bretar sér ekki annað fært en að hernema Ísland, jafnvel þó að Ísland hafi verið hlutlaust land í öllum stríðsátökum frá því að það hlaut sjálfstæði 1918.

Þeir stigu á land í Reykjavík 10. maí 1940. Íslendingar börðust ekki gegn breskum hermönnum sem gengu á land við Reykjavíkurhöfn, nema þá einhverjir rónar eða sjómenn sem reyndu að lemja bresku hermennina. Breskir hermenn fóru strax að þýska sendiráðsskriftofunni og tóku þar fastan þýska sendiherrann og fylgilið hans, sem hafði stundað njósnir fyrir Þriðja ríkið frá því að Hitler komst til valda í Þýskalandi. Næst var lokað öllum vegum út úr höfuðborginni (tímabundið) og lokað á allt fjarskiptakerfi Íslendinga (breskir hermenn tóku á vald sitt: Loftskeytastöðina, pósthús, Landssímahúsið og Ríkisútvarpið.) Jafnvel þó að ríkisstjórn Íslands mótmælti hernáminu, aðstoðaði hún breska herinn eins mikið og unnt var til þess að reyna að koma í veg fyrir árekstra á milli Breta og Íslendinga.

Íslendingar voru þó flestir ánægðari að það voru Bretar sem hertóku Ísland, en ekki Þjóðverjar.
Bretar útveguðu þó mikla vinnu fyrir atvinnulausa Íslendinga og var það þá fyrst sem það urðu eftirtektarverðir fólksflutningar, þá helst til Reykjavíkur en þó líka til annarra kaupstaða þar sem Bretar höfðu bækistöðvar. Þetta var kölluð bretavinnan og voru u.þ.b 4500 manns (minnir mig) vinnandi hjá breska hernum þegar mest var og þurftu yfirvöld á Íslandi að biðja Breta um að draga úr vinnuframboði, til þess að folk fengist til að vinna í fiski og landbúnaði.

Það komu þó upp vandamál, og er þá helst að nefna \\\“ástandið\\\”, en það voru sambönd íslenskra kvenna og breskra hermanna kölluð. Þessi sambönd voru allt frá vændi og upp í ástarsambönd og hjónabönd.
Þetta var þó litið illum augum af íslenskum yfirvöldum og reyndu þau margt til að minnka samkipti kvenna og hermanna.(það voru helst bandarískir hermenn sem átti í samböndum við íslenskar konur, eftir að þeir tóku að sér hervernd íslands.)
Þá átti Lögreglan oft fullt í fangi með að halda aftur af breskum hermönnum sem höfðu verið að skemmta sér um nóttina.
Auk þess gerðist það að breskur hermaður skaut lítinn dreng í hausinn, að sögn var það slys.

Herlið Breta á Íslandi var aldrei meira en 25.000 hermenn, en um sumarið 1941 voru margir þeirra kallaðir til vígstöðva annars staðar í heiminum. Þeir voru þó smeikir að skilja Ísland eftir óvarið og báðu Bandaríkjamenn um að taka að sér hervernd Íslands, jafnvel þó að þeir væru ekki formlega inni í Seinni heimsstyrjöldinni gerðu þeir varnarsamning við Ísland. Enda báru þeir mikla samúð til andstæðinga öxulveldanna.
Fyrstu bandarísku hermennirnir stigu á land 8. júlí 1941, og voru þeir flestir um 60.000.
Þegar Bandaríkjamenn tóku við hervernd landsins efldust varnirnar til munar, og komu þeir líka með fjöldann allan af varningi sem íslenska þjóðin kynntist. (Best er að nefna Willis jeppan alkunna.)

Það stóð þó í samninginum að bandarískir hermenn dveldust ekki lengur á Íslandi en þörf krefðist. En kanarnir fóru þó aldrei, heldur gerðu samning við Íslendinga um framlengda dvöl þeirra á Íslandi. 1951 gengu Íslendingar síðan í Atlandshafsbandalagið (NATO) (Sem er að nú að breytast úr varnarbandalagi í árásrabandalag)

Hernámið var í stórum dráttum mjög gott fyrir Íslendinga enda dróg það vora þjóð upp úr kreppu og inn í mikla velferð auk þess sem að margir flugvellir voru byggðir og margir vegir lagðir. En það kallaði þó á árásir á íslensk fiskiskip.
(Ef litið er á prósentutölur misstu Íslendingar jafn marga í þessu stríði og Bandaríkjamenn)

Ég tók eitthvað af þessu af þessum vef og þið ættu að kíkja á hann fyrir meiri upplýsingar. http://servefir.ruv.is/her/index.htm

Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinu mikilvægu um þessi ár í Íslandssögunni en þá skulið þið endilega látið mig vita.

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”