Hver var Jesús? Sagan um Jesú og hvernig hann kenndi fólki góða hluti og endaði með því að fórna lífi sínu fyrir mannkynið en rísa aftur upp og sanna tilvist Guðs er voða falleg saga. Hún hefur orðið umfangsefni einna mestu deilna sem þekkjast og margir halda að hún sé stætrsta lygi í heimi. Samt eru margir sem trúa henni og sá hópur manna sem trúir á Guð hér á landi er búinn að taka yfirvöldin, eins og í mörgum öðrum löndum. Þrátt fyrir allt það er ég engu nær um sannleikann.

Jesús er sagður sonur Guðs og þessi frelsari sem spámenn höfðu sagt að væri á leiðinni ,en í rauninni gæti Jesús bara verið venjulegur maður með mjög mikinn veraldlegan skilning, gæti sett málshætti og orðtök vel saman og væri með smá geðhvarfasýki. Til dæmis í fjallræðunni er Jesús ekki að sanna fyrir fólki að hann sé sonur Guðs, Það eina sem hann er að gera er að segja fólki hvernig á að koma vel fram og gera það rétta í vanda. En málið er að á þessum tíma var fólk mjög auðtrúa við fólk sem var mun betur gefið en það sjálft og þar að auki að fara með mjög góðan boðskap þótt að málstaðurinn sé dálítið brjálæðislegur. Og Jesús vissi það.

En á hina höndina vissu faríseannir og æðstu prestarnir þetta líka og ef þeir lögðu tvo og tvo saman fengu þeir það út að þeirra ríki mundi hrynja svo þeir lögðu fæð á Jesú og reyndu með öllu móti að koma honum burt og láta dæmisögur hans hljóðna. Núna þegar farísearnir og félagar voru mikið á móti honum, reyndist miklu erfiðara fyrir almenning að trúa honum og taka orðum hans sem lögum þannig að hópur hans varð mun þrengri en hann hafði áræðanlega búist við. En ef að Jesús var sonur Guðs hefði hann áræðinlega vitað þetta allt, en samt ákvað hann að ganga í gegnum þetta mannkyninu til bóta.

Önnur hlið á sögu Jesú var hvernig hann læknaði fólk ótrúlega, og bara með einni snertingu frá Jesú læknaðist fólk af blindu og ýmsum öðrum sjúkdómum sem eiga í rauninni að vera ólæknandi. Þetta sýndi að Jesús hafði ótrúlegan mátt og ef að þetta væri rétt, þ.e.a.s. að Jesús geti læknað fólk með snertingu, þá eru mjög miklar líkur á því að viðkomandi hafi eitthvað samband við hið ónáttúrulega, í þessu tilfelli við Guð. En aftur á móti er mjög svipaðri aðferð beitt af mörgum læknum í nútímanum en hún felst í því að sjúklingar eru látnir taka töflur sem innihalda bara sykur eða hveiti og eru látnir borga morðfjár fyrir þessar töflur sem innihalda engin lyf. Sjúklingum er síðan sagt að þetta séu mjög góð ný lyf sem eigi að lækna þau strax. Þegar sjúklingarnir taka þessi lyf sem að þau halda að séu einhver skonar ofurlyf sem lækni þau strax hefur það oft þau áhrif að sjúkdómurinn hverfur. Þessi meðferð hefur mjög mikil og góð áhrif sem hafa verið sönnuð vísindalega. Það er nefnilega málið að ef að sjúklingur trúir því að hann læknist gerir hann það oft. Jesús gæti þess vegna bara talið fólki trú um það að þau læknist og síðan hefur hann snert þau en í rauninni er það bara hugur sjúklingsins sem býr bakvið lækninguna.

Jesús vissi semsagt allan tímann að lærisveinn mundi svíkja hann og hann yrði krossfestur ásamt tveimur glæpamönnum og hundraðshöfðingi mundi stinga hann í síðuna og hann yrði settur í grafhýsi en að hann mundi rísa upp og sanna fyrir öllum að hann væri sonur Guðs. Ef þið hugsið um það þá þurfti Jesús að kenna Júdasi allan snilldarlega boðskapinn sinn og fara með hann eins og ástkæran bróður þótt hann vissi að hann mundi svíkja hann fyrir þrjátíu silfurpeninga. Hugsið ykkur reiðina sem ólgaði innra með jesú þegar Júdas sagðist ekki hafa svikið hann og hann mundi aldrei gera það. Hann þurfti að ganga í gegnum að vera hýddur og píndur og að lokum krossfestur allt út af einum ómerkilegum manni sem hann gerði allt fyrir þótt hann vissi að hann mundi svíkja hann.

Jesús var í rauninni mjög hugrakkur maður þó að hann hafi notað einhverja gervi aðferð til að lækna fólk eða verið algjör geðklofi. Mjög fáir hefðu gengið í gegnum þetta ef þeir væru að halda fram lygi. Jesús gekk í gegnum miklar þjáningar og mikla erfiðleika bara til að koma Guði inn í hausinn á fólki sem gekk reyndar ágætlega en ef það var ekki satt vildi Jesús allavega fórna lífi sínu og jafnvel meira fyrir þennan málstað.

Mín skoðun er að sagan um Jesú sé að mörgu leyti sönn og að Guð sé að einhverju leyti til. eins og ég sagði í byrjun er sagan um Jesú falleg saga en í rauninni inniheldur hún ömurlegustu, kvikindislegustu lygar og hræðilegustu mannréttindarglæpi sem hafa verið framdir frá upphafi.