Byltingin á Kúbu og skæruliðinn ErnestoCheGuevara

Byltingin á Kúbu og skæruliðinn Ernesto Che Guevara
Sagan og samtíminn.

Ritgerð í Íslensku 212, eftir B.Ó. (Battlecat ;) )
Fjölbrautarskólinn í Garðabæ.
Október 2001.


INNGANGUR

-Byltingarhetjan Che Guevara.-
Che Guevara lék stórt hlutverk í kúbversku byltingunni seint á sjötta áratugnum. Á fyrstu árum ríkisstjórnar Kastrós var Che háttsettur og vann að efnahagsumbótum. Samt er Che mest minnst fyrir stuðning hans við blóðugar byltingar þar sem honum fannst að væri illa farið með alþýðuna.
Hann fæddist í Rosario, Argentínu, 14. júní 1928. Hann fór snemma að lesa bækur föðurs síns um sósíalisma eins og til dæmis Marx, Lenín og Freud. Strax og hann lauk læknisfræðinámi í háskólanum í Buenos Aires árið 1953 fór hann úr landi til að komast hjá herskyldu í her einræðisherrans Juans Peróns. Hann ferðaðist um Latnesku-Ameríku og sá með eigin augum fátæktina og eymdina sem ríkti alls staðar. Hann var í Guatemala árið 1954, þegar kosinni stjórn landsins var velt úr sessi með stuðningi CIA. Þaðan fór hann til Mexíkó, þar sem hann hitti Fídel Kastró og bróður hans.
Næstu árin tók hann þátt í byltingunni, sem loks tókst árið 1959 og gegndi hann ýmsum embættum í nýju ríkisstjórninni í fimm ár. Í apríl 1965 hvarf hann sýnum heimsins í u.þ.b. 2 ár. Líklega kom hann við í Norður-Víetnam, Latnesku-Ameríku og Kongó, þar sem hann aðstoðaði við skipulagningu skæruhernaðar í borgarastyrjöldunum. Síðla árs 1966 birtist hann í Bólivíu til að stofna her skæruliða. Hinn 8. oktober 1967 umkringdi bólivíski herinn hann og lið hans. Hann var handtekinn og drepinn. Skæruliðar um allan heim lofsungu hann sem píslarvott og hetju. Bók hans „Skæruhernaður” var gefinn út 1961 og var álitin kennslubók í stjórnarbyltingum. Jarðneskar leifar, sem taldar eru hans, voru grafnar upp í Bólivíu og sendar til Kúbu, þar sem þeim var komið fyrir í grafhýsi með minnismerki í borginni Santa Clara. Ungt fólk á vesturlöndum varð mjög hrifið af baráttuanda Che.
(Norðurferðir 2000, nat.is (1) og (3)).
(Young Ernesto, (3)).

-Sögulegar rætur kúbversku byltingarinnar.-
Til að skilja betur hversvegna Che náði svona langt verðum við að skoða söguna aðeins, það er bakgrunninn og þjóðfélgasástandið á Kúbu og í Suður-Ameríku.
Það voru byltingarleiðtogar á undan Che, til dæmis José Marti, skáld og menntamaður sem stundaði nám í Bandaríkjunum. Þegar hann leiddi uppreisnina gegn nýlenduveldi Spánverja, varaði hann við hættunni af bandarískri heimsvaldastefnu. Marti var drepinn 1895 í einni fyrstu þjóðfrelsisuppreisninni og er einn af fyrstu „píslarvottum” byltingarinnar (2). Uppreisn hans leiddi til falls spænskrar nýlendustefnu á Kúbu.
En það tóku aðrir við. Upphaf bandarískrar íhlutunar í innri málum Kúbu var þegar þeir skilgreindu Kúbu sem sitt áhrifasvæði og tóku við hlutverki Spánverja sem hið nýja nýlenduveldi. Kúba varð lýðveldi 1902 og öðlaðist formlegt sjálfstæði, sem var í reynd yfirskin nýrrar yfirdrottnunar bandarískra auðhringa, sem gerðu Kúbu að sykurforðabúri Bandaríkjanna og Havana að svallstað bandarískrar yfirstéttar í Karíbahafinu. Formlegt lýðræði var aldrei virkt á lýðveldistímanum 1902-1959 og stjórnarskrá lýðveldisins var marklaust plagg. Forsetar eins og Gerardo Machado og Batista voru í raun harðstjórar, sem drottnuðu í skjóli bandarísks hervalds og þjónuðu hagsmunum og vilja hinna nýju nýlenduherra.
Í valdatíð Batista var allur sykuriðnaðurinn, stór hluti ræktanlegs lands og öll önnur iðnaðarframleiðsla í höndum bandarískra auðhringa. Þorri landsmanna bjó við efnahagslega- og menningarlega neyð. Vinna var stopul og árstíðabundin eftir þörfum sykur- og tóbaksiðnaðarins og laun voru lítil sem engin. Heilbrigðisþjónusta var varla til á landsbyggðinni. Sama má segja um menntun, því að þorri þjóðarinnar var ólæs og naut engrar skólagöngu. Svona var þetta víða í Suður Ameríku þar sem bandarísk fyrirtæki reyndu að græða eins mikið og hægt var og mergsugu alþýðu manna.
(Norðurferðir 2000, nat.is, (2)).
(Þýtt úr: A Journey through Latin America, (3)).

-„Sagan mun sýkna mig”. – LIFI BYLTINGIN!-
Þjóðhátíðardagur Kúbu er 26. júlí. Þann dag 1953 gerði Kastró og félagar hans árás á Moncadavirkið, sem mistókst. Hann var fangelsaður, ákærður og dæmdur. Kastró var nýútskrifaður lögfræðingur og varði sig sjálfur fyrir rétti. Í varnarræðu hans kom fram setningin: „Sagan mun sýkna mig”. Hún varð hluti af stefnuyfirlýsingu kúbversku byltingarinnar og ákæruskjals gegn valdhöfunum og bandarískrar heimsveldisstefnu. Skjalið byggir ekki á marx-lenínisma, heldur á þjóðernishyggju í anda fyrri frelsishetja eins og Bólivars, Cespedes og José Marti. Kastró var síðan látinn laus 1955 og flýði til Mexíkó, þar sem hann ásamt bróður sínum hitti Ernesto Che Guevara og undirbjó nýja uppreisn gegn Batista. Einmitt af því að Kúba fylgdi eigin hefðum en ekki kommúnistabókstafnum frá Moskvu – varð til þess að byltingin hefur haldið hingað til.
Landgöngudagurinn (Granmalandgangan 2. des., 1955) er haldinn hátíðlegur á Byltingartorginu í Havanna (hersýning og hátíðarhöld) og annars staðar í landinu. Af 81 skipverjum komust aðeins 15 lifandi upp í Sierra Maestrafjöllin. Þaðan stýrðu Kastróbræður og Che uppreisninni, sem leiddi til sigurs á 3 árum. Che stýrði lokasókninni í Santa Clara, þaðan sem Batista flúði land 1. janúar 1959.
Fyrstu stjórnarárin var hafið uppgjör gegn bandarískum efnahagsyfirráðum á Kúbu. Ein fyrsta tilskipun stjórnvalda var, að landareign skyldi takmörkuð við 1000 ekrur. Í reynd þýddi þetta þjóðnýtingu alls lands í eign Bandaríkjamanna. Þjóðnýtingin var gerð í nafni landlausra landbúnaðarverkamanna, sem mynduðu þorra alls vinnuafls landsins. Í kjölfarið kom þjóðnýting iðnfyrirtækja, sem neituðu að hlíta fyrirmælum iðnaðarráðherrans Che Guevara. Olíuiðnaðurinn var þjóðnýttur, þegar bandarísk olíuhreinsunarstöð neitaði að hreinsa innflutta hráolíu frá Sovétríkjunum. Í árslok 1960 höfðu nær öll stórfyrirtæki á Kúbu verið þjóðnýtt.
Svínaflóainnrásin markaði þáttaskil, þegar útlægir kúbverjar, sem bjuggu á Miami vildu steypa Kastró og réðust á Kúbu. Þeir töpuðu. Í kjölfar hennar lýstu Kastró og félagar því yfir, að byltingin yrði að byggja á marx-lenínisma og leitað var til Sovétríkjanna um aðstoð við landvarnir.
Khrútsjov Sovétforseti sendi 42 meðaldræg flugskeyti til Kúbu 1962 og stjórn bandaríkjanna svaraði með hafnbanni. Kúba var komin í miðju kalda stríðsins, heimurinn stóð á öndinni og rambaði á barmi kjarnorkustyrjaldar. Kúba var orðin leiksoppur í hugmyndafræðilegu stríði stórveldanna og bandaríkin settu viðskiptabann á Kúbu. Flugskeytin voru fjarlægð gegn loforði bandaríkjanna um að gera ekki innrás á Kúbu. Er talið að þriðja heimsstyrjöldin hafi næstum því orðið og átti Kennedy bandaríkjaforseti ekki síður sök á að þetta stóð svona tæpt.
En í stað þess að kollvarpa stjórn Kastrós með vopnavaldi, ákvað stjórn bandaríkjanna að beita viðskiptabanni. Afleiðingarnar urðu tvíbentar því það þvingaði Kúbu til enn nánara efnahags- og stjórnmálasamstarfs við Sovétríkin. Viðskiptabannið varð einnig réttlæting stjórnvalda á Kúbu til frelsissviptingar og strangara stjórnarfars á ýmsum sviðum. Það var einnig ein af réttlætingum fyrir ströngu skömmtunarkerfi, sem hefur ríkt síðan. Viðskiptabannið varð umfram allt til þess að þjappa þjóðinni saman á bak við Kastró og þjóðernissinnaða stefnu hans. Segja má, að fátt hafi orðið til að styrkja stöðu stjórnvalda með jafnafgerandi hætti. En margir Kúbverjar hafa líka verið að flýja ófrelsið, til Miami.
Eftir hrun Sovétríkjanna hefur Kúba gengið í gegnum mestu efnahagsþrengingar sínar síðan 1959. Klippt var á viðskiptatengslin „sykur fyrir olíu”. Kúba þurfti að leita að nýjum markaði fyrir sykurinn og olíuinnkaup urðu á grundvelli heimsmarkaðsverðs. Eldsneytisskortur hefur lamað alla iðnaðarframleiðslu síðan og þjóðarframleiðslan dróst saman um 50% á 3 árum. Sykurframleiðslan fór niður í 3,5 milljónir tonna, en er nú á uppleið á ný. Afleiðingin birtist í auknum vöruskorti og hertum skömmtunar-reglum. Skorturinn á erlendum gjaldmiðli hefur jafnframt ýtt undir eftirsókn Kúbu í erlenda fjárfestingu, sem fer vaxandi, þrátt fyrir viðskiptabannið.
(Heimild; Norðurferðir 2000, nat.is (2))

Che hafði mikil áhrif í Kúbönsku byltingunni og varð „idol” hippana og uppreisnargjarnra unglinga um allan heim. Hann barðist gegn óréttlæti og kúgun og taldi heimsveldi Bandaríkjanna vera versta óvin fólksins þegar þeir arðrændu fátæka bændur í Suður Ameríku og drápu lýðræðiskjörna fulltrúa fólksins. En sjálfur var Che ekkert lamb að leika sér við, hann var harðnaður hermaður, skæruliði sem skipulagði byltingar sem víðast, jafnvel í Afríku.

Þó að Che hafi haft góða æsku hjá vel stæðum foreldrum, fékk hann asma um tveggja ára aldur og þjáðist allt sitt líf þó svo að fjölskyldan hafi flutt í þurrara loftslag. Hann fékk uppfræðslu hjá móður sinni og hafði 13 ára lesið bækur föður síns um Marx, Engels og Freud (2), (4).

-Læknanámið og Marx-, Lenínsisk fræði.-
Che hafði snemma áhuga á stríðum og fylgdist vel með Spönsku borgarastyrjöldinni níu ára gamall. Nítján ára las hann Marx með Titu, vinkonu sinni og ræddu þau um hugmyndirnar og raunveruleikann.
1948, þegar Che var 20 ára tekur hann inngöngupróf í læknisfræði og gengur vel í læknanámi í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu (1). Hann varð áhugasamur um ofnæmissjúkdóma, astma, holdsveiki og næringarfræði.
Hann vann með læknanáminu sem hjúkrunarmaður á flutningaskipum sem sigldu til Brasilíu, Venezuela og Trinidad (1).

Hann ferðaðist til norðurhéraða Argentínu 22 ára, á hjóli, sem hann festi á lítinn mótor (Young Ernesto Che Guevara, (3)). Önnur heimild segir frá því að hann hafi farið á gömlu Norton 500 cc hjóli (A journey through Latin America, (3)), sem segir mikið um hvernig Che Guevara heimildagrúskarar eltast við smáatriðin.
Á þessum ferðum sínum kynntist hann eymdinni hjá fátækum, holdsveikum og því sem eftir var af ættbálkum indíána. Hann átti eftir að fara fleiri ferðir og víðar um heiminn. 1951 ferðaðist hann til Suður Argentínu og Chile þar sem hann hitti Salvador Allende (kosinn forseti Chile en CIA lét taka hann af lífi). Hann fór einnig til Peru, Colombíu, Venezuela og Miami. Þegar hann kom heim aftur til að ljúka lokaprófum var hann viss um að hann ætlaði ekki að vera „miðstéttar læknir.”

Hann lauk prófum 1953 og sérhæfði sig í húðsjúkdómum og fór svo til La Paz í Bólivíu meðan byltingin þar stóð yfir en hann sagði hana vera tækifærisinnaða. Þaðan fór hann til Guatemala og skifaði um minjar Inka og Maya indíána.
Sósíalistinn Arbenz var þá forseti og þó Che væri Marxisti og vel lesinn í Leníniskum fræðum, vildi hann samt ekki ganga í Kommúnistaflokkinn þó svo að hann fengi ekki vinnu hjá ríkinu. Hann var því fátækur og klæddist tötrum. Það var þá sem hann kynntist Hildu Gadea, Marxista af indíánaættum sem kenndi honum ýmislegt um stjórnmál og kynnti hann fyrir Nico Lopez, sem var einn af liðsforingjum Castros.
Í Costa Rica í Panama, júlí 1953, sá hann hvernig United Fruit Company arðrændi landið og skildi fólkið eftir í eymd og þrælahaldi lágra launa. Hann hét því þá að helga lífi sínu byltingunni. Hann ferðast til Nicaragua, Honduras, El Salvador og kemur seint í Desember til Guatemala.
Þar sá hann hvernig CIA, leyniþjónusta Bandaríkjanna vann gegn byltingunni og sannfærðist um að eina leiðin til að gera byltingu, væri með vopnavaldi.
En þó að hann teldi að mótstaða væri mikilvæg, gekk illa að safna fólkinu saman gegn hallarbyltingu Bandaríska hersins, en flugvélar þeirra réðust á herstöðvar Guatemalaska hersins og þorp uppreisnarmanna. Allir stjórnendur Guatemala urðu gerðir útlægir, og Che varð eftirlýstur sem hættulegur Argentískur kommúnisti.
Þegar Arbenz féll frá, fór Che til Mexikó (sept. 1954, þá 26 ára) og starfaði á spítalanum þar. Hilda og Nico komu til hans þangað og hittu þau Castro, sem var pólitískur flóttamaður. Taldi Che að Castro væri sá leiðtogi sem hann hafði leitað að.
Che fór með Castro í æfingarbúðir fyrir Kúbanska byltingarsinna þar sem hann hlaut þjálfun í skæruhernaði hjá Spönskum herforingja úr borgarastyrjöldinni. Þessi herforingi, Alberto Bayo byggði ekki einungis á reynslu sinni heldur líka kenningum Mao Tse Tung um vopnaða baráttu öreiganna. Þarna var Ernesto Che Guevara fyrst kallaður eingöngu Che, sem þýðir “félagi” og varð hann foringi síns hóps. Þetta var fyrir 1956.

Þýtt úr: Young Ernesto Che Guevara, (3).
Einnig: Dagbók Edward Hyams, (4).


-Innrásin á Kúbu.-
Þegar innrásin á Kúbu var gerð, var Che bara læknir fyrst, en svo einn af leiðtogum skæruliðahópanna. Hann var árásagjarn, kænn og gekk langbest af leiðtogunum. Hann var metnaðarfullur í að mennta sína menn í Leníniskum fræðum, skaut liðhlaupa með köldu blóði og framdi fjöldamorð á andstæðingum sínum, stuðningsmönnum Batista einræðisherra Kúbu.
Eftir sigur byltingarsinna á Batista, var Che næstæðsti stjórnandi á Kúbu eftir Castro. Che stjórnaði úthlutun lands til bænda, iðnaðaruppbyggingunni, var forseti Landsbanka Kúbu og hreinsaði út alla í stjórninni sem ekki voru kommúnistar. Hann meira að segja hunsaði ráðgjöf tveggja þekktra ráðgjafa í efnahagsstefnu Marx um að hægja á breytingunum þó að Kastró hafi fengið þá alla leið frá Frakklandi.
Che gekk svo hart eftir skjótum breytingum í átt að kommúnisma að uppskera og framleiðsla innanlands stöðvaðist um tíma (2). Hann hafði greinilega ekkert vit á því hvað hann var að gera, honum lá svo mikið á. Þetta jafnaði sig þó síðar.

Che giftist 1959 Alediu March og ferðuðust þau til Egyptalands, Indlands, Japans og víðar. Hann samdi við Rússland sem iðnaðarráðherra Kúbu, um sölu sykurs og leysti þar með sykuriðnað Kúbu undan tangarhaldi Bandaríkjanna (2)
Talið er að Che hafi haft mest áhrif á að Kastró vildi hafa Kommúnisma en þó ekki Moskvu-kommúnisma, heldur byggðan á eigin hefðum fyrri frelsishetja frá Mexíkó.
Í grein í ritinu “Socialism and Man in Cuba”, 12 mars, 1969 ritaði Che: “Maðurinn nær hinni fullkomnu mannúð aðeins þegar hann framleiðir án þess að neyðast til þess að selja sjálfan sig sem einhvers konar varning.”
Þarna er talið að Che sé að aðhyllast stefnu Mao og gamaldags stjórnleysingja stefnu. (2). Hann var þá Anarkisti samkvæmt þessu.
Í ræðu í Alsír 1965 gagnrýndi hann Sovétríkin fyrir að versla ekki eingöngu við kommúnistaríki og styðja ekki vanþróuð kommúnistaríki án þess að vænta einhvers staðinn. Þá móðgaði hann Sovét Kommúnismann, því þeir kunnu þessu illa í Moskvu.
Che stofnaði þing (Tricontinental Conference) til að koma á samvinnu byltingarfélaga í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku. Hann gagnrýndi líka Bandaríki Norður-Ameríku fyrir græðgi og miskunnarlausa heimsvaldastefnu í Suður Ameríku á þingi Sameinuðu Þjóðanna sem fulltrúi Kúbu. Hann var því ekkert að fórna hugsjónum sínum fyrir samstarf við sterkari aðila. Varð Kastró síðan að halda Che í ákveðinni fjarlægð, því hann gagnrýndi óvægilega bæði öflugustu ríki heims eins og sannur hugsjónamaður (4).

Eftir að hafa fallið úr náðinni hjá Castró fór Che til Afríku að vinna að nýjum byltingum. Byltingin í Kongó misheppnaðist því Kinshasa mennirnir máttu sín lítils gegn málaliðum Belgísku nýlenduherrana, þó svo að Che og hans menn hafi barist hetjulega. Haustið 1965 ráðlagði Che Castro að draga til baka stuðning Kúbu við Kongó byltinguna (4).

Che fór síðan til Bolivíu og hélt að bændurnir þar myndu styðja byltinguna en misreiknaði sig. Þeir voru ekki eins áhugasamir og hann. Che var handtekinn af Bolívíska hernum sem með samstarfi við CIA náðu Che og drápu næsta dag, 9 október. 1967 (5).

(Að mestu þýtt úr dagbók Edward Hyams, (4)).

-Che á Íslandi og víðar.-
Che hafði mikil áhrif á skæruliðahópinn Tupac Amaru (6). Hérlendis var hópur ungra manna sem ræddu um sprengjuárásir á sendiráð heimsvaldasinna Bandaríkjanna og Rússa, ásamt því að ræna forsætisráðherranum þáverandi (Vísir, 2/4/1971). Þessi hópur var kallaður Kópamaros því þeir rændu dímamiti í Kópavogi. Þráinn Bertelsson rithöfundur skrifaði líka bók um unglinga sem heitir Kópamaros.
Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins, sunnudagin 4. apríl, 1971, í kaflanum Janusarhöfuð, stendur skrifað um Kópamaros: „Það sýnir svart á hvítu, hvernig kommúnistum hefur tekizt að eitra hugarfar ungra manna, svo að í stað kaffihúsakomma eru nú að koma í dagsljósið svonefndir „aksjónistar” þ.e. ungir lífsreynslulausir menn sem ætla sér að stofna skæruliðasveitir Fylkingarinnar hér á landi. Af þessu eitraða hugarfari gæti hlotizt stórslys, ….”
Það má því segja að skoðanir og áhrif Che hafi víða verið mikil. Hann varð einskonar „guru” margra ungra uppreisnargjarnra manna á vesturlöndum og víðar. Frægust er myndin af honum sem Korda tók (6), sem prýddi (…. og prýðir enn) veggi margra unglinga við hliðina á Stones, Bítlunum og slíkum goðum.

Margir þessara unglinga mynduðu kjarnann í mótmælum víða á Vesturlöndum, enda lásu þau mörg Marx, Trotsky, Lenín og slíkar bókmenntir. Þetta fólk trúði því að það mætti breyta þjóðfélaginu til hins betra, til jafnaðar undir kjörorðinu „Öreigar allra landa sameinist” og var gjarnan sunginn „Nallinn” eða Internationalinn sem var sameiningarsöngur alþýðufólks, sem aðhylltist sósialisma.
Varð „næsum-því-byltingin” í Frakklandi 1968, þegar stúdentar hlóðu upp götuvirki og með stuðningi verkalýðsins, hafði næstum tekist að fella Frönsku ríkisstjórnina.
Í Bandaríkjunum réðst lögreglan oft á hópa unglinga sem söfnuðust saman á óróatímum, svertingjar voru hundeltir og skotnir í hverfum sínum.
Mótmælin gegn Vietnam stríðinu urðu það mögnuð að Bandaríkjstjórn var í mestu vandræðum með að halda úti stríðinu, enda mannfallið gífurlegt.
Stúdentar víða um heim ræddu mikið um „kerfið” og voru á móti því. Gömlu gildin voru orðin “straight” og unga fólkið á vesturlöndum vildi ekki láta ráðskast með sig meir. Bítlarnir og tískan þar á eftir hafði haft sitt að segja líka. Vestræn menning var að gjörbreytast og þeir róttækustu höfðu fengið leiðtoga sem sagði hvernig ætti að bylta samfélaginu. Lagði fram bæði kenningarnar (kommúnismann) og aðferðina (vopnaða byltingu).


-Lokaorð-
Það var gaman að gera þessa ritgerð en mikið að lesa. Til að skrifa ekki alltaf greinarheitið inní ritgerðinni nota ég númer þar sem mér finnst þurfa og þar sem þarf að þýða mikið er greint frá því í lok kafla hvaðan meginheimildin kemur.
Svona númerakerfi benti pabbi mér á að nota og mér finnst það minnst truflandi.

Beinir kaflar eru teknir úr heimild (1) og (2) og ekki dregið inn eða sett í annað letur til að þeir falli betur að samhenginu og svo vil ég oft breyta orðalaginu hér og þar og klippa út kafla, svo það væri ekki alltaf hægt að draga inn málsgreinar, það yrði þá að gera það alltaf og þá yrði ritgerðin meira og minna inndregin hér og þar.

Það var áhugavert að skoða greinar um Kópamaros.

Ég fékk aðstoð frá pabba og afa og eiga þeir þakkir skilið því maður lærir mikið þannig líka. Orðalagið er ekki eins og maður talar og er oft eins og úr orðabókum.

Osama Bin Laden eða að hefur verið líkt við Che en það finnst mér ekki rétt. Che vildi virkja fólkið gegn kúgurunum og fór til fólksins til þess, en hitt er allt annað. Fólk veit ekki betur.


Heimildalisti:

(1) http://www.nat.is/borgarferdir/kariba_kuba_che_ernesto. htm
Copyright ©Norðurferðir 2000

(2) http://www.nat.is/borgarferdir/kariba_kuba_sagan_2.htm
Copyright ©Norðurferðir 2000

(3) http://www.wl-comandante.com/bio.htm
Young Ernesto Che Guevara
A journey through Latin America.

(4) From A Dictionary of Modern revolution. Written by Edward Hyams
Copyright 1973, published by Taplinger Publishing Co. Inc.

(5) http://www.gwu.edu/~nsarchiv/NSAEBB/NSAEBB5/index.htm1# decslass
Af heimasíðu Georg Washington University, Washington DC.
National security archive electronic briefing book No. 5.
The death of Guevara; Declassified.
By Peter Kornbluh.

(6) Che Guevara, a pop-political myth by Lucio Emilio do Espirito Santo http://www.che-lives.com/home/myth.shtml

Til ykkur krakkana á Huga, ég nenti ekki að lesa yrir ritgerðina áður en ég setti hana inn hér svo ef þið sjáið villur, æjjæj, live with it.
Vonandi hafið þið gaman af þessari löngu ritgerð minni.

btw. minnir að ég hafi fengið 9.5 fyrir þetta, eithvað frá 9 - 9.5 :)