Ég vil bara láta vita að þetta er ritgerð sem ég gerði í 9 bekk sem ég ákvað að senda hér inn.

Seinni Heimsstyrjöldin
Í janúar 1933 skipaði Hindenburg forseti Weimarlýðveldisins Adolf Hitler í embætti kanslara. Þetta gerðist að undangenginni langri stjórnarkreppu, þ.e.a.s. ekki hafði tekist að mynda starfhæfan meirihluta á þýska ríkisþinginu. Í kosningum árið 1932 fengu nasistar 33% fylgi, mun meira en nokkur annar flokkur. Heimskreppan sem hófst í Bandaríkjunum árið 1929 barst fljótlega til Þýskalands, olli þar gríðarlegu atvinnuleysi og vonleysi meðal almennings. Nasistar höfðuðu til óánægju fólks og buðu fram sterka stjórn undir forustu öflugs foringja. Sem kanslari ákvað Hitler að boða til nýrra kosninga í mars árið 1933 í þeirri von að ná meirihluta á ríkisþinginu. Nasistaflokkurinn, sem hét fullu nafni Nationalsozialische Deutsche Arbeiterpartei (NSDAP), þ.e. Þýski þjóðernisjafnaðarmannaflokkurinn, bætti við sig fylgi og fékk tæp 45% atkvæða en tókst ekki að fá hreinan meirihluta. Þá ákváðu nasistar að nýta sér stöðuna, hrifsuðu öll völd til sín og stofnuðu Þriðja ríkið. Eftir að Paul von Hindenburg forseti lést fór Hitler formlega einn með allt vald og kallaði sig foringja. Árið 1936 gerði Hitler bandalag við Mussolini forseta Ítala og síðan einnig við Japani að því loknu var hann tilbúinn í landvinningastríð. Árið 1938 tók Hitler Austurríki með skyndiárás og seinna tók hann þau héruð Tékklands sem byggð voru þjóðverjum. Þann 23. ágúst 1939 flaug þýski utanríkisráðherrann til moskvu og gerði vináttusáttmála við sóvétstjórnina. En vorið 1939 tók Hitler einnig þá hlut Tékklands sem voru og svo 1. september 1939 réðust Þjóðverjar inn í Pólland, tveimur dögum síðar lýstu Bretar og Frakkar Þjóðverjum stríð á hendur. Í innrásum sínum beittu þjóðverjar aðferð sem nefnist “Blitzkrieg”, leifturstríð. Í júní 1940 höfðu Þjóðverjar hernumið mestalla Evrópu að Bretlandi undanskildu. Í september 1940 réðust ítalir inn í Egyptaland, Bretar voru þar með hersveitir til að verja Súesskurðinn. Í febrúar 1941 voru Ítalir að tapa en þjóðverjar sendu þeim þá liðstyrk og þeir náðu að hrekja Breta í burtu. Í júní 1941 réðust Þjóðverjar, Finnar, Ungverjar og Rúmenar á fyrrum bandalagsríki sitt Sovétríkin. Í árslokin 1941 fór Bandamönnum (Bretland, Frakkland og Sovétríkin) að ganga betur þegar Bandaríkin gengu í lið með þeim en þau hófu þátttöku í stríðinu þegar Japanir réðust á Pearl Harbour flotastöð þeirra í Kyrrahafinu. Í maí 1942 höfðu japanir náð undir sig allri Suðaustur-Asíu, einnig tóku þeir margar eyjar í Kyrrahafi. En í ágúst 1942 höfðu Bandaríkjamenn sigrað sjóher þeirra í orrustum. Á þeim eyjum sem Bandaríkjamenn náðu komu bandaríkjamenn sér upp bækistöðvum fyrir sjó- og flugher. 4. nóvember sama ár unnu breskar hersveitir úrslitasigur á Þjóðverjum í orrustunni við El Alamein í Egyptalandi og í maí 1943 gáfust herir Öxulríkjanna (Þýskaland Ítalía og Japan) í Norður-Afríku upp. Þýsku herirnir í Sovétríkjunum áttu líka í erfiðleikum. Í nóvember 1941 voru þær komnar langleiðina til Moskvu að hersveitir Rauða Hersins hófu gagnárás og árið 1943 gjöreyddi hann fjölmennum þýskum her í orrustunni við Stalíngrad. Svo í ágúst 1944 fóru þýskar hersveitir frá Sovétríkjunum. Þá voru þær kallaðar til Þýskalands til að verja það gegn Bandamönnum. Innrás Bandamann inn í Vestur-Evrópu hófst 6. júní 1944 með innrás í Normandí í Frakklandi. Hinn 2. júlí höfðu um milljón hermanna tekið þar land og hafið sókn gegnum Belgíu og Holland að þýsku landamærunum. Bandamenn komust yfir ánna Rín í mars 1945 og mánuði seinna voru þeir komnir til Ruhrhéraðsins, sem var miðstöð þýsks iðnaðar og hergagnaframleiðslu. Á sama tíma var Rauði Herinn að nálgast Berlín, Hitler vissi að stríðið var tapað og hinn 30. apríl framdi hann sjálfsmorð ásamt Evu Braun ástkonu sinni. Tveimur dögum síðar tóku Sovétmenn Berlín og 7. maí gáfust þjóðverjar upp. Þótt að Þjóðverjar væru búnir að gefast upp héldu Japanir áfram að berjast og neituðu að gefast upp fyrr en Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á tvær borgir í Japan. Þeirri fyrstu 6. ágúst 1945 á Hiroshima og þeirri seinni þremur dögum seinna á Nagasaki. Þann 14. ágúst 1945 gáfust Japanir upp og lauk þá heimsstyrjöldinni síðari.