Endalok fyrri heimstyrjaldar Lok stríðsins fyrir Rússa:

Lok stríðsins milli Rússa annars vegar og bandamanna þeirra í vestri hins vegar, lauk á mismunandi tíma. Það var út af því að Bolsevikar, þ.e. kommúnistar, komust til valda með byltingu 1917. Þeir vild ekkert stríð svo strax og þeir gátu hættu þeir þessu stríðsbrölti.
Vopnahlésamningur milli Rússa og svo Þjóðverja, Austurríkismanna – Ungverja, Búlgara og Tyrkja var samþykktur 28. júní 1919. Í honum ákváðu þjóðirnar að lifa í sátt og samlyndi það sem eftir væri. Það var friðsamur andi í gangi þar.

Lok stríðsins fyrir aðra:

Woodrow Wilson, forseti Bandaríkjanna, bjó til svokölluð “fjórtán atriði”(fourteen points), sem innihéldu atriði til að byggja friðarviðræður á. Þar á meðal:
Að öllum herteknum svæðum skildu vera yfirgefin, s.s. Belgía, Balkanskagi og Frakkland, pólskt ríki skyldi myndað og Þjóðaráðið skyldi myndað.

Þegar þýsk stjórnvöl báðu Woodrow Wilson um að koma á vopnahléi þá sögðust þeir ætla að samþykkja þessi fjórtán atriði. Þetta var sem sagt grunvöllur fyrir öllum frið.
Í þessum atriðum kemur ekki fram nein sérstök eigin hagsmuna hroki fram, eins og kanski í dag. Wilson kom með sanngjarnar kröfur um að herteknum svæðum skyldi skilað og fleira slíkt.

Hægt er að skoða Versalasamniginn á þessari slóð:
http://www.lib.byu.edu/~rdh/wwi/versailles.htm l

Grein 231 fjallar um að Þjóðverjar og bandamenn þeirra taki á sig alla ábyrgð á því tjóni sem Bandamenn hlutu af völdum árásargjarnar stefnu þeirra. Þetta fannst bandamönnum vera mjög mikilvægt að kæmi fram, og þá sérstaklega Frökkum, því mikið af stríðsátökunum áttu sér stað innan landamæra þeirra.

Þetta eru megin atriði sem Versalasamningurinn tekur fyrir:

-Þjóðverjar voru afvopnaðir, og her þeirra takmarkaður við 100.000 manns.
-Herskylda afnumin.
-Flugvélar og skriðdrekar Þjóðverja bannaðir.
-Bannað að byggja upp eigin flota.
-Þjóðverjar misstu 13% af landi sínu.
-Rínarlönd herlaust svæði, það var erlendur her þar til 1935.
-Kolanámur í Saar settar undir Þjóðabandalagið.
-Nýlendur Þjóðverja settar undir Þjóðabandalagið.
-Austurríki og Þýskalandi bannað að sameinast.
-Þjóðverjar áttu að taka upp lýðræðislega stjórnarskrá og kosningar.
-Þeir áttu að greiða £ 6,600 milljónir í skaðabætur til annara ríkja.
-Og síðast enn ekki síst taka á sig sökina á stríðinu.

Þetta voru ekki sanngjarnir samningar. Þeir einkenndust fremur á hefnigirnd en sáttar vilja. Menn pössuðu sig einmitt að láta ekki aðgerðir eftir seinna stríð bitna á hinum almenna borgara, frekar á stjórnendum. Ný ríki voru stofnuð svo og Þjóðabandalagið. Það sem fór verst í Þjóðverja var, eins og áður hefur komið fram, að þurfa að bera sök á stríðinu og hinu háu skaðabætur komu í veg fyrir alla uppbyggingu. Svo virðist sem að samningurinn við Rússa hafi verið mun friðsamlegri, þeir sömdu um frið!
Það það var sérstaklega forsætisráðherra Frakka, Clemenceau, sem lagði hart að því að tryggja það aldrei aftur myndi stafa hætta af Þjóðverjum í Evrópu, svo að hann vildi taka mjög mikið af þeim, hit’em were it hurts.
Þjóðverjar voru eftir á gríðrlega ósáttir við samninginn, sögðu að þeir hefðu verið þvingað til að taka honum, og að hann bryti í bága við anda hinna “fjórtán atriða”.

Hann Woodrow Wilson virðist hafa verið eitthvað á undan sínum samtíma, hann sá greinilega fram á að eitthvað ráð þar sem allar þjóðir ættu fulltrúa væri lausn á samskipta vanda þjóða. Einnig er þetta líklega fyrsta skiptið þar sem Bandaríkjamenn hafa milligöngu um frið í heiminum. Þ.e.a.s. hin fjórtán atrið.

-kveðja