Þessi grein er byggð á upplýsingum úr bókinni: “Seinni heimsstyrjöldin” eftir Ronald Heiferman, sem er frábær bók sem lýsir flestum orrustum seinni heimstyrjaldarinnar.
Sumar tilvitnarnir eru dregnar beint upp úr kaflanum og er það undirstrikað annað efni hef ég sjálfur stokkað niður og endurskrifað en notast við heimildir úr bókinni mér til halds og trausts. Það sem er síðan alveg eftir mig svo sem eigin skoðanir og aðrir fróðleiksmolar sem ekki komu ram í bókinni eru (Innan sviga)

Greinin er í 2 hlutum og mun seinni hlutinn birtast von bráðar.

Eftir að Hitler hafi tekið skriðdrekaher Hoths frá Donbugnum, leið ekki á löngu, áður en 6. her Friedrichs Paulusar lenti í erfiðleikum. Honum seinkaði verulega í sókn frá Don til Stalíngrad, í harðskeittri vörn Sovétmanna, sem voru að ná sér eftir ófarirnar eftir ósigurinn í Úkraínu. Þjóðverjar héldu að þeir yrðu búnir að ná Stalíngrad í byrjun ágúst, en voru ekki komnir nema að úthverfum hennar fyrr en 23. ágúst. Þann dag komust alveg þeir að Volgubakka norðan við borgina. Paulus var svo vongóður og hafði slíka tröllatrú á tæknilegum yfirburðum þýska hersins, að hann hélt að borgin myndi falla næsta dag. Aðfaranótt 24. ágúst gerði þýski flugherinn gýfurlega loftárás á borgina. Heilu viðarhverfin brunnu til kaldra kola og þúsundir manna létust. En loftárásirnar höfðu öfug áhrif á borgarbúa en þau sem Þjóðverjar höfðu vonað. Í stað þess að fyllast uppgjafaranda, urðu íbúar borgarinnar blindir af reiði og heift í garð árásarliðsins, og voru tilbúnir að fórna lífi sínu til að hefna látina ástvina. “Í þeirri reiðiöldu ákváðu Chuikov setuliðsstjóri borgarinnar og Nikkida Krúsjeff að verja hvert hverfi, hverja götu, hvert einasta hús.” Íbúar borgarinnar byggðu götuvirki úr grjóti frá húsgrunnum, sem höfðu eyðilagst í loftárásunum þýska flughersins á hverju götuhorni.
Paulus þó var mjög vongóður og hélt að sigur væri á næsta leiti og sendi hermenn sína í átt að miðborginni til að dreyfa sér þaðan um borgina.
En mótspyrnan varð harðari en nokkru sinni. “Óþolinmóður sendi hann meira lið inn í borgina og lét draga sig inní vonlausa götubardaga, þarsem lítið varð úr tæknilegum yfirburðum þýska hersins.” Þeir héldu samt að sigur væri handan við hvert götuhorn, en mótspyrnan varð einungis meiri og meiri. Haldið var áfram að berjast af sívaxandi kappi og þýski flugherinn, hélt uppi linnulausum loftárásum. Áður en við var litið var Stalíngrad þungamiðja stríðsins. Heimsblöð í austri og vestri slógu upp rosafrétt um hvort einhverjar ákveðnar húsarústir eða einhver verksmiðja væri í höndum Sovétmanna eða Þjóðverja. Hitler lét öll hernaðarlega mikilvæg mál niður falla, vegna þeirrar óstjórnlegu löngunar til að hafa nafnborg hins Sovéska leiðtoga undir sínu valdi, enda hafði hann mikinn viðbjóð á Stalín vegna pólitískra skoðanna hans.

(Hitler hataði bolsévisma (kommúnisma) og hataði þess vegna Sovétmenn, í áætlun hans um heimsyfirráð hafði hann ætlað sér að láta sovéska borgara vinna þrælkunnarvinnu og leifa þeim þó að búa í eigin borgum, en byggja sjálfur nýlenduborgir í Sovétríkjunum þar sem frálsir aríar áttu að eiga heima og áttu að virkja landið. Þá var hann líka búinn að plana það að refsa allri mótspyrnu gagnvart “hinum hreinræktaða aría” með loftárásum á heimaborgir sovéskra þræla)

(Á meðan þýski flugherinn var upptekinn við að gera loftárásir á Stalíngrad urðu skriðdrekaherdeildirnar sem voru staðsettar í Kákasus og voru að reyna að komast yfir olíulindir þar bensínlausar og gátu hvergi hreyft sig)

(Chuikov setuliðsstjóri Stalíngrad tók seinna við uppgjöf Berlínarborgar)

(Sovétmenn höfðu uppgötvað góða varnarleið, þeir komu því þannig í kring að Þjóðverjar myndu innikróa þá (allt að 200.000 manns í senn) og síðan var varist hetjulega þartil öll skot voru búin, þetta hægði mjög mikið á sókn Þjóðverja og var ein af ástæðum þess að Þjóðverjar náðu ekki hernaðarlega mikilvægum stöðum Sovétríkjunum fyrir frosthörkurnar sem urðu til þess að þeir urðu fyrir miklum hrakförum)

(Í lok orrustunnar var fólk hvaðanæfa af úr heiminum að þekkja Stalíngrad, hverja götu þess og hús, jafnvel þó að það hafði aldrei heyrt um hana fyrir stríð, svo mikil var umfjöllun heimsblaðanna)

(Gott dæmi um götubardaga þar sem afburðarskyttur börðust klukkutímum saman er t.d að finna í myndinni Enemy at the gates sem gerist í kringum Stalíngrad-orrustuna og sagt er frá Vassillí Zaídsev sem var ein af hetjum Sovétmanna)

Í götubardögunum í borginni vantaði Paulus mest af öllu fallbyssur. Hann grisjaði því þýskt stórskotalið sem átti að vera til aðstoðar í Don-varnarlínunum þar sem ítalskt og rúmenskt varnarkið var til staðar. (Hafði það alvarlegar afleiðingar síðar, þegar rússar hófu gagnsókn þar).
Og í öllu kappinu tók Hitler örlagaríka ákvörðun um miðjan september að draga
4. skriðdrekaher Hoths út úr Kákasus og stefna sunnan að Stalíngrad. (Þar með var sagt skilið við eitt aðal markmið rauðskeggsáætlunar sem var að ná olíulindunum í Kákasus.) Þjóðverjar söfnuðu öllu liði sem þeir máttu missa að Stalíngrad, og gerðu úrslitaatlögu að borginni með heiftarlegum bardögum allan oktábermánuð og tókst þeim að ryðja fleyg í gegnum borgina að bökkum Volgu. En það skipti engu þó borgin væru hlutuð í sundur, báðir borgarhlutarnir börðust áfram.

(Rauðskeggsáætlunin hét sú áætlun Þjóðverja um að ná Sovétríkjunum á sitt vald, enda auðugt af málmi, korni, olíu og ýmsum öðrum nitsamlegum vörum sem vor notadrjúg í stríði)

(Þjóðverjar tóku mikla áhættu með því að draga enn fleiri hermenn að Stalíngrad, en þeir þurftu einfaldlega fleiri menn til að ná tökum á borginni, margir af æðstu ráðgjöfum Hitlers sögðu honum að þeir gætu ekki bæði haldið áfram að berjast í Stalíngrad og haldið ákjósanlegum vörnum uppi á öðrum hernaðarlegamikilvægum stöðum t.d á Balkansskaga, en Hitler hundsaði þá og húðskammaði þá fyrir að hafa of litla trú á sér (Hann var þá oft búinn að gera vafasamar áætlanir sem aðrir hershöfðingjar efuðust um en altaf haft rétt fyrir sér) Hitler var núna blindur af græðgi og varð einfaldlega að ná þessum músteinshólum sem áður mynduðu borgina Stalíngrad á sitt vald)

En þegar hingað er komið við sögu var Paulus að von að hann gæti gefið Hitleri Stalíngrad í “jólagjöf”. En öll herstaðan var þó á þessum tímatunkti hagstæð Sovétmönnum. Paulus hafði ekki hugmynd um, að Sovétmenn voru að draga saman stóran sóknarher austan við Stalíngrad.,enda þurftu þeir ekki að óttast neinar árásir Þjóðverja við Moskvu og Leníngrad svo þeir gátu dregið lið sitt þaðan, suður á bóginn. Liðsafnaður, bæði Þjóðverja og Sovétmanna var svo mikill á suðurvígstöðvunum að þá skiptu aðgerðir norðar litlu sem engu máli. Japanir stóðu í ströngu á SA-vígstöðvunum (þar sem þeir hertóku hverja eynna á fætur annari) og gátu ekki verið að því að hugsa um árás á Sovétríkin, svo Rússar þurftu ekki að vera að óttast árás á Síberíulandamærin og gátu þessvegna dregið allan Síberíu og Amúr-herina til Stalíngrad. Hergagnaframleisla Rússa í Úralfjöllunum var líka komin á skrið.

(Meðal annara vopna sem var verið að framleiða í Úralverksmiðjunum voru hinir nýju T-34 skriðdrekar, sem eru taldir hafa verið eini af bestu skriðdrekar stríðsins (T-34 komst á 55 km hraða, var 27 tonn og var útbúinn með góðri 76 mm fallbyssu) Auk skriðdrekans voru framleiddir nýjir rifflar, en áður en þeir komu til sögunnar höfðu Sovéskir hermenn höfðu að mestu verið að nota riffla frá fyrri heimsstyrjöldinni)

(Sá her sem kom frá Síberíu var alveg hvíldur og óþreyttur, en umsáturlið Þjóðverja var aftur á móti búinn að vera að berjast í nokkra mánuði í nístingskulda og með mjög litlar matarbirgðir)

(Gerði Göring (að mínu mati) þau mistök að sleppa framleiðslu langdrægna flugvéla (svokallaðar Úralflugvélar sem voru fjögurahreyfla sprengjuflugvélar) sem hefðu komið sér vel til þess að hægja á vopnaframleiðslu Sovétmanna sem að mínu mati voru ein ástæða ósigurs)
(Göring hafði mikla trú á hraðskreiðum steypivélum en því minna á hægfara fjögurra hreyfla vélum.)

(Hefðu Japanir jafnvel bara þóst hafa eitthvern áhuga um á að ráðast á Síberíu hefðu Rússar sennilega ekki þorað að draga her sinn þaðan vestur á bóginn og þá hefðu þeir ekki getað gert gagnárás á Þjóðverja og hefði þá bara verið tímaspursmál hvenær þjóðverjar hefðu náð borginni sem hefði síðan komið Japönum vel því þá hefðu Bandamenn sennilega verið enn lengur að vinna bug á Þjóðverjum)

Georgí Zhukov yfirhershöðingi veitti nú Sovéskum hersveitum við Stalíngrad mun styrkari stjórnun en þeir höfðu áður þekkt. Þegar hann var búinn að safna saman gífurlegum fjölda hermanna lét hann til skarar skríða 19. nóvember með svo stórri gagnárás á varnarlínur Þjóðverja, að aldrei fyrr hafði mannveran kynnst öðrum eins ósköpum í sögu styrjalda.
Þrír voldugir herir Golikovs, Vatutins og Rokossovskys réðust yfir Don-varnarlínuna norðan við borgina þar sem Rúmenar voru til varnar. Þessir bandamenn Þjóðverja börðust hetjulega gegn ofurefli Rússa, en höfðu ekki nóg af mannafla eða nóg tæknileg vopn til að stöðva slíka flóðbylgju vel þjálfaðra og óþeryttra hermanna.
Og nú hefndi sín, að Paulus hafði tekið af þeim stórskotalið, til aðstoðar í götubardögum. Varnir Rúmenskra varnarliða hrundu og Sovéski gagnárásarherinn tók þá stóran sveig vestur fyrir borgina, en á móti kom 4. her Yeremekós sem var þá búinn að brjótast yfir Volgu sunnan við borgina. Sovésku herirnir 4 mættust síðan 22. nóvember og þýski herinn við Stalíngrad var innikróaður.

(ég er ekki viss með þetta “mestu ósköp sem mannveran hafði kynnst í sögu styrjalda” en ég er nokkuð viss um að ég sé að fara með rétt mál)
“Öreigar allra landa sameinist !!!!!!!”