Stutt um Stephen Biko <b>Stephen Biko (1946 - 1977)</b>

Stephen Biko fæddist árið 1946 í King William´s Town, í Austurhöfðafylkinu í S-Afríku. Hann hóf læknisnám árið 1966 við Natal háskóla. Hann var gerður brottrækur frá háskólanum sökum róttækni í pólitík, en hann beindi kröftum sínum gegn hvíta minnihlutan landsins og aðskilnaðarstefnunni.

Biko beitti þeirri aðferð á blökkumenn Suður-Afríku, að halda uppi áróðri sem sagði að hugur hinna kúguðu væri mikilvægasta vopnið í baráttu þeirra gegn kúgendum sínum. Hann tók þátt í stofnun fjölda samtaka, þ.á.m. Vitundarhreyfingu blökkumanna og síðar Stúdentasamtök S-Afríku. Þessi samtök voru óháð stúdentasamtökum þeim er fyrir voru, og var stjórnað af hvítum stúdentum. Biko var fyrsti forseti samtakanna, en hélt áfram að hjálpa til við stofnun fleiri frelsissamtaka blökkumanna. Árið 1972 komu Stúndentasamtökin, ásamt um 70 öðrum samtökum, á Ráðstefnu Blökkumanna í S-Afríku, og var Biko útnefndur heiðursforseti.

S-Afríska þingið aðhafðist lítið í fyrstu gegn frelsissamtökum þessum, en þegar áhrif þeirra jukust gripu þau til harðræðis. Biko var meinaður aðgangur að hinum ýmsu viðburðum árið 1973, og handtekinn nokkrum sinnum.

Í ágúst 1977 var hann settur í varðhald og barinn grimmilega af lögreglunni. Hann féll í dá og dó innan mánaðar frá handtöku.

Biko er enn minnst í S-Afríku, enda er misskipting enn mikil þar.


Má benda á það að hinn ágæti, breski tónlistarmaður, Peter Gabriel gaf út lag í minningu Stephen Biko, sem hét einfaldlega ,,Biko," árið 1980. Það átti geysilegum vinsældum að fagna, enda var þetta enn vinsælt útvarpslag á þeim tíma sem ég man eftir mér, sem er líklega í kringum 1985-´86.