Tugthúsið í Reykjavík(fyrirlestur)

Hugmynd að byggingu fangelsis á Íslandi kom fyrst til orða 1734 í framhaldi af bréfi Danakonungs 19. febrúar sama ár en þá gengu í gildi ákvæði norsk lög um hegnarvinnu. þe Refsing sem áður var líflátssök varðaði nú fangavist. Þar sem ekkert fangahús var hérlendis varð þá að senda glæpamenn til Kaupmannahafnar í Brimarhólm. En málinu var vísað frá af lögmönnum og sýslumönnum vegna kostnaðar.

Á árunum 1750-60 kom upp glæpaalda á Íslandi, vegna slæms ástands í landinu og voru þá 20 sakamenn fluttir út árlega. Kom þá hugmyndin upp aftur og taldi Magnús Gíslason amtmaður að best væri að reisa hér fangelsi. Hann sendi síðan bænaskjal ásamt þremur sýslumönnum til konungs 18. ágúst 1754 og sagði að þörfin fyrir fangahús væri aðallega vegna smáglæpamanna þar sem stórglæpamenn voru sendir til Danmerkur. En á Íslandi voru þá 21 lögreglumaður.

Hann gerði tillögu um að leggja skyldi eina konungsjörð á Snæfellsnesi undir erfiðishús fyrir þá sem ekki hafa komist í vinnumennsku á bæjum vegna þjófsku ,lygi og fleira. Hugmyndin var að hafa nauðungar-vinnustofnun. Og var td áætlað að fangi skuli fá meðal annars tvær skyrtur og tvenna sokka á ári. Tilgangurinn var að endurhæfa fangana í guðsótta og ástundunarsemi svo að þeir geti komist til vinnu í þjóðfélaginu. Einnig var staðsetning staðarins þannig að erfitt var fyrir fanga að flýja.
En þessi áætlun virðist ekki hafa komið að neinu gagni því árið 1763 hefur verið ákveðið að reisa fangahús í Reykjavík.

Og hinn 20. mars 1759 var gefinn út konungsúrskurður um byggingu tugthúss á Íslandi og tilgreindir tveir tekjustofnar til þess að standa undir kostnaði, annars vegar leiga af sakeyri, lögð fram af
Danakonungi, og svo skattur af fasteignum, sem var settur á landsmenn. Þótt einn sjötti skattsins, sem Íslendingar kölluðu tugthústollinn, væri áætlaður af konungseign, var augljóst að landsmenn yrðu sjálfir að greiða rúmlega helming byggingarkostnaðar sem var talinn myndi vera um 2000 ríkisdalir og sagði magnús að það væri mesti kostnaður sem landið hefði þurft að leggja út í 100 ár.

Með konungsúrskurði 15. Október 1762 segir að einnig skyldi hafa stórglæpamenn á Íslandi og leysti það vanda sýslumanna þar sem þeir þurftu að halda þeim uppi þar til skip kæmi og sótti þá, En það var kostnaðarsamt og fengu þeir þann kostnað seint endurbættan.

Var þá ákveðið þann sama dag að reisa fangelsi við sunnanverðan Arnarhól og réð Magnús Gíslason þar mestu, en staðsetning réð mestu á áætlun um að hafa fanga tiltæka í vinnu fyrir Innréttingarnar í Reykjavík.

Bygging hefst
Magnús Gíslason tók þá að huga að framkvæmdum. Lagði hann til að sakamönnum yrði gert að vinna að smíði hússins, og að henni lokinni, sem hann áætlaði að taka myndi fjögur ár, yrðu föngunum gefnar upp sakir.

Sakamenn hófu árið störf 1761, grófu fyrir undirstöðu og drógu að grjót. Undirbúningsvinna stóð í tvö ár en smíði ekki hafin fyrr en sumarið 1765, þegar smíði Bessastaðasofu og Nesstofu var að ljúka. Handverksmenn sem unnið höfðu við þessar byggingar fóru þá að vinna við fangelsið.

Frumteikingar af húsinu eru glataðar en George David Anthon , húsameistari Danakonungs, teiknaði það. Hann teiknaði líka Viðeyjarkirkju,Landakirkju í Vestmannaeyjum og líklegast
Bessastaðakirkju.

Talið er að upprunalega hafi verið teiknað tveggja hæða hús en það hafi samt orðið aðeins ein hæð.
Í mars 1764 tók Anthon saman skrá yfir byggingarvörur til fangahússins og áætlaði kostnað að upphæð 1827 rd. og 16 sk. fyrir utan flutningskostnað til Íslands.

Yfirsteinsmiður við smíði fangelsisins var Christopher Berger, Sigurður Magnússon var ráðinn til að vinna tréverkið en umsjón með verkinu hafði Gissur Jónsson, lögréttumaður á Arnarhóli, en vinnumenn og handlangarar voru fangar en ekki er vitað hve margir þeir voru. Yfirumsjón hafði svo Magnús amtmaður og svo eftirmaður hans, ólafur stefánsson.

Í ársbyrjun 1767 áætluðu menn að stutt yrði í að smíðinni yrði lokið. Enn allt í einu miðaði verkinu hægar og hinn 17. ágúst sama ár tilkynnti nýr amtmaður, Ólafur Stefánsson,sá sem tók við af láti Magnúsar, að Berger múrsmiður yrði eitt ár enn að vinna við fangelsið. Sama ár var sent til landsins timbur í þakið, sem var þó ekki byrjað að reisa fyrr en 1769 og af varðveittum pöntunum voru pantaðir 16.000 naglar,járn í 42 glugga og skrár og lamir í 22 hurðir árið 1769 svo að smíði hússins hefur ekki verið lokið fyrr en veturinn 1770-1771.
Ekki er varðveitt skoðunargerð stift-amtmanns á húsinu tilbúnu en til er líkleg lýsing sem er svona:

Húsið er 42 ½ alin að lengd(sem eru um 28 metrar) og 16 álnir á breidd(eða um 10,5 metri). Húsið er ein hæð, með háu gaflsneiddu þaki. Það er byggt úr tilhöggnu grágrýti, veggir tvíhlaðnir og
þakið timburklætt.

Á framhlið eru átta gluggar og útidyr fyrir miðju; á bakhlið níu gluggar,einnig þrír gluggar á hvorum gafli, einn niðri og tveir uppi, og ein útbygging(þe litlir skúrar og með kamri á hvorum gafli. Allir gluggar eru litlir og með járnstöngum. Eftir endilöngu húsinu er múrveggur í miðju þess. Og var þess vegna húsið oft kallað “Múrinn”.

Austanmegin(þe á bakhlið) eru tvær stórar vinnustofur og milli þeirra lítill gangur og þar tvöfaldir kamrar, og í hvorum enda tveir klefar fyrir stórglæpamenn.

Vestanmegin(þe framhlið hússins) er forstofa fyrir miðju með stiga upp á loft; í suðurendanum (til hægri frá framhlið) tvö herbergi og eldhús fyrir tugthúsmeistara og dyravörð, en í norðurendanum(sem er þá til vinstri við framhlið) stórt eldhús og stofa fyrir ráðsmann.

Uppi á lofti eru tvö herbergi í hvorum enda og er stigi upp á efra loft, þar sem eru geymslur og Geymd efni til að vinna úr í fangelsinu, ull, ogfl.
Á miðloftinu eru tveir litlir kvistgluggar. Í öllu húsinu er timburgólf. Tveir múraðir reykháfar eru á húsinu og í því fimm veggofnar úr járni. Tugthúsið var talið geta rúmað 16 stórglæpamenn og 54 venjulega fanga. Auk þess bjuggu einnig ráðsmaður og fangavörður.

Starfsemi
Fjöldi fanga var venjulega 10, en á tímum harðinda, sérstaklega eftir móðuharðindin, 1783-1784 og uppúr aldamótum 1800, var fjöldinn kominn í 40.
Þá bjuggu fangar við mjög slæm kjör, dóu hungurdauða og voru undir lélegri stjórn. Í fangelsinu var ullarvinnsla var stunduð og einnig voru fangar látnir vinna utanhúss, td sendir til sjós á Suðurnesjum. Stundum þegar fangar voru fáir voru húsnæðislausum fjölskyldum komið fyrir í húsinu og einnig útlendingum, sem komu í erindum stjórnvalda.

Endalok
Um endalok fangelsisins má segja að húsið var notað óbreytt sem fangahús þar til ársins 1815 en allir fangar voru látnir lausir 1813 sem voru þá 30 vegna vöruskorts og yfivonandi neyð almennings, þar sem Danir höfðu dregist í Napoleonstríðið 1807. Og kom skorturinn illa niður á föngum.
3. mai 1816 var fangelsið afnumið á Íslandi með konugsúrskurði og var fangahús á Íslandi ekki tekið aftur í notkun fyrr en 1874 þegar fangelsið við Skólavörðustíg var reist.
Húsið stóð autt í 5 ár eða þar til ársins 1819 þegar fangahúsinu breytt í bústað Moltke greifa og hófst þá annað skeið í sögu þessa húss.

———————————-
Heimildask rá:

Guðný Gerður Gunnarsdóttir,Hjörleifur Stefánsson. Kvosin. Byggingasaga miðbæjar Reykjavíkur. Bls 227 -229. Torfusamtökin.

Einar Laxness. Íslands saga, s-ö. Bls 60-61. Vaka-Helgafell. 1995.

Helge Finsen, Esbjörn Hiort. Steinhúsin gömlu á Íslandi. Bls 71-79. Þýðandi Kristján Eldjárn.
Bókaútgáfan Iðunn. 1978.

Hörður Ágústsson. Íslensk Byggingararfleið I, ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940. Bls 270. Húsafriðunarnefnd ríkisins 1998.

Þorsteinn Gunnarsson. Ágrip af bygginarsögu hússins. http://www.stjr.is/interpro/for/for.nsf/pages/raduneyti d-stjornarradshusid.