Þetta er smá bútur sem að ég hrærði saman um gufuaflið og þær tækninýjungar sem það hafði í för með sér. Eins og ég sagði þá er þetta aðeins smá bútur sem ég þurfti að semja í sögu þannig að það getur vel verið að ég hafi sleppt einhverjum mikilvægum atriðum úr en það verður bara að hafa það.




Gufuaflið átti mikinn þátt í mörgum tækninýjungum núlíðandi aldar. Gufan hefur bætt þægindi mannsins mjög mikið en þó hvergi eins mikið og í ferðaháttum heimsins.
Skipin og járnbrautalestirnar sem við notum í dag eru nánast kominn í þráðbeinann karllegg skipanna og lestanna sem notaðar voru í gamla daga.

Alveg frá því að mannkynið man eftir sér hefur mannkynið alltaf verið búið þeirri þörf að finna upp eitthvað til að gera daglegu verkin og vinnuna auðveldari. Þessar tækninýjungar sem við þekkjum í dag eru bílar, eldavélar, ísskápar og brauðristir svo dæmi séu nefnd.
En þessar tækninýjungar voru náttúrulega ekki til staðar í gamla daga.
Menn hafa lengi vitað að í gufunni býr ótrúleg orka margir reynd að gera sér mat úr henni en árangur þeirra er misgóður.
Fyrsta gufuvélin sem vitað er um var fundinn upp á tímum Alexandríu, hinni fornu. Það var maður að nafni Hero sem gerði fyrstu gufuvélina en hún var aðeins notuð sem leikfang. Það var ekki fyrr en um 1700 sem unnið var að því að búa til gufuvél til þess að verða mannkyninu til aðstoðar. Þeir sem bjuggu til fyrstu gufuvélina í þeim tilgangi hétu eftirfarandi nöfnum: Denis Papin og Tomas Newkomen. Gufuvélin þeirra var notuð í þeim tilgangi að dæla vatni úr námugöngum. Þessi vél var mikið þarfaþing á þessum á þessum tímum en var samt ekki gallalaus. Hún hafði ekkert snúningsafl, var seinvirk og dýr í rekstri. Þetta vandamál var síðan leyst af skotanum James Watt sem fann upp nýja og betri gufuvél sem er frumsmíði af þeim velum sem notaðar voru í járnbrautarlestum og gufuskipum á þeim tíma.
Framleiðsla á gufuvél Watts byrjaði ekki fyrr en árið 1785 þótt að James Watt hafði sótt um einkaleyfi á vél sinni árið 1969. Árið sem framleiðsla á gufuvélinni hófst er talið af mörgum upphafsár iðnbyltingarinnar.




Tilkoma járnbrautarinnar


Í langan tíma þurftu menn að notast við hið óþægilega hestafl. Það sem var að því afli var að menn hossuðust of mikið í þeim farartækjum. Þannig að það er auðskyljanlegt að menn hafi langað til að fá vísindamenn þessa tíma til að nota ódýra gufuaflið til að búa til eitthvað þægilegra farartæki. Og bingó , það varð að veruleika. Árið 1825 kom fram á sjónarsviðið fyrsta nothæfa eimreiðin og var höfundur hennar maður að nafni Georges Stephenson. Með tilkomu eimreiða batnaði allt flutningskerfið. Ódýrara og þægilegra var að flytja kol og fleiri þungar vörur með eimreið heldur en með hestvögnum og hægt var að flytja vörur lengra á minni tíma með eimreiðum heldur en með hestvögnum.
Í kjölfar þessa atburða fóru mörg ríki í heiminum að keppast um að koma á stofn almennilegum samskiptum með járnbrautum.


Tilkoma gufuskipa


Áður en gufuskipin litu dagsins ljós notuðust menn við seglskip sem gengu fyrir ódýrri vindorku. En það sem er ódýrt er ekki alltaf það besta og það sýndi sig oft í sambandi við seglskipasiglingar. Óhagstæður byr gat alltaf seinkað ferðum þeirra. En þetta vandamál var úr sögunni með tilkomu gufuskipa. Gufuskipin voru fyrst notuð á ám og í skurðum en síðan stækkuðu þau kvíarnar og fóru að keppa við seglskipin á höfum úti og báru að lokum sigur í þeirri baráttu. Fyrstu gufuskipin sem sigldu um höfin blá voru hjólaskip og þoldu illa mikinn sjó. Þetta vandamál var leyst þegar skipsskrúfan var sett á og gerði gufuskipin öruggari en hjólaskipin. Þótt gufuskipin fóru hægar yfir en seglskipin héldu þau alltaf áætlun.
Íslenska NFL spjallsíðan