Guevara og Castro Hér er smá grein sem skrifuð er að mér án heimilda, vegna óska B17…….. Þetta er nokkurnvegin saga Ernesto “Che” Guevara auk þess sem Fidel Castro kemur við sögu.

“Skjóttu heigull, þú ert bara að drepa mann!!!”
Þetta voru seinustu orð eins frægasta píslavottar 7. áratugarins, Ernesto “Che” Guevara en þá hafði hann farið um víða heim til að stofna andspyrnuhreifingar til að steypa af stóli einræðisherrum.

Þessi mikla söguhetja þessa tíma fæddist 1928 í Argentínu í litlum bæ sem hét Rosario. Og sýndi hann strax á barnæsku mikinn áhuga á ritstörfum Marx og Engels enda átti pabbi hans mikið af bókum og öðru slíku eftir sósaílíska rithöfunda. Eftir að hafa gengið í skóla og útskrifast sem læknir ferðaðist hann um S-Ameríku og kynntis þeirri öreigð sem var um alla álfuna.
Seinna, kynntist hann Fidel Castro og bróðu hans Raúl, sem voru í útlegð í Mexíkó, vegna þess að þeir reyndu að hefja uppreisn gegn gjörspilltri einræðisstjórn Fulgencio Batista, sem hafði lagt landið í rúst og gert það þekkt fyrir spillingu. Þar skiptust þeir á pólitískum skoðunum og Castro-bræðurnir buðu honum að ganga í andspyrnuhreifingu þeirra.(26 júlíhreifingin)
Fóru þeir til Kúbu 1956 til að hefja byltingu og breiddist sú bylting út og varð mjög sigursæl og vann marga sigra gegn her Batista. 1958 náðu Castro og félagar völdum yfir eynni og settist Fidel Castro á forsetastól (og hefur setið þaðan síðan)
Che var skipaður landbúnaðarráðherra Kúbu, en eftir 7 ára veru á Kúbu ákvað hann að yfirgefa stöðu sína, halda áfram og stofna andspyrnuhreifingar í S-Ameríku. Hann yfirgaf Kúbu án þess að láta vita og skildi einungis eftir kveðjubréf til Castros. Kynning var í S-Ameríku og ef stofnuð yrði andspyrnuhreifing myndi fólk grípa til vopna.

Guevara var á móti kapítalisma og sovéskum kommúnisma, en sagði sig vera Marxista og kom hann af stað

Hann var fangaður af Bólivíska hernum 1967 og tekinn af lífi 9 október. Þá einungis 39 ára gamall og varð þá tákn frelsisbaráttumanna um allan heim og er enn (þið gætuð séð Che fána á mótmælagöngum gegn stríði í Írak í fréttunum)
Sérsveit Bandaríkjahers (Green Berrets)(Rambo?) er talin hafa aðstoðað bólivíska herinn, enda stóð bandarísku ríkisstjórninni mikill uggur af þessu enda var þetta á tímum kaldastríðsins og hræðsla gagnvart kommúnistum bar í hámarki. (Ný birtar skýrslur CIA sanna það að þeir hafi aðstoðað.)

“Che” er slangur á spænsku og þýðir “hey þú”

Fidel Castro og bróðir hans Raúl skipulögðu árás á eina herstöð Batista 26. júlí 1953 sem nokkuð hundruð félögum sínum, (þaðan sem nafn andspyrnuhreifingar þeirra dregið) en henni var hrundið á bak aftur og flestir þeirra sem tóku þátt létust. Bræðurnir voru settir í fangelsi, en árið 1955 var þeim hleipt úr haldi og sendir til Mexikó, vegna þess að þeir voru taldi hættulitlir. Þetta voru mestu mistök Batista.

Castro hafði heitið lýðræðislegrum kosningum og frjálsu markarðskerfi að byltingu lokinni og sínir það að hann var ekki beint sósaílískur í hugafari, þó svo að flestir vopnabræður hans hafi verið það, en þegar BNA-menn gerðu árás á Svínaflóa auk flóttamanna sem voru á móti Castro, fór hann þá að hafa meiri viðskipti við Sovétríkin.

Á Kúbu er þó bandarísk herstöð, (Gantanamo bay) því að þegar Kúbverjar hófu sjálfstæðisbaráttu 1898 aðstoðuðu BNA-menn Kúbverja og þegar þeir fengu sjálfstæði gerðu Kúbverjar og BNA-menn með sér samning um að BNA-menn fengju að hafa flotastoð þar fyrir 2000 gullpeninga á ári. (og er það ennþá gjaldið) Í samningnum stóð líka að bæði ríki yrðu að vera sammála um að herstöðinni yrði lokað og þó að Kúbverjar vilji það í dag, neita BNA-menn að fara.

Þessi grein var skrifuð eftir minni, eftir að hafa lesið greinar um þetta og slíkt og þess vegna gæti eitthvað verið vitlaust, svo þið skuluð leiðrétta villur ef þið sjáið þær.

MesserSchmitt
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”