þetta tengist nú ekkert mikið dulspeki en ég ákvað að skrifa
þetta vegna greinarinnar “eitt og annað um vampírur”.

Drakúla hét í raun Vlad. Hann var prins í Valakíu, sem nú er
hluti af Rúmeníu, en var þa sjálfstætt ríki. Hann var í alvöru
kallaður Drakúla, semsagt nafnið er ekki uppspuni. Drakúla
var uppi á árunum 1431- 1476. Hann var þjóðarhetja því að
hann losaði landup vup Ottómana, og kom á lögum og
reglum á landinu.

Nafnið þýðir Sonur Djöfulsins. Það er hægt að segja því að
orðið Drac þýðir djöfull á rúmensku, en ekki dreki. Endingin
ulea (Hann hét Dracuela) þýðir sonur og er því fullljóst hvernig
nafnið má finna.

Það voru uppi smá umræður um það að Vlad hafði verið í
Drekareglunni, en það er þó vitlaust. Það var faðir hans sem
var í þeirri reglu.

Vlad prins var þekktur sem mikill pyntari. Ein af hans
uppáhalds aðferðum snérist um það að setja staur í gegnum
líkaman. Þetta var framkvæmt þannig að vel yddur, grannur
staur var settur milli fótanna og síðan hægt og rólega upp.
Aðferðin var hugsuð til þess að halda lífi sem lengst í
fórnalambinu og gat þetta tekið marga klukkutíma til margra
daga að þræða mann upp á staur. Staurinn var síðan settur
upp opinberlega til að vara Ottómana og þjófa af öllu tagi við.

Útaf þessum aðferðum var hann kallaður Tepes, sem þýðir
stauraþræðarinn.

Vlad var ekki vampýra. Brad Stoker notaði einfaldlega Vlad og
er því ti stuðnings 100% vitað að Brad fékk bókina “An Account
of the Principalities of Wallachia and Moldavia” eftir William
Wilkinsson sem sagði m.a. frá Vlad. Hann blandaði Vlad
síðan við vampírur, og úr varð þessi sígilda skáldsaga!

kv. Amon