Galíleó Galílei ! Galíleó Galílei, sonur Vincenzo Galílei og Guilia Ammanatti, fæddist á sveitabæ nálægt borginni Pisa árið 1564.

Þegar Galíleó var aðeins átta ára gamall, fluttu foreldrar hans til Flórensar en sonur þeirra varð eftir í höndum frænda síns, Muzio Tedaldi. Hann dvaldi þó stutt þar við og sameinaðist fjölskyldu sinni á ný tveimur árum síðar. Fyrstu 3 ár námsferils síns var Galíleó kennt heima af manni að nafni Jacopo Borghini. Þegar hann hafði náð aldri til að hefja nám í klaustri, var hann sendur af foreldrum sínum í Camaldoelse klaustrið, en það er staðsett í skógivaxinni hlíð um 30 km frá Flórens.

Camaldoelse-reglan heillaði unga drenginn upp úr skónum og hugði hann á að sverja skírlífiseið og setjast að í klaustrinu. Faðir hans, Vincenzo, tók það hins vegar ekki í mál og kallaði son sinn aftur til borgarinnar.

Aðeins þremur mánuðum seinna var Galíleó aftur sendur til Pisa, til að lifa hjá Tedaldi frænda sínum, en einnig til að hefja læknanám við háskólann í Pisa. Læknanámið náði aldrei hugfestu hjá piltnum, en faðir hans var ákveðinn í að fá lækni í fjölskylduna og réði það mestu um námið. Hin raunverulegu áhugamál Galíleó voru stærðfræði og heimspeki.

Sumarið 1583 var Galíleó í sumarfríi með foreldrum sínum í Flórens. Hann hafði þá í 3 ár stundað sitt nám með litlum áhuga. Galíleó tekur þá upp á því, að bjóða Ostilio Ricci, stærðfræðiprófessor við háskólann í Pisa, í mat í foreldrahúsum sínum. Saman reyna þeir að fá föður Galíleós til að sættast á það að sonur hans skipti um námsbraut. Vincenzo er þónokkuð ákveðinn á sinni skoðun en gefur að lokum leyfi sitt. Galíleó hélt þá alsæll aftur til Pisa og hóf nám í stærðfræði.

Það leið þó ekki að löngu að drengurinn gafst endanlega upp á náminu og sagði hann sig úr háskólanum, gráðulaus. Galíleó hóf kennslu á stærðfræði, fyrst í Flórens en hann færði sig fljótlega yfir í borgina Vallombrosa, ekki svo langt frá Camaldoelse-klaustrinu. Sumarið 1586 skrifaði hann sína fyrstu bók og bar hún nafnið “Lítil saga um jafnvægi”, en í henni setti hann fram kenningar Arkimedesar um leyndardóma þyngdaraflsins, en þeir vógu þungt í hugum stærðfræðinga þess tíma.

Næstu ár óx virðing Galíleós til muna. Þar var að hluta til vegna þess að hann vingaðist við hinn virta ítalska prófessor Klavíus, sem var frekar valdamikill maður í Róm á þessum árum. Árið 1989 var Galíleó boðin prófessorstaða við háskólann í Pisa, sem og hann þáði. Á sínu fyrsta ári sem alvöru prófessor skrifaði hann bókina “De Monté”, en hún er þó af mörgum talin hans slakasta verk. Henni var þó vel tekið á þessum árum þar sem í henni komu fram nýrri og betri aðferðir um hvernig sanna bæri tilraunir og kenningar.

Árið 1591 andaðist Vincenzo, faðir Galíleó. Sem frumburður foreldra sinna bar Galíleó að framfleyta fjölskyldu sinni. Ungi stærðfræðingurinn hafði þó ekki mikla aura milli handanna sökum lágra launa sem hann fékk hjá háskólanum. Hann tók því að leita sér að launahærri starfi. Með töluverðri slyngni og meðmæla valdamikilla manna, losnaði staða prófessors í stærðfræði við háskólann í Padua og með því að hljóta það starf tókst Galíleó að þrefalda laun sín og auðveldaði það honum til muna í málum yngri systra hans og móður, þó að enn væru málin slæm.

Í Padua setti Galíleó fram heldur margar kenningar. Það sem helst vakti athygli við þær er gagnrýni hans á kenningum Aristóteles, en hann þótti marka burðarvegg þeirrar tíma stærðfræði og stjörnufræði. Einnig í Padua hóf Galíleó sitt fyrsta þekkta ástarsamband. Samband hans við feneysku stúlkuna, Maria Gamba, varði þónokkuð lengi en aldrei giftu þau sig þó, husanlega vegna bægrar fjárhagsstöðu hjá hinum unga prófessor.

Í maí árið 1609, fékk Galíleó sent bréf frá góðvini sínum, Paolo Sarpi, þar sem hann greindi frá því að hollendingur nokkur hefði fundið upp “njósnagler”, sem gerði mönnum kleift að sjá hluti sem fjarlægir voru hinu sjáandi auga. Þetta kveikti í áhuga prófessorsins.

Með því að nota upplýsingarnar úr bréfinu, og einnig sína teknísku hæfileika, tókst Galíleó að búa til raðir sjónauka, þá um sumarið, og voru þeir allir töluvert betri en sjónaukar Hollendingssins. Tókst honum að margfalda nákvæmnina upp í 4x og í sjónaukum hönnuðum stuttu síðar, tókst Galíleó að komast upp í nákvæmina 9x og jafnvel 10x. Þessum árangri náði hann aðallega með þéttingu á gleri og nýjum aðferðum við að pússa linsurnar.

Undir lok ársins 1609 fékk Galíleó þá hugmynd að beina sjónaukum sínum upp í næturhimininn. Með þessu gerði Galíleó þær merkustu uppgötvanir alls lífs síns og ruddi braut möguleikanna í stjörnufræði. Árið 1610 setti Galíleó uppgötvanir sínar í bók sem hann gaf út og bar nafnið “Sendiboði stjarnanna”. Í henni staðhæfði hann að hafa séð fjöll á tunglinu, sannaði að Vetrarbrautin er samansett úr milljörðum stjarna og taldi sig hafa séð fjóra “hnullunga” á braut Júpíters.

Þessa hnullunga kallaði hann “Medicean-tunglin”, eftir Medicini erkihertoga Feneyja. Ósætti varð í stjórn háskólans í Padua um einkarétt Galíleós til sjónauka sinna og lauk því með að hann sagði upp starfi sínu þar og hóf enn á ný starf sem prófessor við háskólann í Pisa (þó hann þyrfti ekkert að kenna þar).

Stuttu seinna hélt Galíleó til Rómar. Þar var honum tekið sem frægum einstaklingi og hann hylltur af múgnum á götum úti. Hann hélt áfram að rannsaka tunglin sem að hann hafði uppgötvað við risapánetuna. Þó að hann hefði skýrt frá þeim í bók sinni, voru þær upplýsingar sem þar komu fram, ekki nógu nákvæmar. Galíleó tók þá að reikna út nákvæmar staðsetingar tunglanna og árið 1612 setti hann niðurstöðurnar fram í ritgerð. Niðurstöður hans þá voru furðu nákvæmar en því miður hafði prófessorinn gleymt að reikna með hringferð jarðarinnar á braut um sólina í ritgerðinni.

Á næstu árum hélt Galíleó áfram könnun sinni á himinhvolfinu. Kom hann með ýmsar kenningar. T.d. nýjar upplýsingar um Satúrnus og einnig uppgötvun sína á undarlegum svörtum blettum á yfirborði sólarinnar. Einnig neyddist hann til að gera upp hug sinn um hvort að hann myndi aðhyllast sólmiðjukenningu Kóperníkusar eða jarðmiðjukenningu Brahe, en þær stönguðust gjörsamlega á og skiptu stjörnufræðingum 17. aldar í tvo hópa. Galíleó ákvað þó með sjálfum sér að kenning Kóperníkusar væri traustari og miðaði hann við hana í útreikningum sínum. Þó ákvað hann að til að skapa sér sem minnstar óvinsældir myndi hann ekki tjá sig opinberlega um val sitt.

Galíleó varð þó á að ráðast harkalega (í orðum) á fylgjendur Aristótelesar og Brahe í bréfi til hertogaynjunar af Lorraine, þar sem hann kallaði fylgjendur þeirra villitrúarmenn og vitfirringa.

Vöktu þessi ummæli Galíleó harða gagnrýni hjá kaþólsku kirkjunni og stjórn Vatíkansins. Þar á bæ voru miklar efasemdir um sólmiðjukenninguna og hvort að hún styddist stærðfræðilega séð. Skipuð var nefnd innan Vatíkansins sem skipuð var af kardinálum og átti að ákveða hvort að kenning Kóperníkusar hlyti stuðning páfa. Hún komst að þeirri niðurstöðu að páfi skyldi fordæma kenninguna. Galíleó hlaut þó ekki meiri skaða af þessari ákvörðun en að hann mætti ekki lýsa opinberlega aftur yfir stuðningi við Kóperníkus.

Á þessu sama ári 1616 kom út ný bók eftir Galíleó. Hún bar nafnið “Il Saggiatore” og var hún að sjálfsögðu tileinkuð Páli V. páfa. Í henni lýsir Galíleó nýjum aðferðum sínum við skoðun himintunglanna og þar koma fram ein frægustu ummæli hans sem varðveist hafa:

,,Philosophy is written in this grand book, the universe, which stands continually open to our gaze. But the book cannot be understood unless one first learns to comprehend the language and read the characters in which it is written. It is written in the language of mathematics, and its characters are triangles, circles, and other geometric figures without which it is humanly impossible to understand a single word of it; without these one is wandering in a dark labyrinth“.

Þarna gagnrýnir Galíleó andstæðinga sína á óbeinan hátt og styður undir rós þær kenningar sem hinn umdeildi Kóperníkus setti fram.

Efti útgáfu þessarar bókar breyttist líf Galíleó til muna. Hann hlaut ekki leyfi til að gefa út ný verk eða opinbera ritgerðir sínar. Á sama tíma fór heilsa hans hraknandi og hindraði hann að sækja jarðarför móður sinnar.

Galíleó tókst samt að gefa út skáldsöguna ”Dialogue Concerning the Two Chief Systems of the World - Ptolemaic and Copernican“ undir dulnefni en hún kom á nýjan leik skotum á fylgjendur jarðmiðjukenningarinnar. Ekki leið þó að löngu að komst upp um höfund bókarinnar og var dreifing hennar stoppuð og upplag hennar brennt. Galíleó var skipað að koma fyrir dómstóla þar sem hann var ákærður fyrir að brjóta gegn úrskurði páfans frá 1616. Hann var dæmdur sekur þar og var refsingin lífstíðardómur í fangelsi.

Galíleó fór þó aldrei í fangelsi, hann samdi um að verða sendur í útlegð og var haldið í stofufangelsi það sem eftir var af hans lífstíð. Tókst honum þó að gefa út nýja bók, ”Discourses and mathematical demonstrations concerning the two new sciences", sem nær eingöngu fjallaði um stærðfræði og þótti lengi hagnýtt gagn við stærðfræðikennslu á Ítalíu út 17. öldina. Galíleó tókst líka að hanna fyrstu notanlegu pendúlklukkuna undir ævilok sín en pendúlar höfðu heillað hann frá unga aldri.

Galíleó Galílei lést um veturinn árið 1642. Í erfðarskrá hans kemur fram að hann vildi láta grafa sig við hlið föðurs síns í fjölskyldugrafreitnum. Það þótti hins vegar ekki við hæfi sökum þess að hann var í óvild í kaþólsku kirkjunni. Galíleó var ekki grafinn í vígða mold fyrr en árið 1737, tæpum 100 árum eftir að hann andaðist. Árið 1991 var Galíleó síðann sýknaður af Jóhannesi Páli páfa af öllum ákærum sem hann var dæmdur fyrir í fyrndinni. Páfi lagði blessun sína yfir gröf stjarnfræðingsins umdeilda og lýsti því yfir að máli hans væri þar með lokið.


Make peace, not war!
[.Oberon.]