Það var stór umræða hérna í grein um fjöldamor' og þar sem ég sá mynd um þetta um daginn langar mig að deila þessu með ykkur.
Fólk var að segja að það væri þýsku þjóðinni að kenna að nasistaflokkur Hitlers hefði farið í stríð.

Þegar Nasistaflokkurinn komst undir stjórn Hitlers var atvinnuleysi í Þýskalandi hærra en það er núna. Yfir 10 milljónir manna voru atvinnulaus og efnahagurinn var hreint út sagt í rúst.
Þýskaland hafði verið niðurlægt með eftir fyrri heimsstyrjöldina og Versalasamningarnir bönnuðu nánast alla verslun við önnur lönd.

Árið 1928 höfðu nasistar, eftir sex ár aðeins náð 12 þingmönnum inn á Reichstag (Þýska þingið) og ekki gekk eins og skildi. Þá voru margir flokkar sem voru að reyna að koma sínum stefnum til fólksins og allir lofuðu betri framtíð. Þetta ár varð líka kreppan mikla sem jók ennþá meira á atvinnuleisi.

Þetta varð allt Hitler í hag. Hann kenndi hinum flokkunum um að hafa gert Þýskalandi þetta og fékk þannig smátt og smátt fólkið með sér í lið. Tveim árum seinna voru nasistar svo orðnir næst stærsti flokkurinn með 107 þingmenn eða 18% þingsæta. Á árunum 1931-33 var mikið valdatafl í gangi í Þýskalandi. Tveir stærstu flokkarnir, Nasistaflokkurinn og Kommúnistaflokkurinn héldu kosningar þar sem Hindenburg formaður Kommúnista sigraði með yfirburðum.

Í rauninni voru haldnar þrjár kosningar, í þeim fysrstu sigraði Hindenburg með 49.6% atkvæða á móti þeim 30% sem Hitler fékk. Aðeins mánuði seinna var efnt til annara kosninga vegna þess að Hindenburg vantaði algeran meirihluta til að sigra Hitler. Þennan meirihluta fékk hann og leit út fyrir á tímabili að Nasistaflokkurinn myndi deyja út.

Eftir að Hindenburg fékk hreinan meirihluta var flokksfélagi hans, Schleicher gerður að kanslara. Seinna komst svo upp um svik af hálfu Schleichers sem gerði það að verkum að honum var vikið frá og Hindenburg gafst upp með því að gera Hitler að kanslara.

Það tók Hitler ekki langan tíma að ná hreinum meirihluta á þingi sem kanslari. Hann notaði óspart “Áróðursmenn” sína þ.á.m. er frægastur Göbbels sem ferðaðist um Þýskaland, hélt ræður og kom fram í útvarpi.

Fólkið var ekki lengi að trúa áróðri Hitlers um betri tíma. Hann hóf brátt smíði vopna og þar sem atvinnuleisi var svo hátt var ekki erfitt að fá inngöngu í herinn sem var endurskipulagður. Á þinginu voru allir sem stóðu andspænis Hitler myrtir eða reknir. Seinna var svo kosið um það sem kallað er á ensku “Enabling Act” en það gaf Hitler fulla stjórn yfir Þýskalandi. Þar fékk hann algera stjórn yfir hernum og hafði einnig vald til að setja ný lög eins og honum sýndist.

Ég vona að þetta hafi hjálpað ykkir sem voruð í vafa. Flestallar heimildir eru úr mynd Námsgagnastofnunar en önnur smáatriði þýdd úr heimildum af netinu.

Takk Fyri