Sælt veri fólkið.

Í raun er ég ekki að segja af mér sem slíkt, heldur einungis sem stjórnandi þessa einstaka áhugamáls. Ég tók við nýrri stöðu hér á hugi.is sem yfirstjórnandi, sem gerir mig í raun að stjórnanda allra áhugamála.

Þar sem ég sinni ekki lengur daglegum þörfum þessa áhugamáls - og þar af leiðandi get virkað sem “óvirkur” í augum ykkar án frekari upplýsinga, ákvað ég að setja inn smá tilkynningu til þess að leiðrétta þann mögulega misskilning.

Cinemeccanica og Intenz munu, líkt og áður, sinna þessu áhugamáli með prýði og sæmd.

Ég mun þó reyna eftir bestu getu og þegar tími leyfir, að halda uppi “Greinar frá Fróðleiksmola” dálknum mínum. Í augnablikinu er ég á síðustu önn í BA náminu mínu við sálfræðideild háskólans á Akureyri - og hef þar af leiðandi lítinn sem engan tíma til skrifta. Sumarið getur þó borið með sér betri tíð í þeim efnum - og munu ykkur þá eflaust berast greinar nokkrar!

Mér þykir leitt að hafa ekki meiri tíma aflögu - en maður verður víst að forgangsraða - og háskólinn ætti, samkvæmt minni bestu vitneskju, að taka forgang ;)

Hafið það gott - og gangið hægt um gleðinnar dyr í hjartans málefnum!